Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2020 12:49 Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi, Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítala, Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Samsett Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Fjölmargir innan læknasamfélagsins, sem og fyrrverandi skjólstæðingar Vogs, hafa lýst yfir áhyggjum og furðu vegna stöðunnar sem komin er upp. Greint var frá því í morgun að Valgerður hefði sagt upp störfum í gær vegna djúpstæðs ágreinings við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. SÁÁ rekur meðferðarmiðstöðina á Vogi. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í morgun að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í gær, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar. Valgerður hyggst vinna þriggja mánaða uppsagnarfrest en hún hefur gegnt stöðu yfirlæknis frá árinu 2017. Þá átti hún þegar að baki um átján ára starfsferil hjá meðferðarstöðinni. Fylkja sér á bak við Valgerði Svo virðist sem flestum þyki mikill missir af Valgerði, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum í dag. Þannig ber á gríðarlegri óánægju í Facebook-hópnum Vinahópur SÁÁ, vettvangi fyrir umræður um starf og réttindabaráttu samtakanna. Aðrir lýsa yfir áhyggjum af stöðunni á eigin Facebook-reikningum. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítala segir starfslok Valgerðar mikið högg fyrir bæði SÁÁ og sjúklinga sem leita þar meðferðar við fíknisjúkdómum. „Valgerði þekki ég vel persónulega en einnig sem kollega. Það er vandfundin heilsteypari manneskja með jafn sterka réttlætiskennd. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn en þessa á vandamálum SÁÁ - enda Valgerður með reynslu og þekkingu sem fáir búa yfir hérlendis,“ skrifar Tómas. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar skorar á stjórn SÁÁ að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá Valgerði aftur til starfa. Það sé nauðsynlegt í því ástandi sem nú ríkir á tímum kórónuveirunnar. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri á RÚV, þekkir vel til hjá SÁÁ. Hann er fyrrverandi samskiptastjóri samtakanna og fór jafnframt í áfengismeðferð á árum áður, líkt og hann hefur rætt opinberlega í viðtölum. Rúnar segir starfslok Valgerðar ótrúlega slæmar fréttir. „Hún er SÁÁ og hún er Vogur. hún bara má ekki hætta. Það vita allir sem hafa komið nálægt starfsemi félagsins. Ég skora á félagsmenn að gera allt sem þeir geta til að snúa við þessari ákvörðun.“ Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, fór í áfengismeðferð inni á Vogi síðasta haust. Hann segir að nú sé stórslys í uppsiglingu ef ekki veðri strax gripið í taumana. Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ber Valgerði einnig afar vel söguna, segir hana vandaða manneskju og mikinn fagmann sem láti sér annt um skjólstæðinga sína. „Þetta eru slæm tíðindi.“ Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar Háskóla Íslands tekur í sama streng. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta eru afar alvarleg tíðindi.“ Og Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir Valgerði rétta konu á réttum stað í herbúðum SÁÁ. Skipta þurfi um stjórnarformann hjá SÁÁ, ekki yfirlækni. „Vonandi missum við ekki Valgerði útaf ofríki í einum frekum kalli!“ Heilbrigðismál Vistaskipti Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Fjölmargir innan læknasamfélagsins, sem og fyrrverandi skjólstæðingar Vogs, hafa lýst yfir áhyggjum og furðu vegna stöðunnar sem komin er upp. Greint var frá því í morgun að Valgerður hefði sagt upp störfum í gær vegna djúpstæðs ágreinings við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. SÁÁ rekur meðferðarmiðstöðina á Vogi. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í morgun að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í gær, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar. Valgerður hyggst vinna þriggja mánaða uppsagnarfrest en hún hefur gegnt stöðu yfirlæknis frá árinu 2017. Þá átti hún þegar að baki um átján ára starfsferil hjá meðferðarstöðinni. Fylkja sér á bak við Valgerði Svo virðist sem flestum þyki mikill missir af Valgerði, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum í dag. Þannig ber á gríðarlegri óánægju í Facebook-hópnum Vinahópur SÁÁ, vettvangi fyrir umræður um starf og réttindabaráttu samtakanna. Aðrir lýsa yfir áhyggjum af stöðunni á eigin Facebook-reikningum. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítala segir starfslok Valgerðar mikið högg fyrir bæði SÁÁ og sjúklinga sem leita þar meðferðar við fíknisjúkdómum. „Valgerði þekki ég vel persónulega en einnig sem kollega. Það er vandfundin heilsteypari manneskja með jafn sterka réttlætiskennd. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn en þessa á vandamálum SÁÁ - enda Valgerður með reynslu og þekkingu sem fáir búa yfir hérlendis,“ skrifar Tómas. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar skorar á stjórn SÁÁ að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá Valgerði aftur til starfa. Það sé nauðsynlegt í því ástandi sem nú ríkir á tímum kórónuveirunnar. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri á RÚV, þekkir vel til hjá SÁÁ. Hann er fyrrverandi samskiptastjóri samtakanna og fór jafnframt í áfengismeðferð á árum áður, líkt og hann hefur rætt opinberlega í viðtölum. Rúnar segir starfslok Valgerðar ótrúlega slæmar fréttir. „Hún er SÁÁ og hún er Vogur. hún bara má ekki hætta. Það vita allir sem hafa komið nálægt starfsemi félagsins. Ég skora á félagsmenn að gera allt sem þeir geta til að snúa við þessari ákvörðun.“ Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, fór í áfengismeðferð inni á Vogi síðasta haust. Hann segir að nú sé stórslys í uppsiglingu ef ekki veðri strax gripið í taumana. Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ber Valgerði einnig afar vel söguna, segir hana vandaða manneskju og mikinn fagmann sem láti sér annt um skjólstæðinga sína. „Þetta eru slæm tíðindi.“ Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar Háskóla Íslands tekur í sama streng. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta eru afar alvarleg tíðindi.“ Og Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir Valgerði rétta konu á réttum stað í herbúðum SÁÁ. Skipta þurfi um stjórnarformann hjá SÁÁ, ekki yfirlækni. „Vonandi missum við ekki Valgerði útaf ofríki í einum frekum kalli!“
Heilbrigðismál Vistaskipti Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04
Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03