Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 10:35 Höfuðstöðvar Torgs við Hafnartorg. vísir/vilhelm Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Útgáfudagarnir verða því fimm í viku. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. Á vef blaðsins segir að um sé að ræða „hagræðingu í rekstri fjölmiðla Torgs“ og bætir forstjóri félagsins um betur. Fækkun útgáfudaga hafi verið „nauðsynleg hagræðingaraðgerð“ að sögn Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur. Engin önnur breyting verði þó á starfsemi annarra miðla félagsins og að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar samhliða þessum breytingum. Mikið hefur gengið á í rekstri Torgs á undanförnum misserum. Síðasta stóra vendingin var í lok marsmánaðar þegar Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína á kaup Torgs á eignum Frjálsrar fjölmiðlunar sem gaf út DV og samnefndan vef. Frjáls fjölmiðlun réðst í á annan tug uppsagna vegna þessa. Áður hafði Torg runnið saman við Hringbraut sem rekur sjónvarpsstöð og undirvef. Í gögnum Samkeppniseftirlitsins um þann samruna koma fram að Hringbraut hefði farið í þrot ef að viðskiptin hefðu ekki gengið í gegn. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24 Tobba Marinós nýr ritstjóri DV Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær. 31. mars 2020 13:28 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Útgáfudagarnir verða því fimm í viku. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. Á vef blaðsins segir að um sé að ræða „hagræðingu í rekstri fjölmiðla Torgs“ og bætir forstjóri félagsins um betur. Fækkun útgáfudaga hafi verið „nauðsynleg hagræðingaraðgerð“ að sögn Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur. Engin önnur breyting verði þó á starfsemi annarra miðla félagsins og að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar samhliða þessum breytingum. Mikið hefur gengið á í rekstri Torgs á undanförnum misserum. Síðasta stóra vendingin var í lok marsmánaðar þegar Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína á kaup Torgs á eignum Frjálsrar fjölmiðlunar sem gaf út DV og samnefndan vef. Frjáls fjölmiðlun réðst í á annan tug uppsagna vegna þessa. Áður hafði Torg runnið saman við Hringbraut sem rekur sjónvarpsstöð og undirvef. Í gögnum Samkeppniseftirlitsins um þann samruna koma fram að Hringbraut hefði farið í þrot ef að viðskiptin hefðu ekki gengið í gegn. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24 Tobba Marinós nýr ritstjóri DV Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær. 31. mars 2020 13:28 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24
Tobba Marinós nýr ritstjóri DV Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær. 31. mars 2020 13:28