Blómasala í miklum blóma þvert á væntingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2020 15:30 Blómin gleðja. Unsplash/Ivan Jectic Þrátt fyrir að blómasala hafi tekið dýfu strax eftir að samkomubannið var sett á um miðjan marsmánuð hefur blómasala tekið við sér á nýjan leik. Segja má að hún sé í miklum blóma. „Þegar að samkomubannið var sett á kom góð dýfa í sölu. Skiljanlega, það héldu allir að sér höndum. Blómakaupmenn vissu ekki hvað biði þeirra enda engar samkomur eða athafnir framundan,“ segir Axel Sæland hjá garðyrkustöðinni Espiflöt í samtali við Vísi. Því undirbjuggu Axel og félagar sig undir minnkandi sölu, ráðgerðu að setja starfsmenn í 70 prósent starf samkvæmt hlutabótaleiðinni og undirbjuggu hvernig væri hægt að draga úr framleiðslu. Áfram var þó selt í stórmarkaði og til blómaverslana. „Í framhaldinu fundu blómasalar fyrir því að fólk væri að leita að einhverju til að gleðja og ekkert endilega bara sjálft sig. Það er náttúrulega mjög mikið af fólki sem hefur verið í einangrun. Fólk vildi koma einhverju til þeirra og gleðja þá með einhverju. Blóm urðu greinilega fyrir valinu þar. Það má segja að þetta sé snertifrí gjöf,“ segir Axel. Hin blómstrandi blómasala hefur gert það að verkum að Espiflöt þarf ekki að nýta sér hlutabótaleiðina, starfsmenn eru í 100 prósent vinnu og ekki þarf að draga úr framleiðslu. Og staðan er nú þannig að það er beðið eftir framleiðslunni hjá Espiflot og telur Axel að það sama sé uppi á teningunum hjá kollegum hans í greininni. „Það er enginn að kvarta allavega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðyrkja Verslun Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Þrátt fyrir að blómasala hafi tekið dýfu strax eftir að samkomubannið var sett á um miðjan marsmánuð hefur blómasala tekið við sér á nýjan leik. Segja má að hún sé í miklum blóma. „Þegar að samkomubannið var sett á kom góð dýfa í sölu. Skiljanlega, það héldu allir að sér höndum. Blómakaupmenn vissu ekki hvað biði þeirra enda engar samkomur eða athafnir framundan,“ segir Axel Sæland hjá garðyrkustöðinni Espiflöt í samtali við Vísi. Því undirbjuggu Axel og félagar sig undir minnkandi sölu, ráðgerðu að setja starfsmenn í 70 prósent starf samkvæmt hlutabótaleiðinni og undirbjuggu hvernig væri hægt að draga úr framleiðslu. Áfram var þó selt í stórmarkaði og til blómaverslana. „Í framhaldinu fundu blómasalar fyrir því að fólk væri að leita að einhverju til að gleðja og ekkert endilega bara sjálft sig. Það er náttúrulega mjög mikið af fólki sem hefur verið í einangrun. Fólk vildi koma einhverju til þeirra og gleðja þá með einhverju. Blóm urðu greinilega fyrir valinu þar. Það má segja að þetta sé snertifrí gjöf,“ segir Axel. Hin blómstrandi blómasala hefur gert það að verkum að Espiflöt þarf ekki að nýta sér hlutabótaleiðina, starfsmenn eru í 100 prósent vinnu og ekki þarf að draga úr framleiðslu. Og staðan er nú þannig að það er beðið eftir framleiðslunni hjá Espiflot og telur Axel að það sama sé uppi á teningunum hjá kollegum hans í greininni. „Það er enginn að kvarta allavega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðyrkja Verslun Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira