Netanjahú kominn í sóttkví og Hamas herðir aðgerðir á Gasa Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 12:31 Þrátt fyrir að smitrakningu sé ekki lokið er Netanjahú farinn í sóttkví ásamt fleiri ráðgjöfum hans. Vísir/EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar í sóttkví eftir að náinn ráðgjafi hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Fleiri ráðgjafar hans fara einnig í sóttkví. Ísraelska dablaðið Haaretz segir að ráðgjafi Netanjahú í þingmálum hafi greinst smitaður í dag. Ákvörðunin um að setja forsætisráðherrann í sóttkví hafi verið tekin í varúðarskyni og áður en faraldsfræðilegri rannsókn væri lokið. Fleiri ráðgjafar Netanjahú fylgja honum í sóttkví. Hamas-samtökin sem ráða ríkjum á Gasaströndinni vinna nú að því að setja upp tvær stórar sóttkvíarmiðstöðvar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar þar. Þær eiga að geta vistað um þúsund manns og vera tilbúnar innan viku. Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði jarðar þar sem um tvær milljónir manna búa á landsvæði sem er minna en höfuðborgarsvæðið. AP-fréttastofan segir að enginn viti hversu mikið veiran hafi breiðst út á Gasa. Talið er að fyrstu smitin hafi borist til Gasa með tveimur mönnum sem fóru á trúarráðstefnu í Pakistan. Aðeins um fimmtungur þeirra 1.700 sem hafa farið í sóttkví hafa verið skimaðir. Verkamenn vinna að smíði miðstöðvar fyrir sóttkví á sunnanverðri Gasaströndinni. Svæðið er eitt það þéttbýlasta í heimi og heilbrigðiskerfið þar er veikt. Kórónuveirufaraldur þar gæti því valdið miklum usla.AP/Khalil Hamra Heilbrigðisþjónusta er í ólestri á Gasaströndinni vegna herkvíar Ísraelsmanna, ítrekaðra stríða við Ísraelsher og innbyrðisdeilur Hamas og annarra samtaka Palestínumanna. Aðeins sextíu öndunarvélar eru á Gasa og eru 45 þeirra þegar í notkun, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Upphaflega kom Hamas á föt bráðabirgðastöðvum fyrir sóttkví. Eftir að myndir bárust af fólki að halda afmælisveislur og reykja vatnspípur saman í slíkum stöðvum var gripið til harðari aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísrael Palestína Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar í sóttkví eftir að náinn ráðgjafi hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Fleiri ráðgjafar hans fara einnig í sóttkví. Ísraelska dablaðið Haaretz segir að ráðgjafi Netanjahú í þingmálum hafi greinst smitaður í dag. Ákvörðunin um að setja forsætisráðherrann í sóttkví hafi verið tekin í varúðarskyni og áður en faraldsfræðilegri rannsókn væri lokið. Fleiri ráðgjafar Netanjahú fylgja honum í sóttkví. Hamas-samtökin sem ráða ríkjum á Gasaströndinni vinna nú að því að setja upp tvær stórar sóttkvíarmiðstöðvar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar þar. Þær eiga að geta vistað um þúsund manns og vera tilbúnar innan viku. Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði jarðar þar sem um tvær milljónir manna búa á landsvæði sem er minna en höfuðborgarsvæðið. AP-fréttastofan segir að enginn viti hversu mikið veiran hafi breiðst út á Gasa. Talið er að fyrstu smitin hafi borist til Gasa með tveimur mönnum sem fóru á trúarráðstefnu í Pakistan. Aðeins um fimmtungur þeirra 1.700 sem hafa farið í sóttkví hafa verið skimaðir. Verkamenn vinna að smíði miðstöðvar fyrir sóttkví á sunnanverðri Gasaströndinni. Svæðið er eitt það þéttbýlasta í heimi og heilbrigðiskerfið þar er veikt. Kórónuveirufaraldur þar gæti því valdið miklum usla.AP/Khalil Hamra Heilbrigðisþjónusta er í ólestri á Gasaströndinni vegna herkvíar Ísraelsmanna, ítrekaðra stríða við Ísraelsher og innbyrðisdeilur Hamas og annarra samtaka Palestínumanna. Aðeins sextíu öndunarvélar eru á Gasa og eru 45 þeirra þegar í notkun, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Upphaflega kom Hamas á föt bráðabirgðastöðvum fyrir sóttkví. Eftir að myndir bárust af fólki að halda afmælisveislur og reykja vatnspípur saman í slíkum stöðvum var gripið til harðari aðgerða til að hefta útbreiðsluna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísrael Palestína Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira