Lagði til að rúmum milljarði yrði varið í framkvæmdir við höfnina í Helguvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2020 13:21 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kveðst mjög meðvitaður um áhuga sveitarstjórnarmanna og þingmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. Tillagan hafi hljóðað upp á að 235 milljónum króna yrði varið í framkvæmdirnar á ári á fimm ára tímabili, frá 2021 til 2025, eða samtals rúmum milljarði króna. Tillagan fór hins vegar ekki í gegn þannig að á meðan svo er hafa ekki átt sér stað neinar formlegar viðræður af hálfu utanríkisráðherra, hvorki við innlenda aðila né Atlantshafsbandalagið. „En ég er mjög meðvitaður um áhuga þingmanna og sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík,“ segir Guðlaugur Þór. Fyrr í vikunni voru sagðar fréttir af áhuga sveitarstjórnarfólks í Reykjanesbæ og Reykjaneshafna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík yrði þannig að þar verði hægt að taka á móti herskipum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Mikið atvinnuleysi er nú á Suðurnesjum vegna kórónuveirunnar þar sem höggið sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir vegna faraldursins er ekki hvað síst mikið í þessum landshluta. Komið hefur fram að stjórn Reykjaneshafnar, Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, sem og Ásmundur Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, séu sammála um að uppbygging í Helguvík hefði mikilvæg efnahagsleg áhrif á svæðinu. Stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri fyrir Reykjanesbæ Guðlaugur segir að gert sé ráð fyrir að þær viðhaldsframkvæmdir sem nú séu á áætlun stjórnvalda vegna varnarmannvirkja Atlantshafsbandalagsins geti skapað allt að 300 störf á næsta ári. Það segi sig hins vegar sjálft að stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri, vissulega fyrir landið allt, en kannski helst fyrir Reykjanesbæ. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni að framkvæmdir af þessum toga í Helguvík þyrftu að fá ítarlegri og formlegri umræðu áður en nokkuð yrði aðhafst enda væri hernaðarleg uppbygging á hafnarsvæðum á Íslandi alvarlegt. Utanríkisráðherra bendir á höfnin í Helguvík sé til staðar og að hún sé byggð af Atlantshafsbandalaginu. Um varnarmannvirki sé því að ræða en það nýtist í borgaralegum tilgangi og sé á forræði utanríkisráðuneytisins líkt og önnur varnarmannvirki hér á landi, til að mynda ratsjárstöðvar. Guðlaugur Þór segir þó að aldrei yrði farið í neina uppbyggingu við höfnina í Helguvík nema kynna það fyrst í viðkomandi þingnefndum. „Það er hins vegar svo að á meðan ríkisstjórnin hefur ekki tekið neina ákvörðun um málið þá nær það ekkert lengra,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að uppbygging og stækkun hafnarinnar í Helguvík myndi meðal annars þýða það að stærri olíuskip kæmust til hafnar við landið sem er umhverfisvænna en að taka á móti mörgum minni skipum. Þá yrði meira um að herskip færu inn til hafnar í Helguvík, þar af leiðandi yrði minna af þeim á móti í höfninni í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjanesbær Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. Tillagan hafi hljóðað upp á að 235 milljónum króna yrði varið í framkvæmdirnar á ári á fimm ára tímabili, frá 2021 til 2025, eða samtals rúmum milljarði króna. Tillagan fór hins vegar ekki í gegn þannig að á meðan svo er hafa ekki átt sér stað neinar formlegar viðræður af hálfu utanríkisráðherra, hvorki við innlenda aðila né Atlantshafsbandalagið. „En ég er mjög meðvitaður um áhuga þingmanna og sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík,“ segir Guðlaugur Þór. Fyrr í vikunni voru sagðar fréttir af áhuga sveitarstjórnarfólks í Reykjanesbæ og Reykjaneshafna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík yrði þannig að þar verði hægt að taka á móti herskipum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Mikið atvinnuleysi er nú á Suðurnesjum vegna kórónuveirunnar þar sem höggið sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir vegna faraldursins er ekki hvað síst mikið í þessum landshluta. Komið hefur fram að stjórn Reykjaneshafnar, Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, sem og Ásmundur Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, séu sammála um að uppbygging í Helguvík hefði mikilvæg efnahagsleg áhrif á svæðinu. Stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri fyrir Reykjanesbæ Guðlaugur segir að gert sé ráð fyrir að þær viðhaldsframkvæmdir sem nú séu á áætlun stjórnvalda vegna varnarmannvirkja Atlantshafsbandalagsins geti skapað allt að 300 störf á næsta ári. Það segi sig hins vegar sjálft að stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri, vissulega fyrir landið allt, en kannski helst fyrir Reykjanesbæ. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni að framkvæmdir af þessum toga í Helguvík þyrftu að fá ítarlegri og formlegri umræðu áður en nokkuð yrði aðhafst enda væri hernaðarleg uppbygging á hafnarsvæðum á Íslandi alvarlegt. Utanríkisráðherra bendir á höfnin í Helguvík sé til staðar og að hún sé byggð af Atlantshafsbandalaginu. Um varnarmannvirki sé því að ræða en það nýtist í borgaralegum tilgangi og sé á forræði utanríkisráðuneytisins líkt og önnur varnarmannvirki hér á landi, til að mynda ratsjárstöðvar. Guðlaugur Þór segir þó að aldrei yrði farið í neina uppbyggingu við höfnina í Helguvík nema kynna það fyrst í viðkomandi þingnefndum. „Það er hins vegar svo að á meðan ríkisstjórnin hefur ekki tekið neina ákvörðun um málið þá nær það ekkert lengra,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að uppbygging og stækkun hafnarinnar í Helguvík myndi meðal annars þýða það að stærri olíuskip kæmust til hafnar við landið sem er umhverfisvænna en að taka á móti mörgum minni skipum. Þá yrði meira um að herskip færu inn til hafnar í Helguvík, þar af leiðandi yrði minna af þeim á móti í höfninni í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjanesbær Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira