Læknir segir það kraftaverk að drengirnir séu komnir heim eftir svo stuttan tíma Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 22:58 Frá Hafnarfjarðarhöfn þegar verið var að hífa bílinn upp. Vefmyndavél Hafnarfjarðarhafnar Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. Hann segir það hafa verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. Þrír drengir voru í bílnum þegar hann fór í höfnina við Óseyrarbryggju að kvöldi 17. janúar. Tveir fæddir 2002 og einn fæddur 2004. Einn komst sjálfur upp en hinum tveimur var bjargað og voru allir þrír fluttir á slysadeild. Drengirnir tveir, þeir Kristján Hrafn Ágústsson, fimmtán ára, og Helgi Valur Ingólfsson, sautján ára, voru í sjónum í um 30 mínútur áður en kafarar náðu þeim upp. Þeir voru í hjartastoppi í tvo tíma. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Felix að vitað sé að kuldi verndi heilann fyrir súrefnisskorti og því var sérstakri kælimeðferð beitt til að koma í veg fyrir skaða. Drengjunum var haldið við 32 gráður í tvo sólarhringa og hitastig þeirra hækkað hægt og rólega. Sjá einnig: Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Eftir það voru drengirnir settir í öndunarvélar á gjörgæslu. Kristján Hrafn komst úr öndunarvél eftir nokkra daga en Helgi Valur eftir nokkrar vikur. Felix sagði í fréttum RÚV að það hefði verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. „Sérstaklega því ef maður er hreinskilinn, þetta leit ekki vel út í byrjun. Þetta var langur tími, löng endurlífgun og blóðprufur sem við tökum töluðu ekki vel fyrir þeim. Þeir voru orðnir mjög súrir, maður mælir sýrustigið á líkamanum, og sérstaklega annar var með sýrustig sem ég hef hreinlega aldrei séð neinn lifa af,“ segir Felix. Þessi tvö tilfelli séu að mörgu leiti ekki sambærileg öðrum tilfellum þar sem þessari meðferð hefur verið beitt. Það helsta sé að það að áður hafi hjara viðkomandi verið byrjað að slá löngu áður en sá var settur á hjarta- og lungnavél. Þarna hafi drengirnir verið í hjartastoppi allan tímann þar til þeir voru settir á vélina. Hafnarfjörður Heilbrigðismál Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. Hann segir það hafa verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. Þrír drengir voru í bílnum þegar hann fór í höfnina við Óseyrarbryggju að kvöldi 17. janúar. Tveir fæddir 2002 og einn fæddur 2004. Einn komst sjálfur upp en hinum tveimur var bjargað og voru allir þrír fluttir á slysadeild. Drengirnir tveir, þeir Kristján Hrafn Ágústsson, fimmtán ára, og Helgi Valur Ingólfsson, sautján ára, voru í sjónum í um 30 mínútur áður en kafarar náðu þeim upp. Þeir voru í hjartastoppi í tvo tíma. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Felix að vitað sé að kuldi verndi heilann fyrir súrefnisskorti og því var sérstakri kælimeðferð beitt til að koma í veg fyrir skaða. Drengjunum var haldið við 32 gráður í tvo sólarhringa og hitastig þeirra hækkað hægt og rólega. Sjá einnig: Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Eftir það voru drengirnir settir í öndunarvélar á gjörgæslu. Kristján Hrafn komst úr öndunarvél eftir nokkra daga en Helgi Valur eftir nokkrar vikur. Felix sagði í fréttum RÚV að það hefði verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. „Sérstaklega því ef maður er hreinskilinn, þetta leit ekki vel út í byrjun. Þetta var langur tími, löng endurlífgun og blóðprufur sem við tökum töluðu ekki vel fyrir þeim. Þeir voru orðnir mjög súrir, maður mælir sýrustigið á líkamanum, og sérstaklega annar var með sýrustig sem ég hef hreinlega aldrei séð neinn lifa af,“ segir Felix. Þessi tvö tilfelli séu að mörgu leiti ekki sambærileg öðrum tilfellum þar sem þessari meðferð hefur verið beitt. Það helsta sé að það að áður hafi hjara viðkomandi verið byrjað að slá löngu áður en sá var settur á hjarta- og lungnavél. Þarna hafi drengirnir verið í hjartastoppi allan tímann þar til þeir voru settir á vélina.
Hafnarfjörður Heilbrigðismál Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08