350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 18:14 Ríkisstjórnin kynnti í dag annan aðgerðapakka vegna kórónuveirunnar en þar er meðal annars gert rá fyrir 350 milljóna króna framlagi til einkarekinna fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Stuðningurinn er hluti af öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við áhrifum sem gætir víða í hagkerfinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum. Þetta er nokkuð í takt við fjölmiðlafrumvarpið sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti á Alþingi í desember síðastliðnum en þar var þó gert ráð fyrir 400 milljónum króna í málaflokkinn. „Sannarlega hefði maður vilja sjá hærri upphæðir en það er bara gott að þetta er komið af stað og vonandi kemur svo frumvarpið og það verði samþykkt þannig að þetta verði eitthvað sambærilegt fyrirkomulag til frambúðar til að styrkja upplýsingakerfið í landinu, það er algjörlega nauðsynlegt,“ segir Hjálmar. Frumvarpið felur í sér að fjölmiðlar geti fengið endurgreiddan hluta rekstrarkostnaðar á hverju ári. Hlutfall endurgreiðslu verður að hámerki 18% af kostnaði sem til fellur við fjölmiðlun en er endurgreiðsla þó takmörkuð við 50 milljónir ár hvert. Þá er það skilyrði að sé um prentmiðil að ræða skuli hann gefinn út minnst 48 sinnum á ári hverju en það útilokar flesta héraðsmiðla. Það hefur verið harðlega gagnrýnt og gagnrýndi meðal annars Samkeppniseftirlitið frumvarpið þar sem ein af forsendum virkrar samkeppni er að jafnræði ríki á milli keppinauta. Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42 Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Stuðningurinn er hluti af öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við áhrifum sem gætir víða í hagkerfinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum. Þetta er nokkuð í takt við fjölmiðlafrumvarpið sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti á Alþingi í desember síðastliðnum en þar var þó gert ráð fyrir 400 milljónum króna í málaflokkinn. „Sannarlega hefði maður vilja sjá hærri upphæðir en það er bara gott að þetta er komið af stað og vonandi kemur svo frumvarpið og það verði samþykkt þannig að þetta verði eitthvað sambærilegt fyrirkomulag til frambúðar til að styrkja upplýsingakerfið í landinu, það er algjörlega nauðsynlegt,“ segir Hjálmar. Frumvarpið felur í sér að fjölmiðlar geti fengið endurgreiddan hluta rekstrarkostnaðar á hverju ári. Hlutfall endurgreiðslu verður að hámerki 18% af kostnaði sem til fellur við fjölmiðlun en er endurgreiðsla þó takmörkuð við 50 milljónir ár hvert. Þá er það skilyrði að sé um prentmiðil að ræða skuli hann gefinn út minnst 48 sinnum á ári hverju en það útilokar flesta héraðsmiðla. Það hefur verið harðlega gagnrýnt og gagnrýndi meðal annars Samkeppniseftirlitið frumvarpið þar sem ein af forsendum virkrar samkeppni er að jafnræði ríki á milli keppinauta.
Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42 Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47
Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42
Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10