Mönnun gæti orðið hindrandi þáttur þegar tekist verður á við álag á gjörgæslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 21:31 Innlagnir vegna alvarlegra veikinda af völdum kórónuveirunnar ná hámarki í næstu viku samkvæmt nýrri spá. Tíu eru nú á gjörgæslu og fylgir fjöldi þeirra svartsýnustu spám. Spár gera ráð fyrir átján inniliggjandi sjúklingum þegar mest verður. Forstjóri Landspítalans segir að aðstaða verði ekki hindrandi þáttur á deildinni, heldur mönnun. Í heildina eru einmitt átján rúm á gjörgæsludeild spítalans, en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að svigrúm til að opna fleiri rúm sé fyrir hendi. „Við erum í grunninn með sex rúm á gjörgæslunni í Fossvogi. Við höfum nú bætt við það og erum með átján rúm, og erum að nota tíu af þeim nú þegar. Síðan þegar því lýkur þá höfum við svigrúm til að opna fleiri rúm, bæði í Fossvogi og á Hringbraut.“ Hann segir að búnaður og aðstaða verði ekki takmarkandi þáttur í því að takast á við gjörgæsluinnlagnir vegna COVID-19. Mönnun deildarinnar geti hins vegar orðið það. „Við höfum í raun unnið með sviðsmyndir sem eru mun svartari en það svartasta sem hefur verið að koma fram núna. Við sjáum í gegn um þetta en auðvitað verður það heilmikil áskorun. Við reiðum okkur mjög á framlag heilbrigðisstarfsfólks sem kemur annars staðar frá,“ segir Páll og minnir á bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar, sem fólk með heilbrigðismenntun getur skráð sig í og verið þannig til taks ef kalla þarf út aukinn mannskap til að bregðast við manneklu í kerfinu. „Ég veit að sumir eru kannski hikandi eftir að hafa verið lengi frá því að vinna á spítala eða í heilbrigðiskerfinu, fólk sem er með heilbrigðismenntun. Við erum með svona skyndinámskeið til þess að undirbúa fólk svo það geti stokkið inn í hringiðuna sem fyrst.“ Fylgjast vel með sjúklingum á Landakoti Sex smit hafa komið upp í sjúklingum á öldrunarlækningadeild spítalans á Landakoti. Um er að ræða eldra fólk sem er þar af leiðandi í sérstökum áhættuhópi með tilliti til COVID-19. „Þetta fólk er allt enn inniliggjandi á Landakoti, er þar í einangrun á deild sem er lokuð. Þeirra heilsa er bara þokkaleg, en auðvitað þarf að fylgjast náið með þessum einstaklingum og tryggja að þeirra heilsa verði sem best.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Innlagnir vegna alvarlegra veikinda af völdum kórónuveirunnar ná hámarki í næstu viku samkvæmt nýrri spá. Tíu eru nú á gjörgæslu og fylgir fjöldi þeirra svartsýnustu spám. Spár gera ráð fyrir átján inniliggjandi sjúklingum þegar mest verður. Forstjóri Landspítalans segir að aðstaða verði ekki hindrandi þáttur á deildinni, heldur mönnun. Í heildina eru einmitt átján rúm á gjörgæsludeild spítalans, en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að svigrúm til að opna fleiri rúm sé fyrir hendi. „Við erum í grunninn með sex rúm á gjörgæslunni í Fossvogi. Við höfum nú bætt við það og erum með átján rúm, og erum að nota tíu af þeim nú þegar. Síðan þegar því lýkur þá höfum við svigrúm til að opna fleiri rúm, bæði í Fossvogi og á Hringbraut.“ Hann segir að búnaður og aðstaða verði ekki takmarkandi þáttur í því að takast á við gjörgæsluinnlagnir vegna COVID-19. Mönnun deildarinnar geti hins vegar orðið það. „Við höfum í raun unnið með sviðsmyndir sem eru mun svartari en það svartasta sem hefur verið að koma fram núna. Við sjáum í gegn um þetta en auðvitað verður það heilmikil áskorun. Við reiðum okkur mjög á framlag heilbrigðisstarfsfólks sem kemur annars staðar frá,“ segir Páll og minnir á bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar, sem fólk með heilbrigðismenntun getur skráð sig í og verið þannig til taks ef kalla þarf út aukinn mannskap til að bregðast við manneklu í kerfinu. „Ég veit að sumir eru kannski hikandi eftir að hafa verið lengi frá því að vinna á spítala eða í heilbrigðiskerfinu, fólk sem er með heilbrigðismenntun. Við erum með svona skyndinámskeið til þess að undirbúa fólk svo það geti stokkið inn í hringiðuna sem fyrst.“ Fylgjast vel með sjúklingum á Landakoti Sex smit hafa komið upp í sjúklingum á öldrunarlækningadeild spítalans á Landakoti. Um er að ræða eldra fólk sem er þar af leiðandi í sérstökum áhættuhópi með tilliti til COVID-19. „Þetta fólk er allt enn inniliggjandi á Landakoti, er þar í einangrun á deild sem er lokuð. Þeirra heilsa er bara þokkaleg, en auðvitað þarf að fylgjast náið með þessum einstaklingum og tryggja að þeirra heilsa verði sem best.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira