Fókus á börnin Ásmundur Einar Daðason skrifar 28. mars 2020 12:28 Börn eru einn viðkvæmasti hópur samfélagsins á óvissutímum, hvort sem er vegna náttúruhamfara, efnahagslegra niðursveiflna eða heilsufarsógna, á borð við COVID-19 faraldurinn, sem við glímum við núna. Þó veiran herji samkvæmt heimildum ekki á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa skapar sú óvissa og álag sem honum fylgir aukna hættu er varðar öryggi og velferð barna. Á einungis nokkrum vikum hefur faraldurinn raskað lífi barna og fjölskyldna um allan heim og nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og stuðningskerfi margra barna. Álag og streita sem getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og takmarkaðra aðgengi að stuðningskerfum, ásamt skertu samneyti við vini og fjölskyldumeðlimi, getur skapað aukna hættu fyrir viðkvæma hópa barna. Það hefur til að mynda mikil áhrif á fötluð og langveik börn að komast lítið eða ekki í skóla eða frístundastarf. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Reynsla af faröldrum síðustu áratuga, og nýleg reynsla frá Kína, hefur sýnt að börn eru í aukinni hættu á að sæta vanrækslu, ofbeldi, misnotkun og félagslegri útilokun í kjölfar samkomubanns eða lokunar skóla. Í Kína varð töluverð aukning á heimilisofbeldi í kjölfar faraldursins og þar í landi hafa áhrif hans náð til barna og fjölskyldna langt umfram þá sem sýkst hafa. Stuðningur við barnavernd er því hluti af öllum viðbragðsáætlunum félagsmálaráðuneytisins vegna COVID-19 og byggja þær á samráði við fagaðila hér á landi, reynslu frá öðrum ríkjum og leiðbeinandi viðmiðum frá alþjóðlegum stofnunum. Í ljósi þessa hef ég sett af stað vinnu í ráðuneyti mínu sem miðar að því að efla og styðja við börn og foreldra sem eru í viðkvæmri stöðu. Við ætlum að setja fókusinn á börnin og munum kynna aðgerðir stjórnvalda hvað það varða á næstu dögum. Við munum beina sjónum sérstaklega að því að styðja við foreldra í viðkvæmri stöðu, efla samfélagið allt til að láta vita ef áhyggjur vakna af barni, ásamt því að stuðla að því að foreldrar og börn hafi sem greiðastan aðgang að stuðningi og þjónustu þegar á reynir. Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Börn eru einn viðkvæmasti hópur samfélagsins á óvissutímum, hvort sem er vegna náttúruhamfara, efnahagslegra niðursveiflna eða heilsufarsógna, á borð við COVID-19 faraldurinn, sem við glímum við núna. Þó veiran herji samkvæmt heimildum ekki á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa skapar sú óvissa og álag sem honum fylgir aukna hættu er varðar öryggi og velferð barna. Á einungis nokkrum vikum hefur faraldurinn raskað lífi barna og fjölskyldna um allan heim og nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og stuðningskerfi margra barna. Álag og streita sem getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og takmarkaðra aðgengi að stuðningskerfum, ásamt skertu samneyti við vini og fjölskyldumeðlimi, getur skapað aukna hættu fyrir viðkvæma hópa barna. Það hefur til að mynda mikil áhrif á fötluð og langveik börn að komast lítið eða ekki í skóla eða frístundastarf. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Reynsla af faröldrum síðustu áratuga, og nýleg reynsla frá Kína, hefur sýnt að börn eru í aukinni hættu á að sæta vanrækslu, ofbeldi, misnotkun og félagslegri útilokun í kjölfar samkomubanns eða lokunar skóla. Í Kína varð töluverð aukning á heimilisofbeldi í kjölfar faraldursins og þar í landi hafa áhrif hans náð til barna og fjölskyldna langt umfram þá sem sýkst hafa. Stuðningur við barnavernd er því hluti af öllum viðbragðsáætlunum félagsmálaráðuneytisins vegna COVID-19 og byggja þær á samráði við fagaðila hér á landi, reynslu frá öðrum ríkjum og leiðbeinandi viðmiðum frá alþjóðlegum stofnunum. Í ljósi þessa hef ég sett af stað vinnu í ráðuneyti mínu sem miðar að því að efla og styðja við börn og foreldra sem eru í viðkvæmri stöðu. Við ætlum að setja fókusinn á börnin og munum kynna aðgerðir stjórnvalda hvað það varða á næstu dögum. Við munum beina sjónum sérstaklega að því að styðja við foreldra í viðkvæmri stöðu, efla samfélagið allt til að láta vita ef áhyggjur vakna af barni, ásamt því að stuðla að því að foreldrar og börn hafi sem greiðastan aðgang að stuðningi og þjónustu þegar á reynir. Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun