Rangur matur á röngum tíma Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2020 09:00 Styrjaldir, heimsfaraldrar og hamfaragos hafa hent okkur á síðustu öld og þessari. Samgöngur hafa tafist og fallið niður. Þýskir kafbátar grönduðu tugum skipa í Íslandssiglingum í fyrra stríði og raunverulegur ótti skapaðist um að fólk myndi svelta vegna matarskortsins. Það er ekki nema von að matvælaöryggi sé þjóðinni hugleikið, enda fátt mikilvægara eyjaskeggjum í Atlantshafi en öruggir milliríkjaflutningar. Séríslenskir hlutir eiga þó til að reynast alls ekkert séríslenskir þegar betur er að gáð. Á sama tíma og skipum á Íslandsleið var sökkt réðust herir nefnilega á landflutningaleiðir til nágrannalanda okkar og óttinn við skort var jafn raunverulegur þar og hann var hér. Öll lönd eru háð flutningum og engin Vesturlandaþjóð sjálfri sér næg. Ef flutningar til Íslands myndu stöðvast til lengri tíma þýddi það ekki eingöngu að erlend matvæli myndu klárast. Fyrirséð er að olíubirgðir þjóðarinnar myndu að endingu tæmast líka og án þeirra lamast bæði stór hluti landbúnaðar og útgerða. Sömu lögmál hafa að þessu leyti áhrif á Tikka Masala úrvalið í matvöruverslunum og forsendu þess að við getum sótt fiskinn okkar á miðin eða ræktað tún til kjötframleiðslu. Þess vegna er umræðan um matvælaöryggi á villigötum. Nú þegar COVID-19 hefur hoggið skarð í fólksflutninga milli landa er eðlilegt að einhverjir spyrji: Hvað ef allur annar flutningur legðist af líka? Í því samhengi þarf að athuga tvennt. Í fyrsta lagi hafa orðið gífurlegar samgöngubætur á síðustu 100 árum og með þeim verður sífellt ólíklegra að flutningar stöðvist. Ef það hins vegar gerist þurfum við að athuga hitt, að sjálfbær innlend matvælaframleiðsla er ekki fólgin í aukinni kjötframleiðslu. Þar spila ekki bara inn breytt neyslumynstur þjóðarinnar og neikvæð loftslagsáhrif kjötframleiðslu, þótt hvort tveggja sé afar mikilvægt. Þar spilar nefnilega inn að á verstu krísutímum er framleiðsla sem byggir á rafmagni eini iðnaðurinn sem við getum raunverulega treyst á. Ef sjálfbær matvælaframleiðsla er markmiðið er fyrsta skrefið að taka úr sambandi framleiðslutengda hvata landbúnaðarins. Við þurfum að minnka verulega áhersluna á kjötframleiðslu og auka frelsi bænda til að afla sér tekna með ólíkum leiðum – gera þeim kleift að tryggja afkomu sína með hagkvæmri og rafknúinni ræktun, í sátt við umhverfið. Þar er íslenska grænmetið í lykilhlutverki en við þurfum líka að líta lengra og gera framleiðslu staðgönguvöru kjöts með próteini úr jurtaríkinu að raunhæfum kosti. Matvælaöryggi næst með öðrum orðum ekki með fleiri íslenskum lömbum heldur meira íslensku oumphi. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Styrjaldir, heimsfaraldrar og hamfaragos hafa hent okkur á síðustu öld og þessari. Samgöngur hafa tafist og fallið niður. Þýskir kafbátar grönduðu tugum skipa í Íslandssiglingum í fyrra stríði og raunverulegur ótti skapaðist um að fólk myndi svelta vegna matarskortsins. Það er ekki nema von að matvælaöryggi sé þjóðinni hugleikið, enda fátt mikilvægara eyjaskeggjum í Atlantshafi en öruggir milliríkjaflutningar. Séríslenskir hlutir eiga þó til að reynast alls ekkert séríslenskir þegar betur er að gáð. Á sama tíma og skipum á Íslandsleið var sökkt réðust herir nefnilega á landflutningaleiðir til nágrannalanda okkar og óttinn við skort var jafn raunverulegur þar og hann var hér. Öll lönd eru háð flutningum og engin Vesturlandaþjóð sjálfri sér næg. Ef flutningar til Íslands myndu stöðvast til lengri tíma þýddi það ekki eingöngu að erlend matvæli myndu klárast. Fyrirséð er að olíubirgðir þjóðarinnar myndu að endingu tæmast líka og án þeirra lamast bæði stór hluti landbúnaðar og útgerða. Sömu lögmál hafa að þessu leyti áhrif á Tikka Masala úrvalið í matvöruverslunum og forsendu þess að við getum sótt fiskinn okkar á miðin eða ræktað tún til kjötframleiðslu. Þess vegna er umræðan um matvælaöryggi á villigötum. Nú þegar COVID-19 hefur hoggið skarð í fólksflutninga milli landa er eðlilegt að einhverjir spyrji: Hvað ef allur annar flutningur legðist af líka? Í því samhengi þarf að athuga tvennt. Í fyrsta lagi hafa orðið gífurlegar samgöngubætur á síðustu 100 árum og með þeim verður sífellt ólíklegra að flutningar stöðvist. Ef það hins vegar gerist þurfum við að athuga hitt, að sjálfbær innlend matvælaframleiðsla er ekki fólgin í aukinni kjötframleiðslu. Þar spila ekki bara inn breytt neyslumynstur þjóðarinnar og neikvæð loftslagsáhrif kjötframleiðslu, þótt hvort tveggja sé afar mikilvægt. Þar spilar nefnilega inn að á verstu krísutímum er framleiðsla sem byggir á rafmagni eini iðnaðurinn sem við getum raunverulega treyst á. Ef sjálfbær matvælaframleiðsla er markmiðið er fyrsta skrefið að taka úr sambandi framleiðslutengda hvata landbúnaðarins. Við þurfum að minnka verulega áhersluna á kjötframleiðslu og auka frelsi bænda til að afla sér tekna með ólíkum leiðum – gera þeim kleift að tryggja afkomu sína með hagkvæmri og rafknúinni ræktun, í sátt við umhverfið. Þar er íslenska grænmetið í lykilhlutverki en við þurfum líka að líta lengra og gera framleiðslu staðgönguvöru kjöts með próteini úr jurtaríkinu að raunhæfum kosti. Matvælaöryggi næst með öðrum orðum ekki með fleiri íslenskum lömbum heldur meira íslensku oumphi. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun