Reyna að laga starfsemi skólanna að takmörkunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 15:37 Bann við samkomum fimmtíu manns eða fleiri mun gilda fyrir fullorðna í grunnskólum eins og Hagaskóla eftir 4. maí. Fullorðnir þurfa einnig að gæta að tveggja metra nándarreglu. Myndin er úr safni og var tekin áður en kórónuveirufaraldurinn hófst. Vísir/Vilhelm Skólar ættu að gera breytt starfsemi sinni þannig að hægt verði að virða takmarkanir sem munu gilda um starfsfólk og foreldra þegar skólahald hefst aftur með hefðbundnu sniði eftir 4. maí, að mati formanns Skólastjórafélags Íslands. Hann fagnar því að aflétta eigi takmörkunum á skólastarfi. Búist er við því að heilbrigðisráðherra auglýsi hvernig slakað verður á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir 4. maí í dag eða á morgun. Verulegar takmarkanir hafa verið á skólahaldi í leik- og grunnskólum undanfarnar vikur. Þannig hefur meðal annars verið hámarksfjöldi fyrir nemendur í kennslustofum í grunnskólum og í leikskólum hefur þurft að tryggja að börn séu í fámennum hópum. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist aftur með hefðbundnu sniði en á upplýsingafundi í dag kom fram að bann við samkomum 50 manns eða fleiri og tveggja metra nándarregla muni gilda um fullorðna einstaklinga í skólum, jafnt starfsfólk sem foreldra, en ekki börnin. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segist enn bíða eftir því að sjá auglýsingu ráðherra um hvernig reglurnar verði útfærðar. Með tilliti til þess sem kom fram á upplýsingafundinum í dag væntir hann þess þó að skólastjórar á hverjum stað reyni að virða takmarkanirnar með þeim ráðum sem þeir hafa tiltæk. Það muni þó kalla á einhverjar breytingar. Ekki sé mikið um að foreldrar safnist saman í svo stórum hópum að það gæti strítt gegn samkomubanni. Verði sömu takmarkanir í gildi við skólaslit í júní muni skólarnir þó þurfa að laga sig að þeim. „Hvað starfsfólk varðar vil ég trúa því að menn geti sett upp þær aðgerðir í starfseminni að það verði sem bestu móti hægt að virða þetta,“ segir Þorsteinn við Vísi. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands.Vísir/Egill Aðgangsstýring fyrir starfsfólk í stærri skólum Á annað hundrað manns vinna í stærstu skólum landsins á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn segir að á sama tíma séu þeir skólar miklir að stærð og starfsfólk því dreift. Hann sér fyrir sér að koma þurfi upp aðgangsstýringu fyrir starfsmenn í stærri skólunum en að það þurfi ekki að koma niður á starfsemi sem tengist börnunum. „Þetta þýðir að starfsfólk skóla þarf að vera vart um sig í skólastarfi,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi þegar starfsfólk kemur saman á kaffistofum. Hann fagnar því að skólastarf geti nú færst í samt horf eftir verulegar raskanir í vetur og vor, fyrst vegna verkfalla og síðar vegna kórónuveirufaraldursins. „Börn eiga bara erfitt með stöðuna eins og hún hefur verið. Þau þurfa að komast í sína föstu rútínu. Ég er sannfærðu um að starfsfólk skólanna verði líka að megninu til fegið að koma lífinu í þokkalega rútínu,“ segir Þorsteinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Skólar ættu að gera breytt starfsemi sinni þannig að hægt verði að virða takmarkanir sem munu gilda um starfsfólk og foreldra þegar skólahald hefst aftur með hefðbundnu sniði eftir 4. maí, að mati formanns Skólastjórafélags Íslands. Hann fagnar því að aflétta eigi takmörkunum á skólastarfi. Búist er við því að heilbrigðisráðherra auglýsi hvernig slakað verður á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir 4. maí í dag eða á morgun. Verulegar takmarkanir hafa verið á skólahaldi í leik- og grunnskólum undanfarnar vikur. Þannig hefur meðal annars verið hámarksfjöldi fyrir nemendur í kennslustofum í grunnskólum og í leikskólum hefur þurft að tryggja að börn séu í fámennum hópum. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist aftur með hefðbundnu sniði en á upplýsingafundi í dag kom fram að bann við samkomum 50 manns eða fleiri og tveggja metra nándarregla muni gilda um fullorðna einstaklinga í skólum, jafnt starfsfólk sem foreldra, en ekki börnin. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segist enn bíða eftir því að sjá auglýsingu ráðherra um hvernig reglurnar verði útfærðar. Með tilliti til þess sem kom fram á upplýsingafundinum í dag væntir hann þess þó að skólastjórar á hverjum stað reyni að virða takmarkanirnar með þeim ráðum sem þeir hafa tiltæk. Það muni þó kalla á einhverjar breytingar. Ekki sé mikið um að foreldrar safnist saman í svo stórum hópum að það gæti strítt gegn samkomubanni. Verði sömu takmarkanir í gildi við skólaslit í júní muni skólarnir þó þurfa að laga sig að þeim. „Hvað starfsfólk varðar vil ég trúa því að menn geti sett upp þær aðgerðir í starfseminni að það verði sem bestu móti hægt að virða þetta,“ segir Þorsteinn við Vísi. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands.Vísir/Egill Aðgangsstýring fyrir starfsfólk í stærri skólum Á annað hundrað manns vinna í stærstu skólum landsins á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn segir að á sama tíma séu þeir skólar miklir að stærð og starfsfólk því dreift. Hann sér fyrir sér að koma þurfi upp aðgangsstýringu fyrir starfsmenn í stærri skólunum en að það þurfi ekki að koma niður á starfsemi sem tengist börnunum. „Þetta þýðir að starfsfólk skóla þarf að vera vart um sig í skólastarfi,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi þegar starfsfólk kemur saman á kaffistofum. Hann fagnar því að skólastarf geti nú færst í samt horf eftir verulegar raskanir í vetur og vor, fyrst vegna verkfalla og síðar vegna kórónuveirufaraldursins. „Börn eiga bara erfitt með stöðuna eins og hún hefur verið. Þau þurfa að komast í sína föstu rútínu. Ég er sannfærðu um að starfsfólk skólanna verði líka að megninu til fegið að koma lífinu í þokkalega rútínu,“ segir Þorsteinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59
Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06