Stór UEFA-fundur um dagsetningar leikja og samningamál leikmanna | Mótanefnd KSÍ bíður átekta Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 18:00 Aleksander Ceferin er forseti UEFA. vísir/getty Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun á miðvikudaginn kynna hugmyndir tveggja starfshópa varðandi það hvenær leikir í mótum á vegum sambandsins verði spilaðir. UEFA hélt fjarfund fyrir tveimur vikum þar sem fulltrúar allra 55 aðildarsambanda UEFA, þar á meðal Guðni Bergsson formaður KSÍ, ræddu málin. Niðurstaða þess fundar var meðal annars sú að EM karla í fótbolta var fært til um eitt ár, til sumarsins 2021, og að umspilið sem Ísland tekur þátt í færi fram í júní. Ástæðan er auðvitað kórónuveirufaraldurinn. Á fundinum á miðvikudag, þar sem að fulltrúar allra aðildarsambandanna eru boðaðir, gæti skýrst hvort að landsleikir fari fram í júní eða ekki, og hvort Evrópukeppnir íslenskra félagsliða hefjist 7. júlí líkt og áformað var. Þetta kemur fram í tölvupósti sem mótanefnd KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum. Þar segir að mótanefndin muni funda í vikunni og meta framhaldið í kjölfar væntanlegra upplýsinga frá UEFA. Mótanefnd KSÍ segir að þar sem að enn ríki mikil óvissa með framhald samkomubanns á Íslandi sé ekki hægt að gefa út nákvæma dagsetningu á því hvenær keppin geti hafist í einstökum mótum á vegum sambandsins. KSÍ reyni að vera sem best tilbúið þegar íslensk yfirvöld heimili keppni að nýju. Á fundi UEFA verður ekki aðeins farið yfir leikjamál landsliða og félagsliða, og hvernig starfshópar sjá fyrir sér að hægt verði að ljúka tímabilinu, heldur verður einnig farið yfir stöðuna varðandi samningamál leikmanna og félagaskiptamál, og mögulegar breytingar sem FIFA kann að gera í þeim efnum. UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Erum með plan A, B og C en ef það gengur ekki upp er tímabilið líklega úr sögunni“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann og hans menn innan veggja UEFA í samráði við allar Evrópudeildirnar séu að leita ráða til þess að klára yfirstandandi tímabil. 28. mars 2020 19:00 Úrslitaleikjum Meistara- og Evrópudeildarinnar frestað Úrslitaleikir Evrópukeppnanna, Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, fara ekki fram í lok maí en UEFA tilkynnti þetta í yfirlýsingu sinni nú rétt í þessu. 23. mars 2020 18:12 UEFA: Keppnistímabilinu verði lokið 30. júní UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt að stefnt sé að því að keppnistímabilinu í vetrardeildum álfunnar verði lokið 30. júní. 17. mars 2020 20:00 UEFA staðfestir að leik Íslands og Rúmeníu verði frestað þar til í júní Knattspyrnudagatal næstu tveggja ára er á fleygiferð eftir risafund UEFA í dag. 17. mars 2020 15:18 Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun á miðvikudaginn kynna hugmyndir tveggja starfshópa varðandi það hvenær leikir í mótum á vegum sambandsins verði spilaðir. UEFA hélt fjarfund fyrir tveimur vikum þar sem fulltrúar allra 55 aðildarsambanda UEFA, þar á meðal Guðni Bergsson formaður KSÍ, ræddu málin. Niðurstaða þess fundar var meðal annars sú að EM karla í fótbolta var fært til um eitt ár, til sumarsins 2021, og að umspilið sem Ísland tekur þátt í færi fram í júní. Ástæðan er auðvitað kórónuveirufaraldurinn. Á fundinum á miðvikudag, þar sem að fulltrúar allra aðildarsambandanna eru boðaðir, gæti skýrst hvort að landsleikir fari fram í júní eða ekki, og hvort Evrópukeppnir íslenskra félagsliða hefjist 7. júlí líkt og áformað var. Þetta kemur fram í tölvupósti sem mótanefnd KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum. Þar segir að mótanefndin muni funda í vikunni og meta framhaldið í kjölfar væntanlegra upplýsinga frá UEFA. Mótanefnd KSÍ segir að þar sem að enn ríki mikil óvissa með framhald samkomubanns á Íslandi sé ekki hægt að gefa út nákvæma dagsetningu á því hvenær keppin geti hafist í einstökum mótum á vegum sambandsins. KSÍ reyni að vera sem best tilbúið þegar íslensk yfirvöld heimili keppni að nýju. Á fundi UEFA verður ekki aðeins farið yfir leikjamál landsliða og félagsliða, og hvernig starfshópar sjá fyrir sér að hægt verði að ljúka tímabilinu, heldur verður einnig farið yfir stöðuna varðandi samningamál leikmanna og félagaskiptamál, og mögulegar breytingar sem FIFA kann að gera í þeim efnum.
UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Erum með plan A, B og C en ef það gengur ekki upp er tímabilið líklega úr sögunni“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann og hans menn innan veggja UEFA í samráði við allar Evrópudeildirnar séu að leita ráða til þess að klára yfirstandandi tímabil. 28. mars 2020 19:00 Úrslitaleikjum Meistara- og Evrópudeildarinnar frestað Úrslitaleikir Evrópukeppnanna, Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, fara ekki fram í lok maí en UEFA tilkynnti þetta í yfirlýsingu sinni nú rétt í þessu. 23. mars 2020 18:12 UEFA: Keppnistímabilinu verði lokið 30. júní UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt að stefnt sé að því að keppnistímabilinu í vetrardeildum álfunnar verði lokið 30. júní. 17. mars 2020 20:00 UEFA staðfestir að leik Íslands og Rúmeníu verði frestað þar til í júní Knattspyrnudagatal næstu tveggja ára er á fleygiferð eftir risafund UEFA í dag. 17. mars 2020 15:18 Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Sjá meira
„Erum með plan A, B og C en ef það gengur ekki upp er tímabilið líklega úr sögunni“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann og hans menn innan veggja UEFA í samráði við allar Evrópudeildirnar séu að leita ráða til þess að klára yfirstandandi tímabil. 28. mars 2020 19:00
Úrslitaleikjum Meistara- og Evrópudeildarinnar frestað Úrslitaleikir Evrópukeppnanna, Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, fara ekki fram í lok maí en UEFA tilkynnti þetta í yfirlýsingu sinni nú rétt í þessu. 23. mars 2020 18:12
UEFA: Keppnistímabilinu verði lokið 30. júní UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt að stefnt sé að því að keppnistímabilinu í vetrardeildum álfunnar verði lokið 30. júní. 17. mars 2020 20:00
UEFA staðfestir að leik Íslands og Rúmeníu verði frestað þar til í júní Knattspyrnudagatal næstu tveggja ára er á fleygiferð eftir risafund UEFA í dag. 17. mars 2020 15:18
Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35
EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35