Fókus á börnin Ásmundur Einar Daðason skrifar 28. mars 2020 12:28 Börn eru einn viðkvæmasti hópur samfélagsins á óvissutímum, hvort sem er vegna náttúruhamfara, efnahagslegra niðursveiflna eða heilsufarsógna, á borð við COVID-19 faraldurinn, sem við glímum við núna. Þó veiran herji samkvæmt heimildum ekki á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa skapar sú óvissa og álag sem honum fylgir aukna hættu er varðar öryggi og velferð barna. Á einungis nokkrum vikum hefur faraldurinn raskað lífi barna og fjölskyldna um allan heim og nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og stuðningskerfi margra barna. Álag og streita sem getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og takmarkaðra aðgengi að stuðningskerfum, ásamt skertu samneyti við vini og fjölskyldumeðlimi, getur skapað aukna hættu fyrir viðkvæma hópa barna. Það hefur til að mynda mikil áhrif á fötluð og langveik börn að komast lítið eða ekki í skóla eða frístundastarf. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Reynsla af faröldrum síðustu áratuga, og nýleg reynsla frá Kína, hefur sýnt að börn eru í aukinni hættu á að sæta vanrækslu, ofbeldi, misnotkun og félagslegri útilokun í kjölfar samkomubanns eða lokunar skóla. Í Kína varð töluverð aukning á heimilisofbeldi í kjölfar faraldursins og þar í landi hafa áhrif hans náð til barna og fjölskyldna langt umfram þá sem sýkst hafa. Stuðningur við barnavernd er því hluti af öllum viðbragðsáætlunum félagsmálaráðuneytisins vegna COVID-19 og byggja þær á samráði við fagaðila hér á landi, reynslu frá öðrum ríkjum og leiðbeinandi viðmiðum frá alþjóðlegum stofnunum. Í ljósi þessa hef ég sett af stað vinnu í ráðuneyti mínu sem miðar að því að efla og styðja við börn og foreldra sem eru í viðkvæmri stöðu. Við ætlum að setja fókusinn á börnin og munum kynna aðgerðir stjórnvalda hvað það varða á næstu dögum. Við munum beina sjónum sérstaklega að því að styðja við foreldra í viðkvæmri stöðu, efla samfélagið allt til að láta vita ef áhyggjur vakna af barni, ásamt því að stuðla að því að foreldrar og börn hafi sem greiðastan aðgang að stuðningi og þjónustu þegar á reynir. Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Börn eru einn viðkvæmasti hópur samfélagsins á óvissutímum, hvort sem er vegna náttúruhamfara, efnahagslegra niðursveiflna eða heilsufarsógna, á borð við COVID-19 faraldurinn, sem við glímum við núna. Þó veiran herji samkvæmt heimildum ekki á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa skapar sú óvissa og álag sem honum fylgir aukna hættu er varðar öryggi og velferð barna. Á einungis nokkrum vikum hefur faraldurinn raskað lífi barna og fjölskyldna um allan heim og nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og stuðningskerfi margra barna. Álag og streita sem getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og takmarkaðra aðgengi að stuðningskerfum, ásamt skertu samneyti við vini og fjölskyldumeðlimi, getur skapað aukna hættu fyrir viðkvæma hópa barna. Það hefur til að mynda mikil áhrif á fötluð og langveik börn að komast lítið eða ekki í skóla eða frístundastarf. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Reynsla af faröldrum síðustu áratuga, og nýleg reynsla frá Kína, hefur sýnt að börn eru í aukinni hættu á að sæta vanrækslu, ofbeldi, misnotkun og félagslegri útilokun í kjölfar samkomubanns eða lokunar skóla. Í Kína varð töluverð aukning á heimilisofbeldi í kjölfar faraldursins og þar í landi hafa áhrif hans náð til barna og fjölskyldna langt umfram þá sem sýkst hafa. Stuðningur við barnavernd er því hluti af öllum viðbragðsáætlunum félagsmálaráðuneytisins vegna COVID-19 og byggja þær á samráði við fagaðila hér á landi, reynslu frá öðrum ríkjum og leiðbeinandi viðmiðum frá alþjóðlegum stofnunum. Í ljósi þessa hef ég sett af stað vinnu í ráðuneyti mínu sem miðar að því að efla og styðja við börn og foreldra sem eru í viðkvæmri stöðu. Við ætlum að setja fókusinn á börnin og munum kynna aðgerðir stjórnvalda hvað það varða á næstu dögum. Við munum beina sjónum sérstaklega að því að styðja við foreldra í viðkvæmri stöðu, efla samfélagið allt til að láta vita ef áhyggjur vakna af barni, ásamt því að stuðla að því að foreldrar og börn hafi sem greiðastan aðgang að stuðningi og þjónustu þegar á reynir. Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun