Stór UEFA-fundur um dagsetningar leikja og samningamál leikmanna | Mótanefnd KSÍ bíður átekta Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 18:00 Aleksander Ceferin er forseti UEFA. vísir/getty Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun á miðvikudaginn kynna hugmyndir tveggja starfshópa varðandi það hvenær leikir í mótum á vegum sambandsins verði spilaðir. UEFA hélt fjarfund fyrir tveimur vikum þar sem fulltrúar allra 55 aðildarsambanda UEFA, þar á meðal Guðni Bergsson formaður KSÍ, ræddu málin. Niðurstaða þess fundar var meðal annars sú að EM karla í fótbolta var fært til um eitt ár, til sumarsins 2021, og að umspilið sem Ísland tekur þátt í færi fram í júní. Ástæðan er auðvitað kórónuveirufaraldurinn. Á fundinum á miðvikudag, þar sem að fulltrúar allra aðildarsambandanna eru boðaðir, gæti skýrst hvort að landsleikir fari fram í júní eða ekki, og hvort Evrópukeppnir íslenskra félagsliða hefjist 7. júlí líkt og áformað var. Þetta kemur fram í tölvupósti sem mótanefnd KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum. Þar segir að mótanefndin muni funda í vikunni og meta framhaldið í kjölfar væntanlegra upplýsinga frá UEFA. Mótanefnd KSÍ segir að þar sem að enn ríki mikil óvissa með framhald samkomubanns á Íslandi sé ekki hægt að gefa út nákvæma dagsetningu á því hvenær keppin geti hafist í einstökum mótum á vegum sambandsins. KSÍ reyni að vera sem best tilbúið þegar íslensk yfirvöld heimili keppni að nýju. Á fundi UEFA verður ekki aðeins farið yfir leikjamál landsliða og félagsliða, og hvernig starfshópar sjá fyrir sér að hægt verði að ljúka tímabilinu, heldur verður einnig farið yfir stöðuna varðandi samningamál leikmanna og félagaskiptamál, og mögulegar breytingar sem FIFA kann að gera í þeim efnum. UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Erum með plan A, B og C en ef það gengur ekki upp er tímabilið líklega úr sögunni“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann og hans menn innan veggja UEFA í samráði við allar Evrópudeildirnar séu að leita ráða til þess að klára yfirstandandi tímabil. 28. mars 2020 19:00 Úrslitaleikjum Meistara- og Evrópudeildarinnar frestað Úrslitaleikir Evrópukeppnanna, Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, fara ekki fram í lok maí en UEFA tilkynnti þetta í yfirlýsingu sinni nú rétt í þessu. 23. mars 2020 18:12 UEFA: Keppnistímabilinu verði lokið 30. júní UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt að stefnt sé að því að keppnistímabilinu í vetrardeildum álfunnar verði lokið 30. júní. 17. mars 2020 20:00 UEFA staðfestir að leik Íslands og Rúmeníu verði frestað þar til í júní Knattspyrnudagatal næstu tveggja ára er á fleygiferð eftir risafund UEFA í dag. 17. mars 2020 15:18 Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun á miðvikudaginn kynna hugmyndir tveggja starfshópa varðandi það hvenær leikir í mótum á vegum sambandsins verði spilaðir. UEFA hélt fjarfund fyrir tveimur vikum þar sem fulltrúar allra 55 aðildarsambanda UEFA, þar á meðal Guðni Bergsson formaður KSÍ, ræddu málin. Niðurstaða þess fundar var meðal annars sú að EM karla í fótbolta var fært til um eitt ár, til sumarsins 2021, og að umspilið sem Ísland tekur þátt í færi fram í júní. Ástæðan er auðvitað kórónuveirufaraldurinn. Á fundinum á miðvikudag, þar sem að fulltrúar allra aðildarsambandanna eru boðaðir, gæti skýrst hvort að landsleikir fari fram í júní eða ekki, og hvort Evrópukeppnir íslenskra félagsliða hefjist 7. júlí líkt og áformað var. Þetta kemur fram í tölvupósti sem mótanefnd KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum. Þar segir að mótanefndin muni funda í vikunni og meta framhaldið í kjölfar væntanlegra upplýsinga frá UEFA. Mótanefnd KSÍ segir að þar sem að enn ríki mikil óvissa með framhald samkomubanns á Íslandi sé ekki hægt að gefa út nákvæma dagsetningu á því hvenær keppin geti hafist í einstökum mótum á vegum sambandsins. KSÍ reyni að vera sem best tilbúið þegar íslensk yfirvöld heimili keppni að nýju. Á fundi UEFA verður ekki aðeins farið yfir leikjamál landsliða og félagsliða, og hvernig starfshópar sjá fyrir sér að hægt verði að ljúka tímabilinu, heldur verður einnig farið yfir stöðuna varðandi samningamál leikmanna og félagaskiptamál, og mögulegar breytingar sem FIFA kann að gera í þeim efnum.
UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Erum með plan A, B og C en ef það gengur ekki upp er tímabilið líklega úr sögunni“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann og hans menn innan veggja UEFA í samráði við allar Evrópudeildirnar séu að leita ráða til þess að klára yfirstandandi tímabil. 28. mars 2020 19:00 Úrslitaleikjum Meistara- og Evrópudeildarinnar frestað Úrslitaleikir Evrópukeppnanna, Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, fara ekki fram í lok maí en UEFA tilkynnti þetta í yfirlýsingu sinni nú rétt í þessu. 23. mars 2020 18:12 UEFA: Keppnistímabilinu verði lokið 30. júní UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt að stefnt sé að því að keppnistímabilinu í vetrardeildum álfunnar verði lokið 30. júní. 17. mars 2020 20:00 UEFA staðfestir að leik Íslands og Rúmeníu verði frestað þar til í júní Knattspyrnudagatal næstu tveggja ára er á fleygiferð eftir risafund UEFA í dag. 17. mars 2020 15:18 Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira
„Erum með plan A, B og C en ef það gengur ekki upp er tímabilið líklega úr sögunni“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann og hans menn innan veggja UEFA í samráði við allar Evrópudeildirnar séu að leita ráða til þess að klára yfirstandandi tímabil. 28. mars 2020 19:00
Úrslitaleikjum Meistara- og Evrópudeildarinnar frestað Úrslitaleikir Evrópukeppnanna, Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, fara ekki fram í lok maí en UEFA tilkynnti þetta í yfirlýsingu sinni nú rétt í þessu. 23. mars 2020 18:12
UEFA: Keppnistímabilinu verði lokið 30. júní UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt að stefnt sé að því að keppnistímabilinu í vetrardeildum álfunnar verði lokið 30. júní. 17. mars 2020 20:00
UEFA staðfestir að leik Íslands og Rúmeníu verði frestað þar til í júní Knattspyrnudagatal næstu tveggja ára er á fleygiferð eftir risafund UEFA í dag. 17. mars 2020 15:18
Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35
EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35