Segir stuðningslánin einungis gagnast litlum hluta atvinnulífsins Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 18:34 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Mér sýnist við fyrstu sýn að þessar aðgerðir, stuðningslánin og breytingar á skattalögum, muni fyrst og fremst gagnast þessum litlu og hluta meðalstórra fyrirtækja. Ég myndi segja að það sé augljóst að það muni þurfa frekari aðgerðir, sér í lagi gagnvart stærri atvinnurekendum, og ég geri ráð fyrir að það hljóti að vera á næsta leyti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem var kynntur í dag. „Bara sem dæmi, þessi stuðningslán, sem eru góðra gjalda verð, þau miða hins vegar bara við 500 milljóna króna veltu á ári. Mér sýnist að það séu um það bil 15 prósent af umsvifum viðskiptahagkerfisins á árinu 2018. Eftir standa þessi 85 prósent og það er augljóst að það þarf að tilkynna innan skamms hvert framhaldið verður á hlutabótaleiðinni. Eins hafa heyrst háværar raddir, sér í lagi innan ferðaþjónustu, að ríkið komi að greiðslu uppsagnarfrests fyrirtækja með einum eða öðrum hætti. Við væntum þess að fá fréttir af því á allra næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín. Hann segir þó góða punkta í aðgerðapakkanum. „Til dæmis varðandi stefnumörkun sem er stigin gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum og rannsóknum og þróun. Það er stigið mjög mikilvægt skref þar með því að hækka endurgreiðslu hlutfallskostnaðar vegna rannsókna og þróunar. Auk þess eru há framlög í tækniþróunarsjóð. Ríkissjóður kemur einnig með mótframlög á móti fjárfestum inn í nýsköpunarfyrirtæki, sem er jákvætt skref.“ Hann minnir þó á að staðan sé grafalvarleg og meira þurfi til. „Það þýðir ekkert lengur að tala um það að hér sé einhver smá efnahagslægð. Ég hef notað orðið móðir allra kreppa, það er það sem við stöndum frammi fyrir. Það eru 50 þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða hlutabótaúrræði og ég geri ráð fyrir því að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um næstu mánaðamót og mánaðamótin þar á eftir. Við þessu þarf að bregðast, í dag var stigið mikilvægt skref, en það þarf meira að koma til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
„Mér sýnist við fyrstu sýn að þessar aðgerðir, stuðningslánin og breytingar á skattalögum, muni fyrst og fremst gagnast þessum litlu og hluta meðalstórra fyrirtækja. Ég myndi segja að það sé augljóst að það muni þurfa frekari aðgerðir, sér í lagi gagnvart stærri atvinnurekendum, og ég geri ráð fyrir að það hljóti að vera á næsta leyti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem var kynntur í dag. „Bara sem dæmi, þessi stuðningslán, sem eru góðra gjalda verð, þau miða hins vegar bara við 500 milljóna króna veltu á ári. Mér sýnist að það séu um það bil 15 prósent af umsvifum viðskiptahagkerfisins á árinu 2018. Eftir standa þessi 85 prósent og það er augljóst að það þarf að tilkynna innan skamms hvert framhaldið verður á hlutabótaleiðinni. Eins hafa heyrst háværar raddir, sér í lagi innan ferðaþjónustu, að ríkið komi að greiðslu uppsagnarfrests fyrirtækja með einum eða öðrum hætti. Við væntum þess að fá fréttir af því á allra næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín. Hann segir þó góða punkta í aðgerðapakkanum. „Til dæmis varðandi stefnumörkun sem er stigin gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum og rannsóknum og þróun. Það er stigið mjög mikilvægt skref þar með því að hækka endurgreiðslu hlutfallskostnaðar vegna rannsókna og þróunar. Auk þess eru há framlög í tækniþróunarsjóð. Ríkissjóður kemur einnig með mótframlög á móti fjárfestum inn í nýsköpunarfyrirtæki, sem er jákvætt skref.“ Hann minnir þó á að staðan sé grafalvarleg og meira þurfi til. „Það þýðir ekkert lengur að tala um það að hér sé einhver smá efnahagslægð. Ég hef notað orðið móðir allra kreppa, það er það sem við stöndum frammi fyrir. Það eru 50 þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða hlutabótaúrræði og ég geri ráð fyrir því að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um næstu mánaðamót og mánaðamótin þar á eftir. Við þessu þarf að bregðast, í dag var stigið mikilvægt skref, en það þarf meira að koma til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47
Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28