Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. apríl 2020 13:00 Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius Mynd/Melina Rathjen Tónlistarmaðurinn Myrkvi sendi í dag frá sér sitt annað lag og nefnist það Skyline. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius en fyrsta lagið hans, Sér um sig, vakti töluverða athygli. Lagið Skyline fjallar um sambandsslit og er af væntanlegri breiðskífu Myrkva sem kemur út síðar á árinu. „Lagið lýsir sambandslokum. Það er frekar rólegt en með ágætis grúvi í viðlögunum. Textinn fjallar um þá togstreitu og eymd sem fylgir því. Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna en hin raunverulegu slit.“ Innblásturinn að laginu kom frá sambandsslitum sem listamaðurinn gekk sjálfur í gegnum. „Hann kom eftir að ég steig niður þessi hálu þrep sjálfur. Það var eftir tiltölulega stutt samband en ég var frekar niðri fyrir og orðinn vel ástsveltur. Tónlistin hefur alltaf verið ákveðið tjáningarform fyrir mig, hvort sem það verður að einhverju sem er gefið út seinna eða ekki. Ég samdi laglínuna og stefið á meðan allt lék í lyndi, svo kom textinn og lagið small saman eftir að allt lék ekki í lynd. Ef til vill var laglínan forspá.“ Magnús viðurkennir að hann hefði alveg verið til í að sleppa við sambandsslitin og frjálsa fallið sem þeim fylgja oft. Lagið hjálpaði þó við að vinna úr sambandsslitunum og tilfinningunum í kringum þau. „En ég er ánægður með hvar og hver ég er í dag. Þetta á sinn part í því svo ég er þakklátur fyrir það. Mynd/Sebastian Madej Lagið Skyline er af væntanlegri plötu Myrkva sem mun bera heitið Reflections. „Hún er hálf einmanaleg ef textinn er tekinn saman en það eru hressari lög inn á milli. Annars vill ég meina að stemningin og lögin sjálf séu frekar létt og ljúf hlustunar.“ Hann braust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann stofnaði indí-rokk hljómsveitina Vio. Skömmu síðar stóð hljómsveitin uppi sem sigurvegari Músíktilrauna og var Magnús valinn besti söngvari keppninnar. Plata þeirra hlaut nokkrar tilnefningar til tónlistarverðlauna. Sem tónlistarmaður er Magnús alltaf að og þykir honum mjög gaman að semja eigin tónlist. „Það er orðinn stór partur af því hver ég er en að gefa lögin út og koma mér á framfæri er annar handleggur. Ég er að reyna að bæta mig í því. Ég vona að einhverjir hafi gaman af laginu.“ Menning Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Myrkvi sendi í dag frá sér sitt annað lag og nefnist það Skyline. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius en fyrsta lagið hans, Sér um sig, vakti töluverða athygli. Lagið Skyline fjallar um sambandsslit og er af væntanlegri breiðskífu Myrkva sem kemur út síðar á árinu. „Lagið lýsir sambandslokum. Það er frekar rólegt en með ágætis grúvi í viðlögunum. Textinn fjallar um þá togstreitu og eymd sem fylgir því. Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna en hin raunverulegu slit.“ Innblásturinn að laginu kom frá sambandsslitum sem listamaðurinn gekk sjálfur í gegnum. „Hann kom eftir að ég steig niður þessi hálu þrep sjálfur. Það var eftir tiltölulega stutt samband en ég var frekar niðri fyrir og orðinn vel ástsveltur. Tónlistin hefur alltaf verið ákveðið tjáningarform fyrir mig, hvort sem það verður að einhverju sem er gefið út seinna eða ekki. Ég samdi laglínuna og stefið á meðan allt lék í lyndi, svo kom textinn og lagið small saman eftir að allt lék ekki í lynd. Ef til vill var laglínan forspá.“ Magnús viðurkennir að hann hefði alveg verið til í að sleppa við sambandsslitin og frjálsa fallið sem þeim fylgja oft. Lagið hjálpaði þó við að vinna úr sambandsslitunum og tilfinningunum í kringum þau. „En ég er ánægður með hvar og hver ég er í dag. Þetta á sinn part í því svo ég er þakklátur fyrir það. Mynd/Sebastian Madej Lagið Skyline er af væntanlegri plötu Myrkva sem mun bera heitið Reflections. „Hún er hálf einmanaleg ef textinn er tekinn saman en það eru hressari lög inn á milli. Annars vill ég meina að stemningin og lögin sjálf séu frekar létt og ljúf hlustunar.“ Hann braust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann stofnaði indí-rokk hljómsveitina Vio. Skömmu síðar stóð hljómsveitin uppi sem sigurvegari Músíktilrauna og var Magnús valinn besti söngvari keppninnar. Plata þeirra hlaut nokkrar tilnefningar til tónlistarverðlauna. Sem tónlistarmaður er Magnús alltaf að og þykir honum mjög gaman að semja eigin tónlist. „Það er orðinn stór partur af því hver ég er en að gefa lögin út og koma mér á framfæri er annar handleggur. Ég er að reyna að bæta mig í því. Ég vona að einhverjir hafi gaman af laginu.“
Menning Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira