Maður í annarlegu ástandi ógnaði starfsmanni Nettó í Lágmúla á sunnudagskvöld og þurfti að kalla til lögreglu vegna málsins. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum, staðfestir þetta í svari til Fréttablaðsins.
Maðurinn sagðist vera smitaður af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum og hótaði ítrekað nálægt starfsmanninum. Þá hrækti hann í áttina að honum, gekk á eftir honum og elti hann inn á baksvæði verslunarinnar þar sem hann ógnaði starfsmanninum.
Í svari Gunnar segir starfsfólk ekki hafa orðið fyrir auknu ofbeldi eftir að samkomubannið tók gildi en þjófnaður hafi aukist að undanförnu. Þá séu dæmi um að starfsfólki hafi verið ógnað.