Yfir tíu þúsund látnir á Ítalíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. mars 2020 23:16 Hvergi hafa fleiri látist en á Ítalíu sökum kórónuveirunnar. Getty/Diego Puletto Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru orðin meira en 10 þúsund talsins á Ítalíu og 889 dóu af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn. Fjöldi dauðsfalla vegna veirunnar hefur aldrei verið meiri á einum degi frá því veiran barst til Ítalíu þann 21. febrúar síðastliðinn. Dauðsföllin eru nú orðin 10.023 á Ítalíu og greindust um sex þúsund manns með veiruna í dag en nú eru staðfest smit á Ítalíu orðin 92.472. Flest smit hafa þó greinst í Bandaríkjunum en þau eru orðin 121.043 þar í landi. Yfirvöld segja ekki loku fyrir það skotið að útgöngubann verði framlengt en jafnframt væri ástandið enn verra hefði það ekki verið sett á. „Án þessara aðgerða væru tölurnar enn hætti og ástand heilbrigðiskerfisins væri enn dramatískara. Við værum í ófremdarástandi,“ sagði Angelo Borelli, yfirmaður Almannavarna á Ítalíu. Ítalía var fyrst Vesturlanda til að setja á samkomubann og önnur höft á ferðir fólks en þar hafa höftin orðið æ strangari frá því faraldurinn barst þangað fyrir fimm vikum síðan. Vonir um að ferðahöftum verði létt á föstudaginn næsta hafa farið dvínandi. Í Langbarðalandi, sem er einna verst farið vegna veirunnar, létust 542 í dag vegna hennar og eru staðfest dauðsföll því orðin 5.944 í héraðinu. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dáið á einum degi á Ítalíu Í heildina hafa nú 9.134 dáið vegna faraldursins og hvergi fleiri en á Ítalíu. 27. mars 2020 17:54 Hvergi fleiri látist vegna veirunnar en á Ítalíu Um 320 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna um allan heim en hún breiðist hratt út. Stjórnvöld hafa víða hert aðgerðir til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Hvergi hafa fleiri látist af völdum veirunnar en á Ítalíu. 22. mars 2020 17:32 Af hverju Ítalía? Hár aldur ítölsku þjóðarinnar, samskiptamynstur milli kynslóða og vágesturinn sem kannski fór huldu höfði til að byrja með gætu verið sumar ástæður þess að faraldur kórónuveiru hefur farið einna hörðustum höndum um Ítalíu síðustu vikur. 22. mars 2020 13:23 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru orðin meira en 10 þúsund talsins á Ítalíu og 889 dóu af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn. Fjöldi dauðsfalla vegna veirunnar hefur aldrei verið meiri á einum degi frá því veiran barst til Ítalíu þann 21. febrúar síðastliðinn. Dauðsföllin eru nú orðin 10.023 á Ítalíu og greindust um sex þúsund manns með veiruna í dag en nú eru staðfest smit á Ítalíu orðin 92.472. Flest smit hafa þó greinst í Bandaríkjunum en þau eru orðin 121.043 þar í landi. Yfirvöld segja ekki loku fyrir það skotið að útgöngubann verði framlengt en jafnframt væri ástandið enn verra hefði það ekki verið sett á. „Án þessara aðgerða væru tölurnar enn hætti og ástand heilbrigðiskerfisins væri enn dramatískara. Við værum í ófremdarástandi,“ sagði Angelo Borelli, yfirmaður Almannavarna á Ítalíu. Ítalía var fyrst Vesturlanda til að setja á samkomubann og önnur höft á ferðir fólks en þar hafa höftin orðið æ strangari frá því faraldurinn barst þangað fyrir fimm vikum síðan. Vonir um að ferðahöftum verði létt á föstudaginn næsta hafa farið dvínandi. Í Langbarðalandi, sem er einna verst farið vegna veirunnar, létust 542 í dag vegna hennar og eru staðfest dauðsföll því orðin 5.944 í héraðinu.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dáið á einum degi á Ítalíu Í heildina hafa nú 9.134 dáið vegna faraldursins og hvergi fleiri en á Ítalíu. 27. mars 2020 17:54 Hvergi fleiri látist vegna veirunnar en á Ítalíu Um 320 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna um allan heim en hún breiðist hratt út. Stjórnvöld hafa víða hert aðgerðir til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Hvergi hafa fleiri látist af völdum veirunnar en á Ítalíu. 22. mars 2020 17:32 Af hverju Ítalía? Hár aldur ítölsku þjóðarinnar, samskiptamynstur milli kynslóða og vágesturinn sem kannski fór huldu höfði til að byrja með gætu verið sumar ástæður þess að faraldur kórónuveiru hefur farið einna hörðustum höndum um Ítalíu síðustu vikur. 22. mars 2020 13:23 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Aldrei fleiri dáið á einum degi á Ítalíu Í heildina hafa nú 9.134 dáið vegna faraldursins og hvergi fleiri en á Ítalíu. 27. mars 2020 17:54
Hvergi fleiri látist vegna veirunnar en á Ítalíu Um 320 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna um allan heim en hún breiðist hratt út. Stjórnvöld hafa víða hert aðgerðir til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Hvergi hafa fleiri látist af völdum veirunnar en á Ítalíu. 22. mars 2020 17:32
Af hverju Ítalía? Hár aldur ítölsku þjóðarinnar, samskiptamynstur milli kynslóða og vágesturinn sem kannski fór huldu höfði til að byrja með gætu verið sumar ástæður þess að faraldur kórónuveiru hefur farið einna hörðustum höndum um Ítalíu síðustu vikur. 22. mars 2020 13:23