Smitrakningaröpp og persónuvernd Lena Mjöll Markusardóttir skrifar 22. apríl 2020 16:43 Eitt af því sem hefur reynst árangursrík aðferð til að berjast gegn COVID-19 faraldrinum eru svokölluð smitrakningaröpp. Slík öpp geta eðli máls samkvæmt falið í sér söfnun og notkun persónuupplýsinga. Þann 19. mars sl. tilkynnti Evrópska persónuverndarráðið að persónuverndarreglur á borð við almennu persónuverndarreglugerð ESB girði ekki fyrir að ráðist sé í slíkar aðgerðir, enda sé það sameiginlegt markmið heimsbyggðarinnar um þessar mundir að stemma stigu við faraldrinum. Engu að síður þurfi á sama tíma að tryggja vernd þeirra persónuupplýsinga sem er safnað í tengslum við slíkar aðgerðir. Í tilkynningunni er lögð áhersla á að við val á aðgerðum skuli ekki ganga lengra en nauðsynlegt er og að valin sé leið sem veldur minnstri mögulegri röskun á persónuvernd einstaklinga. Rakning C-19 Á dögunum var kynnt til sögunnar nýtt íslenskt smitrakningarapp, Rakning C-19, sem hátt í 140 þúsund Íslendinga hefur þegar sótt í farsímann. Niðurhal og notkun íslenska appsins er valfrjáls, sem er í samræmi við áherslur Evrópska persónuverndarráðsins. Appið á að auðvelda smituðum einstaklingum að rekja ferðir sínar með hjálp staðsetningargagna og þar með hugsanlega auðkenna hvaðan smitið kom og hverja einstaklingurinn hefur hugsanlega getað smitað áfram. Smitrakningarteymi almannavarna fær aðgang að persónuupplýsingum úr appinu ef ástæða er til, að fengnu samþykki notenda. Fram hefur komið að í appinu felist ekki rauntímaeftirlit auk þess sem hægt er að slökkva á rakningu ferða í appinu hvenær sem er. Þá hefur verið gefið út að upplýsingar um ferðir fólks eyðast sjálfkrafa eftir 14 daga. Tekið hefur verið fram að ekki sé leyfilegt að nota upplýsingar úr appinu í öðrum tilgangi en að greina hugsanlegar smitleiðir COVID-19 sjúkdómsins. Öll ósamrýmanleg notkun upplýsinganna af hálfu Landlæknisembættisins, Almannavarna eða annarra sem fá upplýsingarnar í hendur væri þar með óheimil, nema hugsanlega ef fyrir lægi ótvírætt samþykki viðkomandi einstaklings eða ótvíræð lagaheimild. Eins og er virðist þó engin önnur notkun fyrirhuguð. Öpp víða um veröld notuð til að rekja smit Víða í heiminum hafa smitrakningaröpp skotið upp kollinum að undanförnu, en þau eru ekki öll jafn persónuverndarmiðuð og Rakning C-19, að minnsta kosti ekki á evrópskan mælikvarða. Evrópsk persónuverndarlöggjöf er ein sú strangasta sem þekkist í heiminum og vera kann að í öðrum heimshlutum sé persónuvernd ekki höfð í eins miklum hávegum og hér. Á sumum svæðum í Kína er til að mynda að sögn erlendra fjölmiðla skylt að hlaða niður smitrakningarappi og hafa stjórnvöld aðgang að persónugreinanlegum upplýsingunum úr appinu, þar með talið staðsetningargögnum, óháð samþykki eða vilja einstaklinganna. Dæmi eru um kínversk öpp sem úthluta fólki QR kóða í grænum, gulum eða rauðum lit eftir því hversu líklegur viðkomandi er til að smita aðra. Fólk getur þurft að sýna QR kóðann og í kjölfarið verið meinaður aðgangur að tilteknum svæðum, s.s. lestarstöðvum ef það er ekki „grænt“. Notkun slíks apps getur þannig haft neikvæðar afleiðingar fyrir notandann. Öpp sem þessi myndu að öllum líkindum vera í andstöðu við evrópskar persónuverndarreglur og reglur um persónuvernd í fjarskiptum. Í Suður-Kóreu hefur verið þróað app þar sem notendur geta séð tilteknar upplýsingar um smitaða einstaklinga sem staddir eru innan við 100 metra frá þeim, s.s. hvenær þeir smituðust, aldur, þjóðerni og kyn. Þrátt fyrir að ekki sé gefið upp nafn þess smitaða hefur verið bent á að framangreindar upplýsingar geta í sumum tilvikum líklega dugað til að auðkenna viðkomandi. Í Taívan og Suður-Kóreu eru staðsetningargögn farsíma notuð af yfirvöldum til að hafa samband við fólk sem yfirgefur „leyfilegt svæði“ á meðan það er í sóttkví. Önnur lönd lofa meiri persónuvernd þegar kemur að smitrakningaröppum. Í Singapúr, sem á tímabili þótti ná góðum árangri í baráttunni við faraldurinn, hefur verið þróað app sem notast við bluetooth-tækni til að rekja smit. Það skal þó ósagt látið hversu stóran þátt appið hefur átt í árangri landsins í baráttunni við faraldurinn. Í Þýskalandi er nú unnið að því koma á fót sambærilegu appi og í Singapúr. Þessi öpp, ólíkt mörgum öðrum slíkum öppum, notast ekki við staðsetningargögn heldur eiga aðeins að greina hvaða einstaklingar hafa komist í nálægð hver við annan og í hve langan tíma með hjálp bluetooth-tækninnar. Þannig er hægt að greina hvort líkur séu á smiti. Til að auka nákvæmni upplýsinganna á appið að geta greint hvort á milli farsímanna séu hindranir sem gætu útilokað smit, svo sem húsveggir. Greinist notandi appsins með sjúkdóminn verða gögnin, að fengnu samþykki hans, notuð til að senda öðrum notendum appsins sem hafa verið í bluetooth-snertingu við viðkomandi síðastliðna daga viðvörun. Þeir fá hins vegar engar upplýsingar um hver hinn smitaði sé. Það kemur líklega ekki á óvart að sú leið verði farin í Þýskalandi að notast ekki við staðsetningargögn, enda eru Þjóðverjar af sögulegum ástæðum afar meðvitaðir um persónuvernd og almennt fremur tortryggnir í garð eftirlits með ferðum fólks. Þýska appið hefur enn ekki litið dagsins ljós þegar þetta er ritað, en áformað er að það verði eftir nokkrar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort þýskir farsímanotendur séu yfir höfuð tilbúnir til þess að hlaða niður appinu, en til þess að þessi tegund appa þjóni tilgangi sínum sem best þarf notkun þeirra á tilteknu svæði að vera nokkuð útbreidd auk þess sem notendur þurfa auðvitað að vera með símann á sér. Apple og Google vinna saman að tæknilausn fyrir smitrakningu Stórfyrirtækin Apple og Google vinna nú í sameiningu að tæknilausn sem mun einnig rekja smit með bluetooth á sambærilegan hátt og að framan er lýst. Lausnina á svo að vera hægt að byggja inn í öpp heilbrigðisyfirvalda. Að sögn fyrirtækjanna verður lausnin þróuð með persónuvernd, gagnsæi og samþykki einstaklinga að leiðarljósi, en val um notkun hennar á að vera alfarið á forræði einstaklinganna. Þessi bluetooth-tækni risanna tveggja mun líklega standa notendum hins íslenska Rakning C-19 til boða innan skamms, en Landlæknisembættið hefur gefið út að það hyggst nýta hana til að þess að útbúa viðbót við íslenska appið um leið og hún verður fáanleg. Á grundvelli þess hve útbreidd notkun íslenska appsins er nú þegar verður sérlega áhugavert að fylgjast með því hversu góða raun bluetooth-tæknin mun gefa við smitrakningu hér á landi. Best að bjóða upp á tæknilausn án þess að fórna persónuvernd fólks Miðað við framangreinda umfjöllun má velta fyrir sér hvort stjórnvöld sumra ríkja séu að biðja fólk um að „fórna“ persónuvernd sinni í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Út frá sjónarhorni persónuverndarinnar væri best að bjóða upp á tæknilausn sem auðveldar smitrakningu án þess að persónuvernd einstaklinga sé samtímis kastað fyrir róða. Velta má fyrir sér hvort stjórnvöldum í löndum eins og Íslandi, Singapúr og Þýskalandi, og einkaaðilum á borð við Apple og Google, hafi tekist, eða eftir atvikum muni takast það ætlunarverk sitt að þróa árangursríka smitrakningarleið án þess að raska persónuvernd einstaklinga meira en nauðsynlegt er. Að minnsta kosti má telja að hið íslenska Rakning C-19 sé dæmi um þetta, meðal annars vegna þeirra eiginleika sem nefndir voru að framan um valfrjálsa notkun, takmarkaðan varðveislutíma, eyðingu og aðgengi að persónuupplýsingum sem safnast með notkun appsins. Má því segja að persónuvernd einstaklinga hafi sannarlega verið höfð að leiðarljósi við þróun þess. Höfundur er lögfræðingur hjá LEX lögmannsstofu með sérþekkingu á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem hefur reynst árangursrík aðferð til að berjast gegn COVID-19 faraldrinum eru svokölluð smitrakningaröpp. Slík öpp geta eðli máls samkvæmt falið í sér söfnun og notkun persónuupplýsinga. Þann 19. mars sl. tilkynnti Evrópska persónuverndarráðið að persónuverndarreglur á borð við almennu persónuverndarreglugerð ESB girði ekki fyrir að ráðist sé í slíkar aðgerðir, enda sé það sameiginlegt markmið heimsbyggðarinnar um þessar mundir að stemma stigu við faraldrinum. Engu að síður þurfi á sama tíma að tryggja vernd þeirra persónuupplýsinga sem er safnað í tengslum við slíkar aðgerðir. Í tilkynningunni er lögð áhersla á að við val á aðgerðum skuli ekki ganga lengra en nauðsynlegt er og að valin sé leið sem veldur minnstri mögulegri röskun á persónuvernd einstaklinga. Rakning C-19 Á dögunum var kynnt til sögunnar nýtt íslenskt smitrakningarapp, Rakning C-19, sem hátt í 140 þúsund Íslendinga hefur þegar sótt í farsímann. Niðurhal og notkun íslenska appsins er valfrjáls, sem er í samræmi við áherslur Evrópska persónuverndarráðsins. Appið á að auðvelda smituðum einstaklingum að rekja ferðir sínar með hjálp staðsetningargagna og þar með hugsanlega auðkenna hvaðan smitið kom og hverja einstaklingurinn hefur hugsanlega getað smitað áfram. Smitrakningarteymi almannavarna fær aðgang að persónuupplýsingum úr appinu ef ástæða er til, að fengnu samþykki notenda. Fram hefur komið að í appinu felist ekki rauntímaeftirlit auk þess sem hægt er að slökkva á rakningu ferða í appinu hvenær sem er. Þá hefur verið gefið út að upplýsingar um ferðir fólks eyðast sjálfkrafa eftir 14 daga. Tekið hefur verið fram að ekki sé leyfilegt að nota upplýsingar úr appinu í öðrum tilgangi en að greina hugsanlegar smitleiðir COVID-19 sjúkdómsins. Öll ósamrýmanleg notkun upplýsinganna af hálfu Landlæknisembættisins, Almannavarna eða annarra sem fá upplýsingarnar í hendur væri þar með óheimil, nema hugsanlega ef fyrir lægi ótvírætt samþykki viðkomandi einstaklings eða ótvíræð lagaheimild. Eins og er virðist þó engin önnur notkun fyrirhuguð. Öpp víða um veröld notuð til að rekja smit Víða í heiminum hafa smitrakningaröpp skotið upp kollinum að undanförnu, en þau eru ekki öll jafn persónuverndarmiðuð og Rakning C-19, að minnsta kosti ekki á evrópskan mælikvarða. Evrópsk persónuverndarlöggjöf er ein sú strangasta sem þekkist í heiminum og vera kann að í öðrum heimshlutum sé persónuvernd ekki höfð í eins miklum hávegum og hér. Á sumum svæðum í Kína er til að mynda að sögn erlendra fjölmiðla skylt að hlaða niður smitrakningarappi og hafa stjórnvöld aðgang að persónugreinanlegum upplýsingunum úr appinu, þar með talið staðsetningargögnum, óháð samþykki eða vilja einstaklinganna. Dæmi eru um kínversk öpp sem úthluta fólki QR kóða í grænum, gulum eða rauðum lit eftir því hversu líklegur viðkomandi er til að smita aðra. Fólk getur þurft að sýna QR kóðann og í kjölfarið verið meinaður aðgangur að tilteknum svæðum, s.s. lestarstöðvum ef það er ekki „grænt“. Notkun slíks apps getur þannig haft neikvæðar afleiðingar fyrir notandann. Öpp sem þessi myndu að öllum líkindum vera í andstöðu við evrópskar persónuverndarreglur og reglur um persónuvernd í fjarskiptum. Í Suður-Kóreu hefur verið þróað app þar sem notendur geta séð tilteknar upplýsingar um smitaða einstaklinga sem staddir eru innan við 100 metra frá þeim, s.s. hvenær þeir smituðust, aldur, þjóðerni og kyn. Þrátt fyrir að ekki sé gefið upp nafn þess smitaða hefur verið bent á að framangreindar upplýsingar geta í sumum tilvikum líklega dugað til að auðkenna viðkomandi. Í Taívan og Suður-Kóreu eru staðsetningargögn farsíma notuð af yfirvöldum til að hafa samband við fólk sem yfirgefur „leyfilegt svæði“ á meðan það er í sóttkví. Önnur lönd lofa meiri persónuvernd þegar kemur að smitrakningaröppum. Í Singapúr, sem á tímabili þótti ná góðum árangri í baráttunni við faraldurinn, hefur verið þróað app sem notast við bluetooth-tækni til að rekja smit. Það skal þó ósagt látið hversu stóran þátt appið hefur átt í árangri landsins í baráttunni við faraldurinn. Í Þýskalandi er nú unnið að því koma á fót sambærilegu appi og í Singapúr. Þessi öpp, ólíkt mörgum öðrum slíkum öppum, notast ekki við staðsetningargögn heldur eiga aðeins að greina hvaða einstaklingar hafa komist í nálægð hver við annan og í hve langan tíma með hjálp bluetooth-tækninnar. Þannig er hægt að greina hvort líkur séu á smiti. Til að auka nákvæmni upplýsinganna á appið að geta greint hvort á milli farsímanna séu hindranir sem gætu útilokað smit, svo sem húsveggir. Greinist notandi appsins með sjúkdóminn verða gögnin, að fengnu samþykki hans, notuð til að senda öðrum notendum appsins sem hafa verið í bluetooth-snertingu við viðkomandi síðastliðna daga viðvörun. Þeir fá hins vegar engar upplýsingar um hver hinn smitaði sé. Það kemur líklega ekki á óvart að sú leið verði farin í Þýskalandi að notast ekki við staðsetningargögn, enda eru Þjóðverjar af sögulegum ástæðum afar meðvitaðir um persónuvernd og almennt fremur tortryggnir í garð eftirlits með ferðum fólks. Þýska appið hefur enn ekki litið dagsins ljós þegar þetta er ritað, en áformað er að það verði eftir nokkrar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort þýskir farsímanotendur séu yfir höfuð tilbúnir til þess að hlaða niður appinu, en til þess að þessi tegund appa þjóni tilgangi sínum sem best þarf notkun þeirra á tilteknu svæði að vera nokkuð útbreidd auk þess sem notendur þurfa auðvitað að vera með símann á sér. Apple og Google vinna saman að tæknilausn fyrir smitrakningu Stórfyrirtækin Apple og Google vinna nú í sameiningu að tæknilausn sem mun einnig rekja smit með bluetooth á sambærilegan hátt og að framan er lýst. Lausnina á svo að vera hægt að byggja inn í öpp heilbrigðisyfirvalda. Að sögn fyrirtækjanna verður lausnin þróuð með persónuvernd, gagnsæi og samþykki einstaklinga að leiðarljósi, en val um notkun hennar á að vera alfarið á forræði einstaklinganna. Þessi bluetooth-tækni risanna tveggja mun líklega standa notendum hins íslenska Rakning C-19 til boða innan skamms, en Landlæknisembættið hefur gefið út að það hyggst nýta hana til að þess að útbúa viðbót við íslenska appið um leið og hún verður fáanleg. Á grundvelli þess hve útbreidd notkun íslenska appsins er nú þegar verður sérlega áhugavert að fylgjast með því hversu góða raun bluetooth-tæknin mun gefa við smitrakningu hér á landi. Best að bjóða upp á tæknilausn án þess að fórna persónuvernd fólks Miðað við framangreinda umfjöllun má velta fyrir sér hvort stjórnvöld sumra ríkja séu að biðja fólk um að „fórna“ persónuvernd sinni í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Út frá sjónarhorni persónuverndarinnar væri best að bjóða upp á tæknilausn sem auðveldar smitrakningu án þess að persónuvernd einstaklinga sé samtímis kastað fyrir róða. Velta má fyrir sér hvort stjórnvöldum í löndum eins og Íslandi, Singapúr og Þýskalandi, og einkaaðilum á borð við Apple og Google, hafi tekist, eða eftir atvikum muni takast það ætlunarverk sitt að þróa árangursríka smitrakningarleið án þess að raska persónuvernd einstaklinga meira en nauðsynlegt er. Að minnsta kosti má telja að hið íslenska Rakning C-19 sé dæmi um þetta, meðal annars vegna þeirra eiginleika sem nefndir voru að framan um valfrjálsa notkun, takmarkaðan varðveislutíma, eyðingu og aðgengi að persónuupplýsingum sem safnast með notkun appsins. Má því segja að persónuvernd einstaklinga hafi sannarlega verið höfð að leiðarljósi við þróun þess. Höfundur er lögfræðingur hjá LEX lögmannsstofu með sérþekkingu á sviði persónuverndar.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun