Tiger og Peyton gegn Brady og Mickelson í maí? Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2020 09:00 Frá viðureign félaganna þann 23. nóvember 2018. vísir/getty Heimildarmaður fjölmiðilsins The Action Network segir frá því að í næsta mánuði munu þeir Tiger Woods og Phil Mickelson mætast aftur í „The Match” en þeir mættust í svakalegri golf viðureign í nóvember 2018. Þar voru ansi miklar peningaupphæðir undir en þeir spiluðu einvígi fyrir tæpum tveimur árum þar sem Mickelson vann. Hann tryggði þar sér með meira en sjö milljónir dollara eða næstum því einn milljarð íslenskra króna. Umspil þurfti til síðast en nú hefur flest öllum íþróttum verið frestað vegna kórónuveirunnar. TNT sjónvarpsstöðin sér því leik á borði þar sem íþróttaþyrstum vantar afþreyingu þessa daganna. Það verða þó ekki bara Mickelson og Tiger sem spila í þetta skiptið. BREAKING: Tiger Woods, Phil Mickelson, Tom Brady and Peyton Manning golf match is ON. Will air live on TNT next month https://t.co/iK9N2RWL5Z— Darren Rovell (@darrenrovell) April 22, 2020 Sögusagnir segja að NFL-stjörnurnar Tom Brady og Peyton Manning munu einnig spila. Manning myndi vera í liði með Tiger og Brady og Mickelson myndu spila saman. Það er ljóst að þetta yrði ansi áhugavert en Peyton og Brady eru svipað góðir í golfinu. Peyton er með 6,4 í forgjöf en Brady 8,1. Ekki er búið að ákveða hvaða völlur kæmi til greina eða hvaða dagur en þó segir í fréttinni að 24. maí sé líklegur dagur. Einnig er talið líklegt að spilað verði á Medalist Golf Club í Flórída. Engir áhorfendur yrðu leyfðir en allt golf hefur verið á ís síðan 12. mars. PGA-mótaröðin stefnir þó á að byrja aftur þann 11. júní. Woods hafði verið að glíma við bakmeiðsli en er sagður orðinn góður. Golf NFL Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Heimildarmaður fjölmiðilsins The Action Network segir frá því að í næsta mánuði munu þeir Tiger Woods og Phil Mickelson mætast aftur í „The Match” en þeir mættust í svakalegri golf viðureign í nóvember 2018. Þar voru ansi miklar peningaupphæðir undir en þeir spiluðu einvígi fyrir tæpum tveimur árum þar sem Mickelson vann. Hann tryggði þar sér með meira en sjö milljónir dollara eða næstum því einn milljarð íslenskra króna. Umspil þurfti til síðast en nú hefur flest öllum íþróttum verið frestað vegna kórónuveirunnar. TNT sjónvarpsstöðin sér því leik á borði þar sem íþróttaþyrstum vantar afþreyingu þessa daganna. Það verða þó ekki bara Mickelson og Tiger sem spila í þetta skiptið. BREAKING: Tiger Woods, Phil Mickelson, Tom Brady and Peyton Manning golf match is ON. Will air live on TNT next month https://t.co/iK9N2RWL5Z— Darren Rovell (@darrenrovell) April 22, 2020 Sögusagnir segja að NFL-stjörnurnar Tom Brady og Peyton Manning munu einnig spila. Manning myndi vera í liði með Tiger og Brady og Mickelson myndu spila saman. Það er ljóst að þetta yrði ansi áhugavert en Peyton og Brady eru svipað góðir í golfinu. Peyton er með 6,4 í forgjöf en Brady 8,1. Ekki er búið að ákveða hvaða völlur kæmi til greina eða hvaða dagur en þó segir í fréttinni að 24. maí sé líklegur dagur. Einnig er talið líklegt að spilað verði á Medalist Golf Club í Flórída. Engir áhorfendur yrðu leyfðir en allt golf hefur verið á ís síðan 12. mars. PGA-mótaröðin stefnir þó á að byrja aftur þann 11. júní. Woods hafði verið að glíma við bakmeiðsli en er sagður orðinn góður.
Golf NFL Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira