Guðmundur lét það í hendur Vignis að ákveða hvort hann kæmi með á Ólympíuleikana í Peking Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 07:00 Vignir Svavarsson í einum af sínum fjölmörgu landsleikjunum. Vignir Svavarsson segir að það hafi verið bæði erfitt og sætt að fylgjast með Ólympíuleikunum í Peking 2008. Ísland náði í silfur á mótinu en línumaðurinn meiddist rétt fyrir brottför og ferðast ekki með liðinu á mótið. Vignir tilkynnti í fyrradag að hann ætlaði að hætta handboltaiðkun en hann hafði síðasta tímabil leikið með uppeldisfélaginu Haukum. Hann á yfir 200 landsleiki og segir að það hafi aldrei setið í honum að komast ekki með á leikana í Peking 2008. „Það hefur aldrei setið í mér. Það var erfitt á sínum tíma. Gummi var að þjálfa á þessum tíma og ég var tognaður í maganum man ég. Hann er svo mikill öðlingur að hann lét það eiginlega í mínar hendur hvort að ég ætlaði að koma með eða ekki,“ sagði Vignir sem ákvað svo í samráði við Guðmund að fara ekki með til Peking. Ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Frökkum í úrslitaleiknum og fékk silfur á leikunum en Vignir segist hafa glaðst með strákunum. „Ég sá fram á það að ég væri ekkert að fara spila nema þá einhvern tímann seint á leikunum og í sameiningu tókum við þá ákvörðun að ég myndi ekki fara. Það var mjög erfitt á þeim tíma en svo að sjá strákana ná þessum árangri, þá samgladdist ég bara. Það var frábært að fylgjast með þessu. Auðvitað hefði maður óskað þess að hafa verið þarna örugglega eins og allir handboltamenn en það var bæði erfitt og sætt,“ sagði Vignir. Klippa: Sportið í dag - Vignir um að hafa misst af ÓL 2008 Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Vignir Svavarsson segir að það hafi verið bæði erfitt og sætt að fylgjast með Ólympíuleikunum í Peking 2008. Ísland náði í silfur á mótinu en línumaðurinn meiddist rétt fyrir brottför og ferðast ekki með liðinu á mótið. Vignir tilkynnti í fyrradag að hann ætlaði að hætta handboltaiðkun en hann hafði síðasta tímabil leikið með uppeldisfélaginu Haukum. Hann á yfir 200 landsleiki og segir að það hafi aldrei setið í honum að komast ekki með á leikana í Peking 2008. „Það hefur aldrei setið í mér. Það var erfitt á sínum tíma. Gummi var að þjálfa á þessum tíma og ég var tognaður í maganum man ég. Hann er svo mikill öðlingur að hann lét það eiginlega í mínar hendur hvort að ég ætlaði að koma með eða ekki,“ sagði Vignir sem ákvað svo í samráði við Guðmund að fara ekki með til Peking. Ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Frökkum í úrslitaleiknum og fékk silfur á leikunum en Vignir segist hafa glaðst með strákunum. „Ég sá fram á það að ég væri ekkert að fara spila nema þá einhvern tímann seint á leikunum og í sameiningu tókum við þá ákvörðun að ég myndi ekki fara. Það var mjög erfitt á þeim tíma en svo að sjá strákana ná þessum árangri, þá samgladdist ég bara. Það var frábært að fylgjast með þessu. Auðvitað hefði maður óskað þess að hafa verið þarna örugglega eins og allir handboltamenn en það var bæði erfitt og sætt,“ sagði Vignir. Klippa: Sportið í dag - Vignir um að hafa misst af ÓL 2008 Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira