Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg og ríki samþykktir Eiður Þór Árnason skrifar 27. mars 2020 15:04 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/vilhelm Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg og ríki hafa greitt atkvæði um kjarasamninga sem undirritaðir voru í byrjun mars. Báðir samningar voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Enn hefur ekki náðst samningur milli félagsmanna Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá einnig: Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að af þeim 777 sem greiddu atkvæði um Reykjavíkurborgarsamninginn sögðu 92% já og 6% nei. 2% tóku ekki afstöðu. Alls voru 1858 á kjörskrá og kjörsókn því 42%. Af þeim 72 sem greiddu atkvæði um ríkissamninginn sögðu 96% já og 3% sögðu nei. 1% tók ekki afstöðu. Alls voru 545 á kjörskrá og kjörsókn því 13%. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð frá hádegi mánudaginn 23. mars til hádegis í dag föstudaginn 27. mars. Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun „Niðurstaðan felur í sér staðfestingu á því að mikilvægt skref hefur verið stigið í leiðréttingu lægstu launa. Stoltust er ég af að hafa tekið þátt í því að auka virðingu og kjör láglaunakvenna í sögulega vanmetnum störfum. Þessir samningar eru sannarlega eftirtektarvert innlegg í baráttu láglaunakvenna fyrir að vera metnar að verðleikum. Um leið vil ég taka fram að baráttan heldur áfram. Næsti slagur felst í því að ná samsvarandi samningum fyrir félaga okkar hjá hinum sveitarfélögunum. Svo höldum við áfram að ryðja brautina fyrir betra lífi fyrir okkar fólk,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu. Reykjavík Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. 16. mars 2020 13:22 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg og ríki hafa greitt atkvæði um kjarasamninga sem undirritaðir voru í byrjun mars. Báðir samningar voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Enn hefur ekki náðst samningur milli félagsmanna Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá einnig: Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að af þeim 777 sem greiddu atkvæði um Reykjavíkurborgarsamninginn sögðu 92% já og 6% nei. 2% tóku ekki afstöðu. Alls voru 1858 á kjörskrá og kjörsókn því 42%. Af þeim 72 sem greiddu atkvæði um ríkissamninginn sögðu 96% já og 3% sögðu nei. 1% tók ekki afstöðu. Alls voru 545 á kjörskrá og kjörsókn því 13%. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð frá hádegi mánudaginn 23. mars til hádegis í dag föstudaginn 27. mars. Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun „Niðurstaðan felur í sér staðfestingu á því að mikilvægt skref hefur verið stigið í leiðréttingu lægstu launa. Stoltust er ég af að hafa tekið þátt í því að auka virðingu og kjör láglaunakvenna í sögulega vanmetnum störfum. Þessir samningar eru sannarlega eftirtektarvert innlegg í baráttu láglaunakvenna fyrir að vera metnar að verðleikum. Um leið vil ég taka fram að baráttan heldur áfram. Næsti slagur felst í því að ná samsvarandi samningum fyrir félaga okkar hjá hinum sveitarfélögunum. Svo höldum við áfram að ryðja brautina fyrir betra lífi fyrir okkar fólk,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu.
Reykjavík Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. 16. mars 2020 13:22 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17
Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12
Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12
Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. 16. mars 2020 13:22