Hætti í fótbolta og varð Íslandsmeistari í pílukasti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 12:55 Matthías er Íslandsmeistari í pílukasti. Matthías Örn Friðriksson er einn af keppendum á boðsmóti Stöðvar 2 Sports í pílukasti sem verður sýnt í kvöld og annað kvöld. Flest íþróttaáhugafólk þekkir Matthías eflaust frekar sem fótboltamann. Hann lék með Þór á Akureyri og Grindavík, alls 204 leiki í tveimur efstu deildunum. En eftir að skórnir fóru á hilluna eftir tímabilið 2018 hefur pílukastið átt hug hans allan. Matthías er nýkrýndur Íslandsmeistari í 501, í stjórn íslenska pílukastsambandsins og driffjöður í starfi Pílufélags Grindavíkur. Hann segir að fyrrverandi samherji sinn hjá Grindavík hafi kveikt áhugann á pílukasti. Matthías í leik gegn Keflavík 2016.mynd/facebook-síða grindavíkur „Scott Ramsey kynnti mig fyrir pílunni þegar ég kom fyrst til Grindavíkur 2010. Ég byrjaði ekki að kasta af neinu viti fyrr en 2012. Ég kastaði bara með boltanum sem var í fyrsta sæti,“ sagði Matthías um fyrstu skrefin í pílukastinu. Skórnir á hilluna Hann segir að nokkrir þættir hafi orðið til þess að hann ákvað að hætta í fótbolta. „Við konan mín eignuðust okkar fyrsta barn sem við misstum fimm daga gamalt í janúar 2018. Það hafði gríðarlega mikil á mann. Maður fór að hugsa hlutina allt öðruvísi og hvað skiptir máli,“ sagði Matthías en hann og kona hans eignuðust annað barn í apríl í fyrra. „Svo fékk ég höfuðhögg í leik og var svolítið lengi að jafna mig á því. Og ég er ekki enn hundrað prósent laus við það. Svo var maður orðinn 31-32 ára og ég ákvað að þetta væri bara komið nóg. Það var skrítið að koma heim og hafa allan þennan tíma fyrir sjálfan sig. Það lá beint við að fara í píluna því maður var búinn að vera að kasta með boltanum. Maður byrjaði að keppa, varð betri og langaði að vera enn betri.“ Og það tókst. Eins og áður sagði er Matthías Íslandsmeistari í 501. Hann tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í byrjun mars eftir mikinn taugatrekking. Matthías varð Íslandsmeistari í mars síðastliðnum. Allt byrjaði að hristast „Ég spilaði við Vitor Charrua í úrslitaleiknum. Ég get alveg sagt að það var mikið stress. Ég spilaði allt í lagi og þetta var fram og til baka leikur. En þegar ég átti möguleika að vinna byrjaði maður að titra,“ sagði Matthías. „Þetta var fyndin tilfinning, svona eins og þegar maður tekur fyrst þátt í móti. Þetta er allt svo nýtt. Maður heldur á pílunni og allt byrjar að hristast. Stressið er svo mikið en sem betur fer fór pílan á réttan stað.“ Matthías hefur einnig keppt á mótum erlendis. „Við erum lítill hópur sem hefur reynt fyrir sér erlendis. Við höfum keppt á skandinavískri mótaröð sem PDC [Alþjóða pílukastsambandið] heldur. En því miður hefur það ekki gengið nógu vel. Þeir eru helvíti góðir þarna úti. Gæðin á Íslandi eru á uppleið en það vantar enn svolítið upp á.“ Matthías og Iain Williamson, fyrrverandi samherji hans hjá Grindavík, ásamt Gary Anderson. Hitti hetjuna sína á HM Tveir efstu pílukastararnir á Skandinavíumótaröðinni fá þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem er haldið í Alexandra Palace í London á ári hverju. Undanfarin ár hefur Stöð 2 Sport sýnt frá HM og fjölmargir Íslendingar hafa gert sér ferð út til Ally Pally til að fylgjast með mótinu. Matthías er einn þeirra. „Ég er stofnandi Live Darts Iceland en við streymum beint frá íslensku pílukasti og höfum gert það frá því í maí 2017. Ég hef líka streymt skandinavísku mótaröðinni fyrir þá og þeir buðu mér á HM 2019. Við fengum að vera baksviðs og sjá allt. Við fengum góð sæti og stemmninguna beint í æð. Þetta var ólýsanlegt,“ sagði Matthías. Á HM 2019 hitti hann goðið sitt í pílukastinu, tvöfalda heimsmeistarann frá Skotlandi, Gary Anderson. „Við gistum á sama hóteli og keppendurnir. Minn maður í pílunni er Gary Anderson og hann var sá fyrsti sem rakst á þegar við löbbuðum inn á hótelið. Sá sem er yfir mótaröðinni kynnti okkur og við spjölluðum aðeins við hann. Þetta var ógleymanlegt.“ Frá æfingu hjá Pílufélagi Grindavíkur.mynd/facebook-síða pílufélags grindavíkur Mekka pílunnar á Íslandi Matthías er búsettur í Grindavík þar sem pílukast nýtur mikilla vinsælda. „Það má segja að Grindavík sé mekka pílunnar á Íslandi,“ sagði Matthías og hló. „Það hefur alltaf verið mikill píluáhugi hérna í Grindavík. Í fjögurra manna landsliði Íslands sem tók þátt í fyrra á HM félagsliða voru tveir Grindvíkingar.“ Af átta keppendum á boðsmóti Stöðvar 2 Sports eru fimm frá Grindavík; Matthías, Björn Steinar Brynjólfsson, Pétur Rúðrik Guðmundsson, Alexander Þorvaldsson og Axel Máni Pétursson. „Pílan er gríðarlega vinsæl í Grindavík og ég held að það séu píluspjöld í bílskúrum hjá áttatíu prósent bæjarbúa. Pílufélag Grindavíkur hefur verið í smá lægð því það fannst ekki neitt húsnæði fyrir okkur. En í nýja íþróttahúsinu í Grindavík erum við með flotta aðstöðu, átta píluspjöld. Við vorum nýbyrjaðir með reglubundnar æfingar þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. En við byrjum aftur af fullum krafti þegar við fáum grænt ljós á það,“ sagði Matthías að lokum. Pílukast Þór Akureyri UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Matthías Örn Friðriksson er einn af keppendum á boðsmóti Stöðvar 2 Sports í pílukasti sem verður sýnt í kvöld og annað kvöld. Flest íþróttaáhugafólk þekkir Matthías eflaust frekar sem fótboltamann. Hann lék með Þór á Akureyri og Grindavík, alls 204 leiki í tveimur efstu deildunum. En eftir að skórnir fóru á hilluna eftir tímabilið 2018 hefur pílukastið átt hug hans allan. Matthías er nýkrýndur Íslandsmeistari í 501, í stjórn íslenska pílukastsambandsins og driffjöður í starfi Pílufélags Grindavíkur. Hann segir að fyrrverandi samherji sinn hjá Grindavík hafi kveikt áhugann á pílukasti. Matthías í leik gegn Keflavík 2016.mynd/facebook-síða grindavíkur „Scott Ramsey kynnti mig fyrir pílunni þegar ég kom fyrst til Grindavíkur 2010. Ég byrjaði ekki að kasta af neinu viti fyrr en 2012. Ég kastaði bara með boltanum sem var í fyrsta sæti,“ sagði Matthías um fyrstu skrefin í pílukastinu. Skórnir á hilluna Hann segir að nokkrir þættir hafi orðið til þess að hann ákvað að hætta í fótbolta. „Við konan mín eignuðust okkar fyrsta barn sem við misstum fimm daga gamalt í janúar 2018. Það hafði gríðarlega mikil á mann. Maður fór að hugsa hlutina allt öðruvísi og hvað skiptir máli,“ sagði Matthías en hann og kona hans eignuðust annað barn í apríl í fyrra. „Svo fékk ég höfuðhögg í leik og var svolítið lengi að jafna mig á því. Og ég er ekki enn hundrað prósent laus við það. Svo var maður orðinn 31-32 ára og ég ákvað að þetta væri bara komið nóg. Það var skrítið að koma heim og hafa allan þennan tíma fyrir sjálfan sig. Það lá beint við að fara í píluna því maður var búinn að vera að kasta með boltanum. Maður byrjaði að keppa, varð betri og langaði að vera enn betri.“ Og það tókst. Eins og áður sagði er Matthías Íslandsmeistari í 501. Hann tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í byrjun mars eftir mikinn taugatrekking. Matthías varð Íslandsmeistari í mars síðastliðnum. Allt byrjaði að hristast „Ég spilaði við Vitor Charrua í úrslitaleiknum. Ég get alveg sagt að það var mikið stress. Ég spilaði allt í lagi og þetta var fram og til baka leikur. En þegar ég átti möguleika að vinna byrjaði maður að titra,“ sagði Matthías. „Þetta var fyndin tilfinning, svona eins og þegar maður tekur fyrst þátt í móti. Þetta er allt svo nýtt. Maður heldur á pílunni og allt byrjar að hristast. Stressið er svo mikið en sem betur fer fór pílan á réttan stað.“ Matthías hefur einnig keppt á mótum erlendis. „Við erum lítill hópur sem hefur reynt fyrir sér erlendis. Við höfum keppt á skandinavískri mótaröð sem PDC [Alþjóða pílukastsambandið] heldur. En því miður hefur það ekki gengið nógu vel. Þeir eru helvíti góðir þarna úti. Gæðin á Íslandi eru á uppleið en það vantar enn svolítið upp á.“ Matthías og Iain Williamson, fyrrverandi samherji hans hjá Grindavík, ásamt Gary Anderson. Hitti hetjuna sína á HM Tveir efstu pílukastararnir á Skandinavíumótaröðinni fá þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem er haldið í Alexandra Palace í London á ári hverju. Undanfarin ár hefur Stöð 2 Sport sýnt frá HM og fjölmargir Íslendingar hafa gert sér ferð út til Ally Pally til að fylgjast með mótinu. Matthías er einn þeirra. „Ég er stofnandi Live Darts Iceland en við streymum beint frá íslensku pílukasti og höfum gert það frá því í maí 2017. Ég hef líka streymt skandinavísku mótaröðinni fyrir þá og þeir buðu mér á HM 2019. Við fengum að vera baksviðs og sjá allt. Við fengum góð sæti og stemmninguna beint í æð. Þetta var ólýsanlegt,“ sagði Matthías. Á HM 2019 hitti hann goðið sitt í pílukastinu, tvöfalda heimsmeistarann frá Skotlandi, Gary Anderson. „Við gistum á sama hóteli og keppendurnir. Minn maður í pílunni er Gary Anderson og hann var sá fyrsti sem rakst á þegar við löbbuðum inn á hótelið. Sá sem er yfir mótaröðinni kynnti okkur og við spjölluðum aðeins við hann. Þetta var ógleymanlegt.“ Frá æfingu hjá Pílufélagi Grindavíkur.mynd/facebook-síða pílufélags grindavíkur Mekka pílunnar á Íslandi Matthías er búsettur í Grindavík þar sem pílukast nýtur mikilla vinsælda. „Það má segja að Grindavík sé mekka pílunnar á Íslandi,“ sagði Matthías og hló. „Það hefur alltaf verið mikill píluáhugi hérna í Grindavík. Í fjögurra manna landsliði Íslands sem tók þátt í fyrra á HM félagsliða voru tveir Grindvíkingar.“ Af átta keppendum á boðsmóti Stöðvar 2 Sports eru fimm frá Grindavík; Matthías, Björn Steinar Brynjólfsson, Pétur Rúðrik Guðmundsson, Alexander Þorvaldsson og Axel Máni Pétursson. „Pílan er gríðarlega vinsæl í Grindavík og ég held að það séu píluspjöld í bílskúrum hjá áttatíu prósent bæjarbúa. Pílufélag Grindavíkur hefur verið í smá lægð því það fannst ekki neitt húsnæði fyrir okkur. En í nýja íþróttahúsinu í Grindavík erum við með flotta aðstöðu, átta píluspjöld. Við vorum nýbyrjaðir með reglubundnar æfingar þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. En við byrjum aftur af fullum krafti þegar við fáum grænt ljós á það,“ sagði Matthías að lokum.
Pílukast Þór Akureyri UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð