Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Atli Ísleifsson skrifar 22. apríl 2020 11:08 Verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7 prósent milli mánaða en verð á sérbýli lækkaði hins vegar um 1,8 prósent Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans, þar sem rýnt er í tölur frá Þjóðskrá. Þar segir að verð á fjölbýli hafi hækkað um 0,7 prósent en verð á sérbýli lækkaði hins vegar um 1,8 prósent. „Talsvert flökt getur verið á verðþróun milli einstakra mánaða, sérstaklega á sérbýli, og því ekki óalgengt að það mælist af og til lækkun. Lækkunin nú er þó sú mesta sem hefur mælst milli mánaða síðan í ágúst 2014,“ segir í Hagsjánni. Ennfremur segir að viðskipti með íbúðarhúsnæði hafi verið býsna mörg í mars og bendi ýmislegt til þess að staðan sé nokkuð góð á íbúðamarkaði. „Vextir á íbúðalánum hafa víða lækkað og kaupmáttur hefur aukist. Allt frá því í febrúar 2019 hefur 12 mánaða hækkun kaupmáttar launa mælst ofar hækkun raunverðs íbúða. Það er því margt sem bendir til þess að íbúðakaup séu nokkuð hagstæð á þessari stundu. Á móti kemur þó að óvissa er afar mikil. Áhrif Covid-19 enn eftir að koma fram Almennt hafa væntingar til atvinnu- og efnahagsástands versnað mjög, og þá sérstaklega í apríl. Væntingavísitala Gallup lækkaði talsvert milli mars og apríl og hefur ekki mælst lægri síðan í október 2010. Mat fólks á núverandi ástandi lækkar mun meira en væntingar til næstu 6 mánaða sem haldast nær óbreyttar milli mars og apríl. Það er því líklegt að áhrif Covid-19 faraldursins eigi enn eftir að koma í ljós,“ segir í greiningu Landsbankans. Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans, þar sem rýnt er í tölur frá Þjóðskrá. Þar segir að verð á fjölbýli hafi hækkað um 0,7 prósent en verð á sérbýli lækkaði hins vegar um 1,8 prósent. „Talsvert flökt getur verið á verðþróun milli einstakra mánaða, sérstaklega á sérbýli, og því ekki óalgengt að það mælist af og til lækkun. Lækkunin nú er þó sú mesta sem hefur mælst milli mánaða síðan í ágúst 2014,“ segir í Hagsjánni. Ennfremur segir að viðskipti með íbúðarhúsnæði hafi verið býsna mörg í mars og bendi ýmislegt til þess að staðan sé nokkuð góð á íbúðamarkaði. „Vextir á íbúðalánum hafa víða lækkað og kaupmáttur hefur aukist. Allt frá því í febrúar 2019 hefur 12 mánaða hækkun kaupmáttar launa mælst ofar hækkun raunverðs íbúða. Það er því margt sem bendir til þess að íbúðakaup séu nokkuð hagstæð á þessari stundu. Á móti kemur þó að óvissa er afar mikil. Áhrif Covid-19 enn eftir að koma fram Almennt hafa væntingar til atvinnu- og efnahagsástands versnað mjög, og þá sérstaklega í apríl. Væntingavísitala Gallup lækkaði talsvert milli mars og apríl og hefur ekki mælst lægri síðan í október 2010. Mat fólks á núverandi ástandi lækkar mun meira en væntingar til næstu 6 mánaða sem haldast nær óbreyttar milli mars og apríl. Það er því líklegt að áhrif Covid-19 faraldursins eigi enn eftir að koma í ljós,“ segir í greiningu Landsbankans.
Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira