Lagði til að rúmum milljarði yrði varið í framkvæmdir við höfnina í Helguvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2020 13:21 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kveðst mjög meðvitaður um áhuga sveitarstjórnarmanna og þingmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. Tillagan hafi hljóðað upp á að 235 milljónum króna yrði varið í framkvæmdirnar á ári á fimm ára tímabili, frá 2021 til 2025, eða samtals rúmum milljarði króna. Tillagan fór hins vegar ekki í gegn þannig að á meðan svo er hafa ekki átt sér stað neinar formlegar viðræður af hálfu utanríkisráðherra, hvorki við innlenda aðila né Atlantshafsbandalagið. „En ég er mjög meðvitaður um áhuga þingmanna og sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík,“ segir Guðlaugur Þór. Fyrr í vikunni voru sagðar fréttir af áhuga sveitarstjórnarfólks í Reykjanesbæ og Reykjaneshafna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík yrði þannig að þar verði hægt að taka á móti herskipum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Mikið atvinnuleysi er nú á Suðurnesjum vegna kórónuveirunnar þar sem höggið sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir vegna faraldursins er ekki hvað síst mikið í þessum landshluta. Komið hefur fram að stjórn Reykjaneshafnar, Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, sem og Ásmundur Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, séu sammála um að uppbygging í Helguvík hefði mikilvæg efnahagsleg áhrif á svæðinu. Stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri fyrir Reykjanesbæ Guðlaugur segir að gert sé ráð fyrir að þær viðhaldsframkvæmdir sem nú séu á áætlun stjórnvalda vegna varnarmannvirkja Atlantshafsbandalagsins geti skapað allt að 300 störf á næsta ári. Það segi sig hins vegar sjálft að stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri, vissulega fyrir landið allt, en kannski helst fyrir Reykjanesbæ. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni að framkvæmdir af þessum toga í Helguvík þyrftu að fá ítarlegri og formlegri umræðu áður en nokkuð yrði aðhafst enda væri hernaðarleg uppbygging á hafnarsvæðum á Íslandi alvarlegt. Utanríkisráðherra bendir á höfnin í Helguvík sé til staðar og að hún sé byggð af Atlantshafsbandalaginu. Um varnarmannvirki sé því að ræða en það nýtist í borgaralegum tilgangi og sé á forræði utanríkisráðuneytisins líkt og önnur varnarmannvirki hér á landi, til að mynda ratsjárstöðvar. Guðlaugur Þór segir þó að aldrei yrði farið í neina uppbyggingu við höfnina í Helguvík nema kynna það fyrst í viðkomandi þingnefndum. „Það er hins vegar svo að á meðan ríkisstjórnin hefur ekki tekið neina ákvörðun um málið þá nær það ekkert lengra,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að uppbygging og stækkun hafnarinnar í Helguvík myndi meðal annars þýða það að stærri olíuskip kæmust til hafnar við landið sem er umhverfisvænna en að taka á móti mörgum minni skipum. Þá yrði meira um að herskip færu inn til hafnar í Helguvík, þar af leiðandi yrði minna af þeim á móti í höfninni í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjanesbær Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. Tillagan hafi hljóðað upp á að 235 milljónum króna yrði varið í framkvæmdirnar á ári á fimm ára tímabili, frá 2021 til 2025, eða samtals rúmum milljarði króna. Tillagan fór hins vegar ekki í gegn þannig að á meðan svo er hafa ekki átt sér stað neinar formlegar viðræður af hálfu utanríkisráðherra, hvorki við innlenda aðila né Atlantshafsbandalagið. „En ég er mjög meðvitaður um áhuga þingmanna og sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík,“ segir Guðlaugur Þór. Fyrr í vikunni voru sagðar fréttir af áhuga sveitarstjórnarfólks í Reykjanesbæ og Reykjaneshafna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík yrði þannig að þar verði hægt að taka á móti herskipum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Mikið atvinnuleysi er nú á Suðurnesjum vegna kórónuveirunnar þar sem höggið sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir vegna faraldursins er ekki hvað síst mikið í þessum landshluta. Komið hefur fram að stjórn Reykjaneshafnar, Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, sem og Ásmundur Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, séu sammála um að uppbygging í Helguvík hefði mikilvæg efnahagsleg áhrif á svæðinu. Stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri fyrir Reykjanesbæ Guðlaugur segir að gert sé ráð fyrir að þær viðhaldsframkvæmdir sem nú séu á áætlun stjórnvalda vegna varnarmannvirkja Atlantshafsbandalagsins geti skapað allt að 300 störf á næsta ári. Það segi sig hins vegar sjálft að stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri, vissulega fyrir landið allt, en kannski helst fyrir Reykjanesbæ. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni að framkvæmdir af þessum toga í Helguvík þyrftu að fá ítarlegri og formlegri umræðu áður en nokkuð yrði aðhafst enda væri hernaðarleg uppbygging á hafnarsvæðum á Íslandi alvarlegt. Utanríkisráðherra bendir á höfnin í Helguvík sé til staðar og að hún sé byggð af Atlantshafsbandalaginu. Um varnarmannvirki sé því að ræða en það nýtist í borgaralegum tilgangi og sé á forræði utanríkisráðuneytisins líkt og önnur varnarmannvirki hér á landi, til að mynda ratsjárstöðvar. Guðlaugur Þór segir þó að aldrei yrði farið í neina uppbyggingu við höfnina í Helguvík nema kynna það fyrst í viðkomandi þingnefndum. „Það er hins vegar svo að á meðan ríkisstjórnin hefur ekki tekið neina ákvörðun um málið þá nær það ekkert lengra,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að uppbygging og stækkun hafnarinnar í Helguvík myndi meðal annars þýða það að stærri olíuskip kæmust til hafnar við landið sem er umhverfisvænna en að taka á móti mörgum minni skipum. Þá yrði meira um að herskip færu inn til hafnar í Helguvík, þar af leiðandi yrði minna af þeim á móti í höfninni í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjanesbær Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira