„Force majeure-klásúla“ óvænt komin inn í skilmála Reebok Fitness Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2020 11:35 Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir að fyrir liggi fjöldi erinda þar á borði frá óánægðum viðskiptavinum líkamsræktarstöðvanna sem eiga fullt í fangi með að losa sig frá áskrift þó líkamsræktarstöðvarnar séu lokaðar. visir/vilhelm Líkamsræktarstöðin Reebok Fitnes setti í síðustu viku inn nýja klásúlu inn í notendaskilmála eins og þeir birtast á vefsíðu fyrirtækisins, þar sem stöðin áskilur sér rétt til að „stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Áskilja sér rétt til að stöðva afskráningu Vísir fjallaði í síðustu viku um raunir viðskiptavina líkamsræktarstöðvarinnar við að segja upp áskriftum sínum þar. Stöðin er lokuð samkvæmt tilskipun yfirvalda um samkomubann. Áður mátti segja upp viðskiptum á netinu með einföldum hætti en nú þurfa menn að mæta á ákveðnum tíma á staðinn og samkvæmt lýsingum eins viðskiptavinarins sem lét á það reyna þá er engin móttaka heldur liggja fyrir eyðublöð þar sem menn geta skrifað inn ósk um að áskrift sé sagt upp. Og látið fylgja skýringar á því hvers vegna þeir vilji hætta? Vísir fékk ábendingu um að nú væri komin inn viðbótarákvæði við skilmála á heimasíðu líkamsræktarstöðvarinnar, svohljóðandi: „„Force majeure“ Óviðráðanlegar aðstæður Ófyrirséðar aðstæður eða atvik sem aðilar samnings hafa ekki stjórn á og koma í veg fyrir að þeir geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum enda verði þau ekki rakin til yfirsjónar eða vanrækslu af þeirra hálfu. Við slíkan atburð áskiljum við okkur rétt til að stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Ekkert lögfræðilegt gildi Neytendasamtökin hafa fengið ýmis erindi inn á borð sín sem snúa að áskriftum fólks hjá líkamsræktarstöðvum. En svo virðist sem reynt sé að fremsta megni að hindra að fólk geti hætt þó stöðvarnar séu lokaðar. Reebok er vinsæl líkamsræktarstöð en vegna samkomubanns og kórónuveiru er starfsemin þar, sem og víðar, í lamasessi.Reebok Fitness Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir að samkvæmt símtali lögfræðings Neytendasamtakanna við Guðmund Ágúst forsvarsmann Reebok Fitness var téð ákvæði sett inn í síðustu viku. „Það hefur ekkert lögfræðilegt gildi, fyrir þá sem gerðust áskrifendur fyrir þann tíma, nema þeim hafi verið gerð grein fyrir nýja skilmálanum og samþykkt hann,“ segir Breki. Og bætir því við að hann viti ekki til þess að það hafi verið gert. Því geti þeir sem gerðu áskriftarsamning fyrir þann tíma ekki verið skuldbundnir honum. Breki bendir á vefsíðu Neytendasamtakanna þar sem finna má ítarlegri skýringar á þessu. Samkomubann á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Líkamsræktarstöðin Reebok Fitnes setti í síðustu viku inn nýja klásúlu inn í notendaskilmála eins og þeir birtast á vefsíðu fyrirtækisins, þar sem stöðin áskilur sér rétt til að „stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Áskilja sér rétt til að stöðva afskráningu Vísir fjallaði í síðustu viku um raunir viðskiptavina líkamsræktarstöðvarinnar við að segja upp áskriftum sínum þar. Stöðin er lokuð samkvæmt tilskipun yfirvalda um samkomubann. Áður mátti segja upp viðskiptum á netinu með einföldum hætti en nú þurfa menn að mæta á ákveðnum tíma á staðinn og samkvæmt lýsingum eins viðskiptavinarins sem lét á það reyna þá er engin móttaka heldur liggja fyrir eyðublöð þar sem menn geta skrifað inn ósk um að áskrift sé sagt upp. Og látið fylgja skýringar á því hvers vegna þeir vilji hætta? Vísir fékk ábendingu um að nú væri komin inn viðbótarákvæði við skilmála á heimasíðu líkamsræktarstöðvarinnar, svohljóðandi: „„Force majeure“ Óviðráðanlegar aðstæður Ófyrirséðar aðstæður eða atvik sem aðilar samnings hafa ekki stjórn á og koma í veg fyrir að þeir geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum enda verði þau ekki rakin til yfirsjónar eða vanrækslu af þeirra hálfu. Við slíkan atburð áskiljum við okkur rétt til að stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Ekkert lögfræðilegt gildi Neytendasamtökin hafa fengið ýmis erindi inn á borð sín sem snúa að áskriftum fólks hjá líkamsræktarstöðvum. En svo virðist sem reynt sé að fremsta megni að hindra að fólk geti hætt þó stöðvarnar séu lokaðar. Reebok er vinsæl líkamsræktarstöð en vegna samkomubanns og kórónuveiru er starfsemin þar, sem og víðar, í lamasessi.Reebok Fitness Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir að samkvæmt símtali lögfræðings Neytendasamtakanna við Guðmund Ágúst forsvarsmann Reebok Fitness var téð ákvæði sett inn í síðustu viku. „Það hefur ekkert lögfræðilegt gildi, fyrir þá sem gerðust áskrifendur fyrir þann tíma, nema þeim hafi verið gerð grein fyrir nýja skilmálanum og samþykkt hann,“ segir Breki. Og bætir því við að hann viti ekki til þess að það hafi verið gert. Því geti þeir sem gerðu áskriftarsamning fyrir þann tíma ekki verið skuldbundnir honum. Breki bendir á vefsíðu Neytendasamtakanna þar sem finna má ítarlegri skýringar á þessu.
Samkomubann á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira