Ætlar að standa með fólkinu sínu og forðast uppsagnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2020 07:00 Rúta frá Teiti Jónassyni á bílastæðinu við Keflavíkurflugvöll á sólríkum degi þegar Icelandair og WOW air börðust um að flytja farþega til og frá Íslandi. Nú er tíðin önnur. Vísir/Vilhelm Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, segist hafa talið sig hafa séð allt í bransanum. Þar til nú. Rútufyrirtækið hefur verið í bransanum frá árinu 1963 en Ísland án allra túrista er eitthvað nýtt. „Þetta er algjört grín, eiginlega spuni, og gerist svo hratt. Á einni viku fórum við úr því að vera á fullu yfir í að allt væri stopp.“ „Það er enginn túristi“ Haraldur Þór Teitsson er eldri en tvævetur í rútubransanum. Kórónuveirufaraldurinn sem geysar hefur áhrif á samfélög um allan heim. Ferðaþjónustan hefur verið stærsta tekjulind Íslendinga undanfarin ár. En nú ferðast enginn. „Staðan er mjög einfalt. Það er enginn túristi,“ segir Haraldur. Rútufyrirtæki hans sé að 95 prósent leyti stopp. Fyrirtækið sinni neyðarþjónustu, lítilsháttar skólaakstri og aki eldri borgurum. „Við erum búnir að taka alla aðra bíla af númerum,“ segir Haraldur. Þá þarf ekki að standa kostnað af bifreiðagjöldum eða tryggingum á meðan. Það hjálpi mikið. Ferðamenn með grímur á andlitinu í flugstöðinni í lok janúar.Vísir/Vilhelm Fyrirtækið hefur um fjörutíu fasta starfsmenn sem fyrirtækið ætlar að standa með. Samningum við verktaka og aðra hefur hins vegar öllum verið sagt upp. Ætla aðra leið en Bláa lónið „Við reynum að segja upp eins lítið og hægt er af fólkinu okkar. Ætlum inn á þessa 25% leið,“ segir Haraldur og vísar til aðgerða stjórnvalda varðandi mótframlag ríkisins sé fólk fært í hlutastörf í stað þess að segja því upp. Tilkynnt var um að 164 starfsmönnum Bláa lónsins hefði verið sagt upp í gær. Öll starfsemi lónsins liggur niður sem stendur en tæplega átta hundrað manns störfuðu þar fram að fækkun í gær. Vakin hefur verið athygli á því að rekstur Bláa lónsins hefur gengið vel undanfarin farin ár. Arðgreiðslur í fyrra námu 4,3 milljörðum króna og 1,9 milljörðum árið á undan. Gríðarleg aðsókn hefur verið í Bláa lónið undanfarin ár, svo mikil að fólk þurfti að panta á netinu til að komast að.Vísir/Vilhelm „Ef þetta dregst á langinn þá verðum við bara að fara í massívar uppsagnir. Afkoman af félaginu hefur verið sæmileg og ég vil frekar henda peningunum í fólkið mitt og halda því. Ég hef ekki farið í að henda fólki út eins og Bláa lónið gerði.“ Ekki allt afbókað Haraldur var í sumarbústað að sinna heimakennslu fyrir börn sín þegar blaðamaður náði af honum tali. Raunveruleiki margra. Lítið að gera, mörg börn komast ekki í skóla en mörgum fjölskyldum virðist takast að þétta raðirnar og fjölga samverustundunum. Ljós í myrkrinu. Og þau eru fleiri. Haraldur leggur áherslu á að allt fari á fullt þegar, já þegar þessu ástandi linnir. Og ekki hafa allir afbókað ferðir sínar hingað til lands. „Það er eins og Mið-Evrópa sé ekki búin að afbóka allt enn þá. Stjórnvöld í Þýskalandi voru að koma með útspil, hvetja fólk til að afbóka ekki heldur bíða og umbóka. Það er mjög jákvætt,“ segir Haraldur. Margir hafa farið með rútum á borð við þessa fram og til baka frá Keflavíkurflugvelli. Þær eru flestar án númera þessa dagana.Vísir/Vilhelm Þá merkir hann breytt hljóð í yfirvöldum varðandi aðgerðir gagnvart erlendum rútufyrirtækjum sem undirbjóði akstur hér á landi en þurfi ekki að greiða bílstjórum sínum mannsæmandi laun. „Erlendu rúturnar voru að keyra hérna eftir að við vorum hættir. Það var skelfilegt að horfa upp á það. Bílar akandi hægri vinstri,“ segir Haraldur. Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra ætlar að sögn Haraldar að fara dönsku leiðina, þ.e. að takmarka þann dagafjölda sem rútur á erlendum númerum geta verið hér á landi. „Við vonum að þær reglur verði komnar þegar allt fer á fullt aftur,“ segir Haraldur. Staðan versnaði 2018 Hann segir reksturinn erfiðan hjá hópbílafyrirtækjunum og hafi verið það síðan árið 2018 þegar dagferðabransinn hrundi. Staðan hafi því verið viðkvæm áður en kórónuveiran gerði vart við sig og gott betur en það. 2018 hafi ferðavenjur breyst verulega. Verð á bílaleigubílum hafi lækkað sem hafi komið illa við fyrirtæki á borð við Grayline og Kynnisferðir sem gerðu mikið út á hópferðir fólks. Nánast enga ferðamenn var að finna á Gullna hringnum þegar ljósmyndari Vísis fór í bíltúr á miðvikudaginn.Vísir/Vilhelm „Fyrirtækin fóru að tapa gríðarlega miklum peningum, urðu þannig séð gjaldþrota og með mjög lítið eigið fé.“ Þau fóru því í samkeppnina með Teiti Jónassyni og fleiri fyrirtækjum sem sinna akstri fyrir ferðaskrifstofur. Hefðbundnar hópferðir. Þá hafi róðurinn eðlilega þyngst hjá aðilum þar. „Og erlenda samkeppnin hefur verið rosalega vond,“ segir Haraldur. Flestir í geiranum lifa ekki lengi Staða margra fyrirtækja er slæm. „Það eru ekki mörg fyrirtæki með góða lausafjárstöðu í hópbílageiranum. Hann þolir þetta ástand ekki lengi,“ segir Haraldur. Þótt fyrirtæki taki númer af bílum þarf að borga lánin. Haraldur segir þau ekki rosaleg hjá Teiti en margir séu með mikil lán. Sömuleiðis annað greiðsluútflæði sem ekki sé hægt að stopp. „Þú ert með húsnæði og fullt af föstum kostnaði. Flestir í þessum geira lifa ekkert mjög lengi.“ Ferðamaður að snæðingi á haustdegi í Reykjavík. Nýmjólk og kaka.Vísir/Vilhelm Varðandi lífvænleika fyrirtækja þá þurfi stjórnvöld að meta það með bönkunum, hvort að bjarga eigi þeim félögum sem geti tekið við þegar allt fer á flug í bransanum þegar áhrifa kórónuveirunnar hætti að gæta. „Ekki henda öllu í félög sem ekki eru lífvænleg,“ segir Haraldur. Stjórnvöld verði að velja og hafna í þeim efnum. Markaðssetningin lykilatriði Haraldur ræðir stöðuna við blaðamann á þeim nótum að það sé sól fyrir aftan skýin. Og það glytti í hana. „Nú er bara að „lay low“, reyna að halda góðum mannskapp og vera klár í slaginn,“ segir Haraldur. Legja þurfi mikla áherslu á markaðssetningu á Íslandi um leið og fari að sjást til lands. Stjórnvöld þurfi að grípa þann bolta með krafti. Haraldur horfir til Katrínar Jakobsdóttur og ráðherraliðs hennar varðandi markaðssetningu í ferðaþjónustu þegar fer að glytta í viðsnúning.Vísir/Vilhelm „Það er algjört lykilatriði að um leið og við sjáum eygja í land þurfum við að setja allt á fullt í markaðssetningu. Það er eina leiðin. Allar þjóðir eru að hugsa það sama en við verðum að setja extra mikið „power“ í það. Það er svo mikilvægt fyrir hagkerfið okkar.“ Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hefur verið talinn rúmlega átta prósent undanfarin ár. Haraldur vill nota tækifærið og hrósa starfsfólki sínu fyrir hve vel það taki tíðindunum. Með stóískri ró eins og hann orðar það. „Það er mögnuð upplifun að sjá hvernig fólk bregst við. Maður bjóst við hörku en það eru allir með. Við ætlum að standa með fólkinu okkar.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, segist hafa talið sig hafa séð allt í bransanum. Þar til nú. Rútufyrirtækið hefur verið í bransanum frá árinu 1963 en Ísland án allra túrista er eitthvað nýtt. „Þetta er algjört grín, eiginlega spuni, og gerist svo hratt. Á einni viku fórum við úr því að vera á fullu yfir í að allt væri stopp.“ „Það er enginn túristi“ Haraldur Þór Teitsson er eldri en tvævetur í rútubransanum. Kórónuveirufaraldurinn sem geysar hefur áhrif á samfélög um allan heim. Ferðaþjónustan hefur verið stærsta tekjulind Íslendinga undanfarin ár. En nú ferðast enginn. „Staðan er mjög einfalt. Það er enginn túristi,“ segir Haraldur. Rútufyrirtæki hans sé að 95 prósent leyti stopp. Fyrirtækið sinni neyðarþjónustu, lítilsháttar skólaakstri og aki eldri borgurum. „Við erum búnir að taka alla aðra bíla af númerum,“ segir Haraldur. Þá þarf ekki að standa kostnað af bifreiðagjöldum eða tryggingum á meðan. Það hjálpi mikið. Ferðamenn með grímur á andlitinu í flugstöðinni í lok janúar.Vísir/Vilhelm Fyrirtækið hefur um fjörutíu fasta starfsmenn sem fyrirtækið ætlar að standa með. Samningum við verktaka og aðra hefur hins vegar öllum verið sagt upp. Ætla aðra leið en Bláa lónið „Við reynum að segja upp eins lítið og hægt er af fólkinu okkar. Ætlum inn á þessa 25% leið,“ segir Haraldur og vísar til aðgerða stjórnvalda varðandi mótframlag ríkisins sé fólk fært í hlutastörf í stað þess að segja því upp. Tilkynnt var um að 164 starfsmönnum Bláa lónsins hefði verið sagt upp í gær. Öll starfsemi lónsins liggur niður sem stendur en tæplega átta hundrað manns störfuðu þar fram að fækkun í gær. Vakin hefur verið athygli á því að rekstur Bláa lónsins hefur gengið vel undanfarin farin ár. Arðgreiðslur í fyrra námu 4,3 milljörðum króna og 1,9 milljörðum árið á undan. Gríðarleg aðsókn hefur verið í Bláa lónið undanfarin ár, svo mikil að fólk þurfti að panta á netinu til að komast að.Vísir/Vilhelm „Ef þetta dregst á langinn þá verðum við bara að fara í massívar uppsagnir. Afkoman af félaginu hefur verið sæmileg og ég vil frekar henda peningunum í fólkið mitt og halda því. Ég hef ekki farið í að henda fólki út eins og Bláa lónið gerði.“ Ekki allt afbókað Haraldur var í sumarbústað að sinna heimakennslu fyrir börn sín þegar blaðamaður náði af honum tali. Raunveruleiki margra. Lítið að gera, mörg börn komast ekki í skóla en mörgum fjölskyldum virðist takast að þétta raðirnar og fjölga samverustundunum. Ljós í myrkrinu. Og þau eru fleiri. Haraldur leggur áherslu á að allt fari á fullt þegar, já þegar þessu ástandi linnir. Og ekki hafa allir afbókað ferðir sínar hingað til lands. „Það er eins og Mið-Evrópa sé ekki búin að afbóka allt enn þá. Stjórnvöld í Þýskalandi voru að koma með útspil, hvetja fólk til að afbóka ekki heldur bíða og umbóka. Það er mjög jákvætt,“ segir Haraldur. Margir hafa farið með rútum á borð við þessa fram og til baka frá Keflavíkurflugvelli. Þær eru flestar án númera þessa dagana.Vísir/Vilhelm Þá merkir hann breytt hljóð í yfirvöldum varðandi aðgerðir gagnvart erlendum rútufyrirtækjum sem undirbjóði akstur hér á landi en þurfi ekki að greiða bílstjórum sínum mannsæmandi laun. „Erlendu rúturnar voru að keyra hérna eftir að við vorum hættir. Það var skelfilegt að horfa upp á það. Bílar akandi hægri vinstri,“ segir Haraldur. Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra ætlar að sögn Haraldar að fara dönsku leiðina, þ.e. að takmarka þann dagafjölda sem rútur á erlendum númerum geta verið hér á landi. „Við vonum að þær reglur verði komnar þegar allt fer á fullt aftur,“ segir Haraldur. Staðan versnaði 2018 Hann segir reksturinn erfiðan hjá hópbílafyrirtækjunum og hafi verið það síðan árið 2018 þegar dagferðabransinn hrundi. Staðan hafi því verið viðkvæm áður en kórónuveiran gerði vart við sig og gott betur en það. 2018 hafi ferðavenjur breyst verulega. Verð á bílaleigubílum hafi lækkað sem hafi komið illa við fyrirtæki á borð við Grayline og Kynnisferðir sem gerðu mikið út á hópferðir fólks. Nánast enga ferðamenn var að finna á Gullna hringnum þegar ljósmyndari Vísis fór í bíltúr á miðvikudaginn.Vísir/Vilhelm „Fyrirtækin fóru að tapa gríðarlega miklum peningum, urðu þannig séð gjaldþrota og með mjög lítið eigið fé.“ Þau fóru því í samkeppnina með Teiti Jónassyni og fleiri fyrirtækjum sem sinna akstri fyrir ferðaskrifstofur. Hefðbundnar hópferðir. Þá hafi róðurinn eðlilega þyngst hjá aðilum þar. „Og erlenda samkeppnin hefur verið rosalega vond,“ segir Haraldur. Flestir í geiranum lifa ekki lengi Staða margra fyrirtækja er slæm. „Það eru ekki mörg fyrirtæki með góða lausafjárstöðu í hópbílageiranum. Hann þolir þetta ástand ekki lengi,“ segir Haraldur. Þótt fyrirtæki taki númer af bílum þarf að borga lánin. Haraldur segir þau ekki rosaleg hjá Teiti en margir séu með mikil lán. Sömuleiðis annað greiðsluútflæði sem ekki sé hægt að stopp. „Þú ert með húsnæði og fullt af föstum kostnaði. Flestir í þessum geira lifa ekkert mjög lengi.“ Ferðamaður að snæðingi á haustdegi í Reykjavík. Nýmjólk og kaka.Vísir/Vilhelm Varðandi lífvænleika fyrirtækja þá þurfi stjórnvöld að meta það með bönkunum, hvort að bjarga eigi þeim félögum sem geti tekið við þegar allt fer á flug í bransanum þegar áhrifa kórónuveirunnar hætti að gæta. „Ekki henda öllu í félög sem ekki eru lífvænleg,“ segir Haraldur. Stjórnvöld verði að velja og hafna í þeim efnum. Markaðssetningin lykilatriði Haraldur ræðir stöðuna við blaðamann á þeim nótum að það sé sól fyrir aftan skýin. Og það glytti í hana. „Nú er bara að „lay low“, reyna að halda góðum mannskapp og vera klár í slaginn,“ segir Haraldur. Legja þurfi mikla áherslu á markaðssetningu á Íslandi um leið og fari að sjást til lands. Stjórnvöld þurfi að grípa þann bolta með krafti. Haraldur horfir til Katrínar Jakobsdóttur og ráðherraliðs hennar varðandi markaðssetningu í ferðaþjónustu þegar fer að glytta í viðsnúning.Vísir/Vilhelm „Það er algjört lykilatriði að um leið og við sjáum eygja í land þurfum við að setja allt á fullt í markaðssetningu. Það er eina leiðin. Allar þjóðir eru að hugsa það sama en við verðum að setja extra mikið „power“ í það. Það er svo mikilvægt fyrir hagkerfið okkar.“ Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hefur verið talinn rúmlega átta prósent undanfarin ár. Haraldur vill nota tækifærið og hrósa starfsfólki sínu fyrir hve vel það taki tíðindunum. Með stóískri ró eins og hann orðar það. „Það er mögnuð upplifun að sjá hvernig fólk bregst við. Maður bjóst við hörku en það eru allir með. Við ætlum að standa með fólkinu okkar.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira