Blómasala í miklum blóma þvert á væntingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2020 15:30 Blómin gleðja. Unsplash/Ivan Jectic Þrátt fyrir að blómasala hafi tekið dýfu strax eftir að samkomubannið var sett á um miðjan marsmánuð hefur blómasala tekið við sér á nýjan leik. Segja má að hún sé í miklum blóma. „Þegar að samkomubannið var sett á kom góð dýfa í sölu. Skiljanlega, það héldu allir að sér höndum. Blómakaupmenn vissu ekki hvað biði þeirra enda engar samkomur eða athafnir framundan,“ segir Axel Sæland hjá garðyrkustöðinni Espiflöt í samtali við Vísi. Því undirbjuggu Axel og félagar sig undir minnkandi sölu, ráðgerðu að setja starfsmenn í 70 prósent starf samkvæmt hlutabótaleiðinni og undirbjuggu hvernig væri hægt að draga úr framleiðslu. Áfram var þó selt í stórmarkaði og til blómaverslana. „Í framhaldinu fundu blómasalar fyrir því að fólk væri að leita að einhverju til að gleðja og ekkert endilega bara sjálft sig. Það er náttúrulega mjög mikið af fólki sem hefur verið í einangrun. Fólk vildi koma einhverju til þeirra og gleðja þá með einhverju. Blóm urðu greinilega fyrir valinu þar. Það má segja að þetta sé snertifrí gjöf,“ segir Axel. Hin blómstrandi blómasala hefur gert það að verkum að Espiflöt þarf ekki að nýta sér hlutabótaleiðina, starfsmenn eru í 100 prósent vinnu og ekki þarf að draga úr framleiðslu. Og staðan er nú þannig að það er beðið eftir framleiðslunni hjá Espiflot og telur Axel að það sama sé uppi á teningunum hjá kollegum hans í greininni. „Það er enginn að kvarta allavega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðyrkja Verslun Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Þrátt fyrir að blómasala hafi tekið dýfu strax eftir að samkomubannið var sett á um miðjan marsmánuð hefur blómasala tekið við sér á nýjan leik. Segja má að hún sé í miklum blóma. „Þegar að samkomubannið var sett á kom góð dýfa í sölu. Skiljanlega, það héldu allir að sér höndum. Blómakaupmenn vissu ekki hvað biði þeirra enda engar samkomur eða athafnir framundan,“ segir Axel Sæland hjá garðyrkustöðinni Espiflöt í samtali við Vísi. Því undirbjuggu Axel og félagar sig undir minnkandi sölu, ráðgerðu að setja starfsmenn í 70 prósent starf samkvæmt hlutabótaleiðinni og undirbjuggu hvernig væri hægt að draga úr framleiðslu. Áfram var þó selt í stórmarkaði og til blómaverslana. „Í framhaldinu fundu blómasalar fyrir því að fólk væri að leita að einhverju til að gleðja og ekkert endilega bara sjálft sig. Það er náttúrulega mjög mikið af fólki sem hefur verið í einangrun. Fólk vildi koma einhverju til þeirra og gleðja þá með einhverju. Blóm urðu greinilega fyrir valinu þar. Það má segja að þetta sé snertifrí gjöf,“ segir Axel. Hin blómstrandi blómasala hefur gert það að verkum að Espiflöt þarf ekki að nýta sér hlutabótaleiðina, starfsmenn eru í 100 prósent vinnu og ekki þarf að draga úr framleiðslu. Og staðan er nú þannig að það er beðið eftir framleiðslunni hjá Espiflot og telur Axel að það sama sé uppi á teningunum hjá kollegum hans í greininni. „Það er enginn að kvarta allavega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðyrkja Verslun Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira