Kórónuveiran hefur áhrif á fæðuöryggi Íslands Valgerður Árnadóttir skrifar 24. apríl 2020 16:25 Nýjustu tölur herma að útbreiðsla Kórónuveirunnar er 75% meiri meðal sláturhúsa- og kjötpökkunar starfsfólks í Bandaríkjunum. Nú þegar hefur þurft að loka um 15 risa-sláturhúsum í BNA vegna smita sem rekja má til óþrifnaðar og óviðunandi öryggisráðstafanna og hefur kórónaveiran breiðst út hraðar í þeim en í nokkrum öðrum starfsstéttum. Í Bandaríkjunum eins og víðast í hinum vestræna heimi þá eru það aðallega erlendir farandverkamenn og innflytjendur sem starfa í kjötiðnaði og í áratugi hafa verið uppi viðvaranir að öryggi þeirra sé ekki gætt á vinnustöðum. Starfsfólk segir að það hafi ekki aðstöðu til að sinna grundvallarhreinlæti eins og að þvo hendur og halda fjarlægð, að álagið sé svo mikið að þau komast ekki á salernið og nú þegar hefur þurft að loka fjölmörgum sláturhúsum. Eitt af þeim sem var lokað ber ábyrgð á framleiðslu á 4-5% af svínakjöti sem framleitt er í BNA og nú þegar hefur sláturtíðni minnkað um 22% á nautgripum og 6% á svínum vegna veikinda starfsfólks og lokanna sláturhúsa. En 98% af nautakjöti framleitt í BNA er til að mynda frá 50 risa-sláturhúsum sem mörg hver eiga undir högg að sækja vegna kórónuveirunnar. Matvælafræðingar segja að kjötiðnaður sé veikasti hlekkurinn í fæðuhringnum, viðkvæmur fyrir hvers kyns sýkingum og veirum og hvetja til að aukin áhersla verði lögð á framleiðslu plöntufæðis til að viðhalda fæðuöryggi fólks. Nú kunna margir að spyrja sig, hvað kemur það okkur við hvað gerist í Bandaríkjunum? Hér á Íslandi er þetta miklu betra..en er það svo? Á Íslandi eru einnig farandverkamenn og erlendir starfmenn sem halda uppi kjötframleiðslunni, þetta fólk kemur sjaldnast í fréttum, fáir láta sig mál þeirra varða og víða býr þetta fólk í “verbúðum” og vinnur sleitulaust. Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga hafa nú þegar varpað fram áhyggjum sínum af mönnun á sláturtíð í haust en samkvæmt þeim eru 80% starfsmanna af erlendu bergi brotin og óljóst hvort hægt verði að flytja inn starfsfólk til að slátra í haust. Hér eins og annars staðar koma reglulega upp tilfelli hættulegra sýkinga, eins og camphylóbaktería, salmónellusýkinga og nóróveira sem eru lífshættulegar eldra og viðkvæmu fólki og nú síðast greindist bótulismi hjá einstaklingi sem át súrsaða blóðmör, en sú baktería getur valdið lömun og dauða. Kórónuveiran, svínaflensan og fuglaflensan eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í dýraafurðaiðnaði. Vísindamenn hafa varað við því í áratugi að eftir því sem við göngum meira á vistkerfi jarðar og röskum náttúrulegu dýralífi eins og við erum að gera með hagnaðardrifinni verksmiðjuframleiðslu þá munu koma upp skæðari veirur sem erfiðara er að halda í skefjum, eins og kórónuveiran nú sýnir. Í ljósi þessarrar vitneskju er í raun sturlað að ríkisstjórn Íslands leggi enn svo mikla áherslu á kjöt- og mjólkuriðnað og litla áherslu á grænmetisrækt og plöntufæði. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á nýsköpun og stuðning við grænmetisbændur og aðra framleiðslu úr plönturíkinu og einkennilegt að ekki einu sinni núna þegar kemur að aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar þá eru þær litlu 500 milljónir sem á að verja í “nýsköpun í matvælaiðnaði” ekki einu sinni eyrnamerktar framleiðslu á plöntufæði? Ef kórónuveiran opnar ekki augu fólks fyrir þessu vandamáli hvað þarf þá til þess? 80% af grænmeti og ávöxtum sem við neytum á Íslandi er innflutt og ef innflutningsleiðir lokast vegna þessa fordæmalausa ástands þá er fæðuöryggi okkar ekki tryggt. Og nú þegar má greina skort. Ríkisstjórn Íslands ber að tryggja fæðuöryggi okkar en aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar minnist ekki á það einu orði og þessar 500 milljónir sem á að verja í „matvælasjóð” er eins og dropi í hafið. Við hjá Samtökum grænkera viljum hvetja ríkisstjórn Íslands til að stuðla að fæðuöryggi landsmanna og leggja verulega í styrki til nýsköpunar og framleiðslu á grænmeti og plöntufæði. Líf okkar liggur við! Höfundur er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Umhverfismál Dýr Landbúnaður Valgerður Árnadóttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nýjustu tölur herma að útbreiðsla Kórónuveirunnar er 75% meiri meðal sláturhúsa- og kjötpökkunar starfsfólks í Bandaríkjunum. Nú þegar hefur þurft að loka um 15 risa-sláturhúsum í BNA vegna smita sem rekja má til óþrifnaðar og óviðunandi öryggisráðstafanna og hefur kórónaveiran breiðst út hraðar í þeim en í nokkrum öðrum starfsstéttum. Í Bandaríkjunum eins og víðast í hinum vestræna heimi þá eru það aðallega erlendir farandverkamenn og innflytjendur sem starfa í kjötiðnaði og í áratugi hafa verið uppi viðvaranir að öryggi þeirra sé ekki gætt á vinnustöðum. Starfsfólk segir að það hafi ekki aðstöðu til að sinna grundvallarhreinlæti eins og að þvo hendur og halda fjarlægð, að álagið sé svo mikið að þau komast ekki á salernið og nú þegar hefur þurft að loka fjölmörgum sláturhúsum. Eitt af þeim sem var lokað ber ábyrgð á framleiðslu á 4-5% af svínakjöti sem framleitt er í BNA og nú þegar hefur sláturtíðni minnkað um 22% á nautgripum og 6% á svínum vegna veikinda starfsfólks og lokanna sláturhúsa. En 98% af nautakjöti framleitt í BNA er til að mynda frá 50 risa-sláturhúsum sem mörg hver eiga undir högg að sækja vegna kórónuveirunnar. Matvælafræðingar segja að kjötiðnaður sé veikasti hlekkurinn í fæðuhringnum, viðkvæmur fyrir hvers kyns sýkingum og veirum og hvetja til að aukin áhersla verði lögð á framleiðslu plöntufæðis til að viðhalda fæðuöryggi fólks. Nú kunna margir að spyrja sig, hvað kemur það okkur við hvað gerist í Bandaríkjunum? Hér á Íslandi er þetta miklu betra..en er það svo? Á Íslandi eru einnig farandverkamenn og erlendir starfmenn sem halda uppi kjötframleiðslunni, þetta fólk kemur sjaldnast í fréttum, fáir láta sig mál þeirra varða og víða býr þetta fólk í “verbúðum” og vinnur sleitulaust. Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga hafa nú þegar varpað fram áhyggjum sínum af mönnun á sláturtíð í haust en samkvæmt þeim eru 80% starfsmanna af erlendu bergi brotin og óljóst hvort hægt verði að flytja inn starfsfólk til að slátra í haust. Hér eins og annars staðar koma reglulega upp tilfelli hættulegra sýkinga, eins og camphylóbaktería, salmónellusýkinga og nóróveira sem eru lífshættulegar eldra og viðkvæmu fólki og nú síðast greindist bótulismi hjá einstaklingi sem át súrsaða blóðmör, en sú baktería getur valdið lömun og dauða. Kórónuveiran, svínaflensan og fuglaflensan eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í dýraafurðaiðnaði. Vísindamenn hafa varað við því í áratugi að eftir því sem við göngum meira á vistkerfi jarðar og röskum náttúrulegu dýralífi eins og við erum að gera með hagnaðardrifinni verksmiðjuframleiðslu þá munu koma upp skæðari veirur sem erfiðara er að halda í skefjum, eins og kórónuveiran nú sýnir. Í ljósi þessarrar vitneskju er í raun sturlað að ríkisstjórn Íslands leggi enn svo mikla áherslu á kjöt- og mjólkuriðnað og litla áherslu á grænmetisrækt og plöntufæði. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á nýsköpun og stuðning við grænmetisbændur og aðra framleiðslu úr plönturíkinu og einkennilegt að ekki einu sinni núna þegar kemur að aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar þá eru þær litlu 500 milljónir sem á að verja í “nýsköpun í matvælaiðnaði” ekki einu sinni eyrnamerktar framleiðslu á plöntufæði? Ef kórónuveiran opnar ekki augu fólks fyrir þessu vandamáli hvað þarf þá til þess? 80% af grænmeti og ávöxtum sem við neytum á Íslandi er innflutt og ef innflutningsleiðir lokast vegna þessa fordæmalausa ástands þá er fæðuöryggi okkar ekki tryggt. Og nú þegar má greina skort. Ríkisstjórn Íslands ber að tryggja fæðuöryggi okkar en aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar minnist ekki á það einu orði og þessar 500 milljónir sem á að verja í „matvælasjóð” er eins og dropi í hafið. Við hjá Samtökum grænkera viljum hvetja ríkisstjórn Íslands til að stuðla að fæðuöryggi landsmanna og leggja verulega í styrki til nýsköpunar og framleiðslu á grænmeti og plöntufæði. Líf okkar liggur við! Höfundur er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun