Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2020 18:25 Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. Icelandair sagði upp 240 starfsmönnum í síðasta mánuði. Starfshlutfall 92 prósent starfsmanna var skert og laun allra sem héldu starfi lækkuð um 20 prósent. Icelandair flýgur aðeins fimm prósent af áætlaðri flugáætlun í dag og algjör óvissa um framtíðina. „Þetta í rauninni snýst um það að við vitum ekki hve lengi þetta ástand sem við erum í mun vara, hvort það verði þrír, sex eða tólf mánuðir. Þar af leiðandi verðum við að bregðast við þessum algjöra tekjubresti með því að skera mjög mikið niður hjá okkur núna en á sama tíma að halda sveigjanleika fyrirtækisins og grunnstarfseminni þannig að við verðum tilbúin ef að eftirspurnin tekur við sér, hvenær sem er sem það gerist. Þannig að við ætlum að halda innviðunum sterkum í gegnum þetta tímabil,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. En hver er þessi grunnstarfsemi Icelandair? „Það er sölustarfsemin, leiðakerfið þarf að vera tilbúið ásamt flugflotanum. Sömuleiðis starfsfólkið aftur. Því miður þurfum við að segja mjög mörgum upp núna en vonumst til að geta ráðið sem flesta aftur þegar eftirspurnin tekur við sér. Það þarf að halda öllu þessu kerfi gangandi svo við getum farið aftur af stað þegar eftirspurnin fer aftur í gang.“ Fjöldi uppsagna verðu mun meiri um komandi mánaðamótin en í síðasta mánuði. Endanleg tala liggur þó ekki fyrir að sögn Boga. Hann segir að verið sé að teikna þessar niðurskurðaraðgerðir upp næstu daga. Í fyrra störfuðu um 5.000 manns hjá fyrirtækinu. Forstjórinn sér þó tækifæri í framtíðinni. „Við höfum fulla trú á því. Icelandair og Ísland mun hafa mjög mörg tækifæri í framtíðinni. Þó hagkerfi heimsins muni kólna og heildarfjöldi ferðamanna í heiminum muni minnka, þá teljum við að Ísland hafi alla burði til að auka markaðshlutdeild sína. Það verði meiri eftirspurn eftir að komast í víðfeðmið á Íslandi heldur en í biðraðir í stórborgum. Við teljum einnig að það verði tækifæri fyrir tengimiðstöðina í Keflavík fyrir Evrópu og Norður Ameríku. Við höfum séð það áður eftir krísur að afkoma Icelandair hefur verið sterk eftir slíkt og félagið hefur gripið þau tækifæri sem hafa komið.“ Icelandair mun því ná fyrri styrk aftur? „Ég er algjörlega sannfærður um það og það ætlum við að gera.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. Icelandair sagði upp 240 starfsmönnum í síðasta mánuði. Starfshlutfall 92 prósent starfsmanna var skert og laun allra sem héldu starfi lækkuð um 20 prósent. Icelandair flýgur aðeins fimm prósent af áætlaðri flugáætlun í dag og algjör óvissa um framtíðina. „Þetta í rauninni snýst um það að við vitum ekki hve lengi þetta ástand sem við erum í mun vara, hvort það verði þrír, sex eða tólf mánuðir. Þar af leiðandi verðum við að bregðast við þessum algjöra tekjubresti með því að skera mjög mikið niður hjá okkur núna en á sama tíma að halda sveigjanleika fyrirtækisins og grunnstarfseminni þannig að við verðum tilbúin ef að eftirspurnin tekur við sér, hvenær sem er sem það gerist. Þannig að við ætlum að halda innviðunum sterkum í gegnum þetta tímabil,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. En hver er þessi grunnstarfsemi Icelandair? „Það er sölustarfsemin, leiðakerfið þarf að vera tilbúið ásamt flugflotanum. Sömuleiðis starfsfólkið aftur. Því miður þurfum við að segja mjög mörgum upp núna en vonumst til að geta ráðið sem flesta aftur þegar eftirspurnin tekur við sér. Það þarf að halda öllu þessu kerfi gangandi svo við getum farið aftur af stað þegar eftirspurnin fer aftur í gang.“ Fjöldi uppsagna verðu mun meiri um komandi mánaðamótin en í síðasta mánuði. Endanleg tala liggur þó ekki fyrir að sögn Boga. Hann segir að verið sé að teikna þessar niðurskurðaraðgerðir upp næstu daga. Í fyrra störfuðu um 5.000 manns hjá fyrirtækinu. Forstjórinn sér þó tækifæri í framtíðinni. „Við höfum fulla trú á því. Icelandair og Ísland mun hafa mjög mörg tækifæri í framtíðinni. Þó hagkerfi heimsins muni kólna og heildarfjöldi ferðamanna í heiminum muni minnka, þá teljum við að Ísland hafi alla burði til að auka markaðshlutdeild sína. Það verði meiri eftirspurn eftir að komast í víðfeðmið á Íslandi heldur en í biðraðir í stórborgum. Við teljum einnig að það verði tækifæri fyrir tengimiðstöðina í Keflavík fyrir Evrópu og Norður Ameríku. Við höfum séð það áður eftir krísur að afkoma Icelandair hefur verið sterk eftir slíkt og félagið hefur gripið þau tækifæri sem hafa komið.“ Icelandair mun því ná fyrri styrk aftur? „Ég er algjörlega sannfærður um það og það ætlum við að gera.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira