Krafa um sanngjarnari vinnumarkað og réttlátari heim Drífa Snædal skrifar 24. apríl 2020 14:00 Vikan hefur einkum verið nýtt í að bregðast við tillögum stjórnvalda og hafa áhrif á hvernig frumvörpin fara í gegnum þingið og að vinna stefnumótun til framtíðar. Til að veita okkur innblástur í þá vinnu buðum við upp á netfundi með heimsklassa fyrirlesurum sem hugsa í stærsta mögulega samhenginu. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri alþjóða verkalýðshreyfingarinnar (ITUC), og John Evans fyrrum fulltrúi vinnandi fólks í ráðgjöf við OECD og yfirhagfræðingur ITUC riðu á vaðið og fjölluðu um sanngjörn umskipti, hvernig nauðsynlegt sé að verja tekjur til að knýja hagkerfið áfram og hvaða skilyrði eigi að setja fyrir stuðningi við fyrirtæki. Yanis Varoufakis hagfræðingur og fyrrum fjármálaráðherra Grikkja, ræddi meðal annars um hvernig hægt sé að tryggja að arður fyrirtækja fari til fólksins og hann vildi dusta rykið af upprunalegu hlutverki Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem var að vinna fyrir fólk en ekki fjármagn. Adam Tooze, prófessor í sagnfræði við Columbia háskóla, fjallaði svo um þróun alþjóðlega efnahagskerfisins og þróun seðlabanka sem nú dæla fjármagni út í hagkerfin til að halda þeim gangandi. Rauði þráðurinn í þessum erindum var að hagkerfi heimsins mun taka miklum breytingum í kjölfar kreppunnar og enduruppbyggingin verði að felast í sjálfbærni, jafnrétti og jöfnuði og réttlátri skiptingu gæðanna. Ferðir á milli landa og heimshluta munu taka breytingum, virðiskeðjur þurfa að vera styttri, framleiðsla matvæla tryggð og vinda þarf hressilega ofan af þeirri þróun misskiptingar sem hefur fengið að þrífast í skjóli núverandi efnahagskerfis. Fjármálaöflin munu reyna að nýta þessa kreppu til að skara eld að eigin köku í gegnum samþjöppun eigna og auðs. Hreyfing vinnandi fólks verður því að vera tilbúin með sínar kröfur um sanngjarnari vinnumarkað og réttlátari heim. Sú vinna er hafin hjá ASÍ í sterku alþjóðlegu samstarfi. Góða helgi, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Vikan hefur einkum verið nýtt í að bregðast við tillögum stjórnvalda og hafa áhrif á hvernig frumvörpin fara í gegnum þingið og að vinna stefnumótun til framtíðar. Til að veita okkur innblástur í þá vinnu buðum við upp á netfundi með heimsklassa fyrirlesurum sem hugsa í stærsta mögulega samhenginu. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri alþjóða verkalýðshreyfingarinnar (ITUC), og John Evans fyrrum fulltrúi vinnandi fólks í ráðgjöf við OECD og yfirhagfræðingur ITUC riðu á vaðið og fjölluðu um sanngjörn umskipti, hvernig nauðsynlegt sé að verja tekjur til að knýja hagkerfið áfram og hvaða skilyrði eigi að setja fyrir stuðningi við fyrirtæki. Yanis Varoufakis hagfræðingur og fyrrum fjármálaráðherra Grikkja, ræddi meðal annars um hvernig hægt sé að tryggja að arður fyrirtækja fari til fólksins og hann vildi dusta rykið af upprunalegu hlutverki Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem var að vinna fyrir fólk en ekki fjármagn. Adam Tooze, prófessor í sagnfræði við Columbia háskóla, fjallaði svo um þróun alþjóðlega efnahagskerfisins og þróun seðlabanka sem nú dæla fjármagni út í hagkerfin til að halda þeim gangandi. Rauði þráðurinn í þessum erindum var að hagkerfi heimsins mun taka miklum breytingum í kjölfar kreppunnar og enduruppbyggingin verði að felast í sjálfbærni, jafnrétti og jöfnuði og réttlátri skiptingu gæðanna. Ferðir á milli landa og heimshluta munu taka breytingum, virðiskeðjur þurfa að vera styttri, framleiðsla matvæla tryggð og vinda þarf hressilega ofan af þeirri þróun misskiptingar sem hefur fengið að þrífast í skjóli núverandi efnahagskerfis. Fjármálaöflin munu reyna að nýta þessa kreppu til að skara eld að eigin köku í gegnum samþjöppun eigna og auðs. Hreyfing vinnandi fólks verður því að vera tilbúin með sínar kröfur um sanngjarnari vinnumarkað og réttlátari heim. Sú vinna er hafin hjá ASÍ í sterku alþjóðlegu samstarfi. Góða helgi, Drífa
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun