Mikil fækkun brota eftir að kórónuveiran greindist hér á landi Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2020 13:47 Tölurnar benda til þess að færri mál hafi komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði en alla jafna. Vísir/vilhelm Mikil fækkun var í fjölda skráðra hegningarlagabrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í mars, ef horft er til meðalfjölda brota síðasta hálfa og heila árið. Alls voru 514 hegningarlagabrot skráð á höfuðborgarsvæðinu í mars og fækkaði þeim á milli mánaða. Þar af fækkaði tilkynningum meðal annars um þjófnaði, innbrot og ofbeldisbrot. Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði þó á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð. Ef fjöldi brota í mars er borinn saman við meðalfjölda síðasta hálfa og heila árið sést mikil fækkun í tilkynningum um þjófnaði, minniháttar eignaspjöll, umferðalagabrot, ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Að sama skapi sést fækkun í tilkynningum um innbrot, manndráp og líkamsmeiðingar, kynferðisbrot og fíkniefnalagabrot samanborið við meðalfjölda brota síðustu mánuði. Þess ber að geta að um er að ræða bráðabirgðatölur og getur fjöldi skráðra brota í mars breyst vegna brota sem kærð eru seint til lögreglu. Tafla úr mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð.Lögreglan Engar skýringar eru lagðar fram í skýrslunni á þessari þróun. Þó má leiða líkur að því að faraldur kórónuveirunnar, með tilkomu samkomubanns, samdrætti í samgöngum og aukinni félagslegri fjarlægð hafi mögulega haft hér áhrif. Fyrsta staðfesta tilfelli veirunnar greindist hér á landi þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira
Mikil fækkun var í fjölda skráðra hegningarlagabrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í mars, ef horft er til meðalfjölda brota síðasta hálfa og heila árið. Alls voru 514 hegningarlagabrot skráð á höfuðborgarsvæðinu í mars og fækkaði þeim á milli mánaða. Þar af fækkaði tilkynningum meðal annars um þjófnaði, innbrot og ofbeldisbrot. Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði þó á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð. Ef fjöldi brota í mars er borinn saman við meðalfjölda síðasta hálfa og heila árið sést mikil fækkun í tilkynningum um þjófnaði, minniháttar eignaspjöll, umferðalagabrot, ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Að sama skapi sést fækkun í tilkynningum um innbrot, manndráp og líkamsmeiðingar, kynferðisbrot og fíkniefnalagabrot samanborið við meðalfjölda brota síðustu mánuði. Þess ber að geta að um er að ræða bráðabirgðatölur og getur fjöldi skráðra brota í mars breyst vegna brota sem kærð eru seint til lögreglu. Tafla úr mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð.Lögreglan Engar skýringar eru lagðar fram í skýrslunni á þessari þróun. Þó má leiða líkur að því að faraldur kórónuveirunnar, með tilkomu samkomubanns, samdrætti í samgöngum og aukinni félagslegri fjarlægð hafi mögulega haft hér áhrif. Fyrsta staðfesta tilfelli veirunnar greindist hér á landi þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira