350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 18:14 Ríkisstjórnin kynnti í dag annan aðgerðapakka vegna kórónuveirunnar en þar er meðal annars gert rá fyrir 350 milljóna króna framlagi til einkarekinna fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Stuðningurinn er hluti af öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við áhrifum sem gætir víða í hagkerfinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum. Þetta er nokkuð í takt við fjölmiðlafrumvarpið sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti á Alþingi í desember síðastliðnum en þar var þó gert ráð fyrir 400 milljónum króna í málaflokkinn. „Sannarlega hefði maður vilja sjá hærri upphæðir en það er bara gott að þetta er komið af stað og vonandi kemur svo frumvarpið og það verði samþykkt þannig að þetta verði eitthvað sambærilegt fyrirkomulag til frambúðar til að styrkja upplýsingakerfið í landinu, það er algjörlega nauðsynlegt,“ segir Hjálmar. Frumvarpið felur í sér að fjölmiðlar geti fengið endurgreiddan hluta rekstrarkostnaðar á hverju ári. Hlutfall endurgreiðslu verður að hámerki 18% af kostnaði sem til fellur við fjölmiðlun en er endurgreiðsla þó takmörkuð við 50 milljónir ár hvert. Þá er það skilyrði að sé um prentmiðil að ræða skuli hann gefinn út minnst 48 sinnum á ári hverju en það útilokar flesta héraðsmiðla. Það hefur verið harðlega gagnrýnt og gagnrýndi meðal annars Samkeppniseftirlitið frumvarpið þar sem ein af forsendum virkrar samkeppni er að jafnræði ríki á milli keppinauta. Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42 Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Stuðningurinn er hluti af öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við áhrifum sem gætir víða í hagkerfinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum. Þetta er nokkuð í takt við fjölmiðlafrumvarpið sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti á Alþingi í desember síðastliðnum en þar var þó gert ráð fyrir 400 milljónum króna í málaflokkinn. „Sannarlega hefði maður vilja sjá hærri upphæðir en það er bara gott að þetta er komið af stað og vonandi kemur svo frumvarpið og það verði samþykkt þannig að þetta verði eitthvað sambærilegt fyrirkomulag til frambúðar til að styrkja upplýsingakerfið í landinu, það er algjörlega nauðsynlegt,“ segir Hjálmar. Frumvarpið felur í sér að fjölmiðlar geti fengið endurgreiddan hluta rekstrarkostnaðar á hverju ári. Hlutfall endurgreiðslu verður að hámerki 18% af kostnaði sem til fellur við fjölmiðlun en er endurgreiðsla þó takmörkuð við 50 milljónir ár hvert. Þá er það skilyrði að sé um prentmiðil að ræða skuli hann gefinn út minnst 48 sinnum á ári hverju en það útilokar flesta héraðsmiðla. Það hefur verið harðlega gagnrýnt og gagnrýndi meðal annars Samkeppniseftirlitið frumvarpið þar sem ein af forsendum virkrar samkeppni er að jafnræði ríki á milli keppinauta.
Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42 Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47
Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42
Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10