Fólkið í einna mestri smithættu: Sumir ókurteisir en fá líka þakkir fyrir að standa vaktina Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2020 11:30 Fólk í heilbrigðisgeiranum, læknar, hjúkrunarfræðingar og fleiri hafa staðið sig gríðarlega vel í faraldrinum svo ekki sé talað um þríeykið Ölmu Möller, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson. Starfsfólk margra annarra greina hefur einnig staðið vaktina og má þar nefna starfsfólk matvöruverslana sem er í mikilli hættu á að smitast, stendur þó vaktina og sér til þess að við sjáum ekki tómar hillur eins og gerst hefur víða. Í Íslandi í dag hitti Sindri Sindrason þetta fólk, heyrði sögur af viðskiptavinum, í hverju starfsfólk er að lenda, hvernig andrúmsloftið er, hvort viðskiptavinir séu að fara eftir reglum og hvað gerist ef viðskiptavinir neita að fara eftir þeim. „Þetta er ótrúlega skrýtið ástand en ég finn það að fólk er orðið almennt kurteisara,“ segir Tómas Ó. Malmberg, starfsmaður Nettó, og bætir við. „Það kemur alltaf einn og einn sem hefur bara dottið vitlausu megin fram úr rúminu, því miður. Þeir eru alltaf til en almennt hefur fólk verið yfirmátta kurteist.“ „Maður fær jafnvel þakkir fyrir að standa vaktina og mér þykir voðalega vænt um það. Sumir lifa í ótta „Þetta hefur bara gengið þokkalega vel. Þetta og góð verslun alla dagana og fólk er aðallega að kaupa í mat. Einnig spil og leikföng og allir heima að skemmta sér,“ segir Gunnar Steinn Þórsson, verslunarstjóri Hagkaups. „Já og nei. Það eru sumir kannski stressaðri en aðrir og sumir lifa kannski smá í ótta. Við vinnum bara með það. Ég er ekki hræddur við að smitast en þetta er bara upp á öryggis,“ segir Milan Medic, starfsmaður Nettó, sem er ávallt í hönskum. „Við sem erum í búðinni þurfum að passa extra vel upp á fjarlægðina við kúnnann og upp á handþvottinn,“ segir Magnús Gunnarsson, verslunarstjóri hjá Bónus. „Flestir eru kurteisir. Sumum finnst óþægilegt þegar maður labbar inn í búð og víkur svona kannski smá frá þér,“ segir Marín Imma Richards, starfsmaður hjá Hagkaup. „Það er einn og einn sem vill ekki spritta sig og segir kannski ha? Af hverju? Og ég svara þá oftast, horfir þú ekki á fréttir elskan,“ segir Ingibjörg Eir Sigurðardóttir, öryggisvörður í Bónus. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Verslun Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Fólk í heilbrigðisgeiranum, læknar, hjúkrunarfræðingar og fleiri hafa staðið sig gríðarlega vel í faraldrinum svo ekki sé talað um þríeykið Ölmu Möller, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson. Starfsfólk margra annarra greina hefur einnig staðið vaktina og má þar nefna starfsfólk matvöruverslana sem er í mikilli hættu á að smitast, stendur þó vaktina og sér til þess að við sjáum ekki tómar hillur eins og gerst hefur víða. Í Íslandi í dag hitti Sindri Sindrason þetta fólk, heyrði sögur af viðskiptavinum, í hverju starfsfólk er að lenda, hvernig andrúmsloftið er, hvort viðskiptavinir séu að fara eftir reglum og hvað gerist ef viðskiptavinir neita að fara eftir þeim. „Þetta er ótrúlega skrýtið ástand en ég finn það að fólk er orðið almennt kurteisara,“ segir Tómas Ó. Malmberg, starfsmaður Nettó, og bætir við. „Það kemur alltaf einn og einn sem hefur bara dottið vitlausu megin fram úr rúminu, því miður. Þeir eru alltaf til en almennt hefur fólk verið yfirmátta kurteist.“ „Maður fær jafnvel þakkir fyrir að standa vaktina og mér þykir voðalega vænt um það. Sumir lifa í ótta „Þetta hefur bara gengið þokkalega vel. Þetta og góð verslun alla dagana og fólk er aðallega að kaupa í mat. Einnig spil og leikföng og allir heima að skemmta sér,“ segir Gunnar Steinn Þórsson, verslunarstjóri Hagkaups. „Já og nei. Það eru sumir kannski stressaðri en aðrir og sumir lifa kannski smá í ótta. Við vinnum bara með það. Ég er ekki hræddur við að smitast en þetta er bara upp á öryggis,“ segir Milan Medic, starfsmaður Nettó, sem er ávallt í hönskum. „Við sem erum í búðinni þurfum að passa extra vel upp á fjarlægðina við kúnnann og upp á handþvottinn,“ segir Magnús Gunnarsson, verslunarstjóri hjá Bónus. „Flestir eru kurteisir. Sumum finnst óþægilegt þegar maður labbar inn í búð og víkur svona kannski smá frá þér,“ segir Marín Imma Richards, starfsmaður hjá Hagkaup. „Það er einn og einn sem vill ekki spritta sig og segir kannski ha? Af hverju? Og ég svara þá oftast, horfir þú ekki á fréttir elskan,“ segir Ingibjörg Eir Sigurðardóttir, öryggisvörður í Bónus. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Verslun Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira