Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2020 11:04 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar, vill endurskoða lögin svo þau nái til eldra fólks. Vísir/Vilhelm Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. Hún vonast eftir stuðningi annarra nefndarmanna og að hægt verði að breyta lögunum strax á morgun. Lögin snúa að því að þeir sem fari á skert starfshlutfall hjá vinnuveitendum sínum geta sótt um hlutabætur sem koma úr vasa ríkisins. Fólk á aldrinum 18-70 ára getur sótt um atvinnuleysisbætur fyrir þremur fjórðu hluta launa sinna að ákveðnu hámarki. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að vakin hafi verið athygli hennar á því að galli væri á nýsamþykktum lögum. „Þannig er að í lögum um atvinnuleysistryggingar er eitt skilyrða fyrir atvinnuleysisbætur þær að umsækjendur verða að vera á aldrinum 18-70 ára. Þannig geta þeir sem eldri eru en 70 ára og fara núna á skert starfshlutfall ekki sótt um hlutabætur. Það er einfaldlega ekki lagaheimild fyrir því,“ segir Helga Vala. Í meðferð nefndarinnar hafi verið aftengd ákvæði varðandi námsmenn, sem alla jafna geta ekki sótt um atvinnuleysisbætur, en geta nú sótt um hlutabætur. „Ég tel rétt að við tökum einnig tillit til þessa hóps eldri en 70 ára sem enn eru á vinnumarkaði og hef því sent póst á Velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við tillögu mína um breytingu á þessu ákvæði er varðar hlutabæturnar. Vonandi fæst samþykki meirihluta nefndarinnar fyrir þessu, enda skýrt réttlætismál að mínu mati. Við ættum þá að geta lagfært þetta á þeim þingfundum sem fyrirhugaðir eru á morgun og mánudag.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. Hún vonast eftir stuðningi annarra nefndarmanna og að hægt verði að breyta lögunum strax á morgun. Lögin snúa að því að þeir sem fari á skert starfshlutfall hjá vinnuveitendum sínum geta sótt um hlutabætur sem koma úr vasa ríkisins. Fólk á aldrinum 18-70 ára getur sótt um atvinnuleysisbætur fyrir þremur fjórðu hluta launa sinna að ákveðnu hámarki. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að vakin hafi verið athygli hennar á því að galli væri á nýsamþykktum lögum. „Þannig er að í lögum um atvinnuleysistryggingar er eitt skilyrða fyrir atvinnuleysisbætur þær að umsækjendur verða að vera á aldrinum 18-70 ára. Þannig geta þeir sem eldri eru en 70 ára og fara núna á skert starfshlutfall ekki sótt um hlutabætur. Það er einfaldlega ekki lagaheimild fyrir því,“ segir Helga Vala. Í meðferð nefndarinnar hafi verið aftengd ákvæði varðandi námsmenn, sem alla jafna geta ekki sótt um atvinnuleysisbætur, en geta nú sótt um hlutabætur. „Ég tel rétt að við tökum einnig tillit til þessa hóps eldri en 70 ára sem enn eru á vinnumarkaði og hef því sent póst á Velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við tillögu mína um breytingu á þessu ákvæði er varðar hlutabæturnar. Vonandi fæst samþykki meirihluta nefndarinnar fyrir þessu, enda skýrt réttlætismál að mínu mati. Við ættum þá að geta lagfært þetta á þeim þingfundum sem fyrirhugaðir eru á morgun og mánudag.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira