Enga ládeyðu að sjá á íbúðamarkaði enn sem komið er Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2020 11:42 Árið virðist fara nokkuð vel af stað á fasteignamarkaðnum samkvæmt Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. MYND/VILHELM Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu voru talsverð í mars síðastliðnum. Var alls 584 kaupsamningum þinglýst sem eru 27 fleiri samningar en í mars í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í dag sem ber yfirskriftina „Engin ládeyða á íbúðamarkaði“. Í Hagsjánni er vísað í upplýsingar frá Þjóðskrá um fjölda þinglýstra kaupsamninga sem voru 5% fleiri í mars í ár en í mars 2019. „Búast hefði mátt við því að viðskipti drægjust eitthvað samaní ljósi aðstæðna en þær virðast ekki hafa haft teljandi áhrif. Þó ber að hafa í huga að hluti viðskiptannaáttu sér líklega stað í febrúar þar sem nokkur tímatöf er frá undirritun kaupsamnings þar til þinglýsingu er lokið. Það sem af er ári hefur1.904 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst sem er 5% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Árið fer því nokkuð vel af stað á íbúðamarkaði og er mánaðarlegur meðalfjöldi viðskipta hærri en það sem hefur sést á allra síðustu árum,“ segir í Hagsjánni. Af sveitarfélögunum innan höfuðborgarsvæðisins er aukningin hlutfallslega mest í Kópavogi: „Þar var 107 kaupsamningum þinglýst til samanburðar við 87 samningum fyrir ári síðan. Í Mosfellsbæ var einnig nokkuð mikil aukning í mars þar sem 10% fleiri kaupsamningum var þinglýst. Þó fórmeirihluti íbúðaviðskipta í mars fram í Reykjavík,en þar var 333 kaupsamningum þinglýst, sem er aukning upp á 5% milli ára.“ Þá segir í Hagsjánni að neysla hafi almennt tekið ákveðnum breytingum vegna kórónuveirufaraldursins en þær aðstæður virðast ekki hafa haft áhrif á fasteignamarkaðinn, að minnsta kosti enn sem komið er. Mælingar Gallup hafi þó sýnt fram á minni líkur á stórkaupum hjá landsmönnum í mars en það hafi aðallega verið vegna færri fyrirhugaðra utanlandsferða. Þannig virðist fólk jafnvel huga að fasteignakaupum í auknum mæli nú en áður. Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira
Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu voru talsverð í mars síðastliðnum. Var alls 584 kaupsamningum þinglýst sem eru 27 fleiri samningar en í mars í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í dag sem ber yfirskriftina „Engin ládeyða á íbúðamarkaði“. Í Hagsjánni er vísað í upplýsingar frá Þjóðskrá um fjölda þinglýstra kaupsamninga sem voru 5% fleiri í mars í ár en í mars 2019. „Búast hefði mátt við því að viðskipti drægjust eitthvað samaní ljósi aðstæðna en þær virðast ekki hafa haft teljandi áhrif. Þó ber að hafa í huga að hluti viðskiptannaáttu sér líklega stað í febrúar þar sem nokkur tímatöf er frá undirritun kaupsamnings þar til þinglýsingu er lokið. Það sem af er ári hefur1.904 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst sem er 5% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Árið fer því nokkuð vel af stað á íbúðamarkaði og er mánaðarlegur meðalfjöldi viðskipta hærri en það sem hefur sést á allra síðustu árum,“ segir í Hagsjánni. Af sveitarfélögunum innan höfuðborgarsvæðisins er aukningin hlutfallslega mest í Kópavogi: „Þar var 107 kaupsamningum þinglýst til samanburðar við 87 samningum fyrir ári síðan. Í Mosfellsbæ var einnig nokkuð mikil aukning í mars þar sem 10% fleiri kaupsamningum var þinglýst. Þó fórmeirihluti íbúðaviðskipta í mars fram í Reykjavík,en þar var 333 kaupsamningum þinglýst, sem er aukning upp á 5% milli ára.“ Þá segir í Hagsjánni að neysla hafi almennt tekið ákveðnum breytingum vegna kórónuveirufaraldursins en þær aðstæður virðast ekki hafa haft áhrif á fasteignamarkaðinn, að minnsta kosti enn sem komið er. Mælingar Gallup hafi þó sýnt fram á minni líkur á stórkaupum hjá landsmönnum í mars en það hafi aðallega verið vegna færri fyrirhugaðra utanlandsferða. Þannig virðist fólk jafnvel huga að fasteignakaupum í auknum mæli nú en áður.
Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira