Fótboltamaður vaknaði eftir að hafa verið í dái í meira en tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 09:00 Abdelhak Nouri liggur hér í grasinu eftir að hafa hnigið niður í æfingarleik Ajax og Werder Bremen í júlí 2017. Getty/VI Images Fyrrum leikmaður hollenska stórliðsins Ajax er kominn til meðvitundar á ný eftir að hafa verið í dái síðan 2017. Bróðir hans sagði fréttirnar í hollenskum sjónvarpsþætti. Abdelhak Nouri hné niður í æfingarleik Ajax á móti Werder Bremen 8. júlí 2017 eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var fluttur á sjúkrahús í þyrlu og ástand hans sagt stöðugt. Fimm dögum síðar tilkynnti Ajax hins vegar að leikmaðurinn hafi orðið fyrir alvarlegum og varanlegum heilaskaða og að hann væri í dásvefni. Síðan hefur ekkert frést opinberlega af afdrifum Abdelhak Nouri en nú fannst fjölskyldu hans vera komin tími til að segja frá stöðunni. The 22-year old midfielder collapsed in a friendly against Werder Bremen in 2017 Amazing news at a difficult time for everyone https://t.co/msh0oi72CK— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Bróðir Abdelhak Nouri sagði frá ástandi hans í sjónvarpsþættinum De Wereld Draait Door en þar var talað um þennan fyrrum leikmann Ajax. Í þættinum voru faðir Nouri, bróðirinn Abderrahim og svo liðsfélagarnir Ajax liðinu frá 2017 þeir Frenkie de Jong, Donny van de Beek and Steven Bergwijn. Former Ajax player Abdelhak Nouri is no longer in coma after two years and nine months, his family has confirmed ??He can now sit in his wheelchair and communicate with his family.Amazing news ?? pic.twitter.com/wViiXdqZgv— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 26, 2020 „Hann hefur ekki verið lengi heima en við hugsum um hann núna. Það gengur miklu betur eftir að hann kom heim heldur en á sjúkrahúsinu. Hann veit hver hann er og kannast betur við sig þegar hann kominn innan um fjölskylduna,“ sagði Abderrahim. „Hann er ekki lengur í dái. Hann er vakandi. Hann sefur, hann hnerrar, hann borðar, hann ropar en hann fer þó ekki úr rúminu sínu. Hann er bara í rúminu og treystir mjög mikið á okkur. Hann hefur samskipti við okkur á góðu dögunum sínum, með augabrúnunum eða með því að brosa,“ sagði Abderrahim. Abderrahim sagði að þeir horfi á fótbolta með honum og það virðist hafa góð áhrif á hann. Abdelhak Nouri var hollenskur unglingalandsliðsmaður og var meðal annars valinn í úrvalsliðið á EM 19 ára sumarið 2016. Hann var líka valinn besti leikmaður hollensku b-deildarinnar tímabilið 2016-17 og var að reyna að vinna sér sæti í aðalliði Ajax þegar atvikið varð. Hollenski boltinn Holland Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Sjá meira
Fyrrum leikmaður hollenska stórliðsins Ajax er kominn til meðvitundar á ný eftir að hafa verið í dái síðan 2017. Bróðir hans sagði fréttirnar í hollenskum sjónvarpsþætti. Abdelhak Nouri hné niður í æfingarleik Ajax á móti Werder Bremen 8. júlí 2017 eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var fluttur á sjúkrahús í þyrlu og ástand hans sagt stöðugt. Fimm dögum síðar tilkynnti Ajax hins vegar að leikmaðurinn hafi orðið fyrir alvarlegum og varanlegum heilaskaða og að hann væri í dásvefni. Síðan hefur ekkert frést opinberlega af afdrifum Abdelhak Nouri en nú fannst fjölskyldu hans vera komin tími til að segja frá stöðunni. The 22-year old midfielder collapsed in a friendly against Werder Bremen in 2017 Amazing news at a difficult time for everyone https://t.co/msh0oi72CK— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Bróðir Abdelhak Nouri sagði frá ástandi hans í sjónvarpsþættinum De Wereld Draait Door en þar var talað um þennan fyrrum leikmann Ajax. Í þættinum voru faðir Nouri, bróðirinn Abderrahim og svo liðsfélagarnir Ajax liðinu frá 2017 þeir Frenkie de Jong, Donny van de Beek and Steven Bergwijn. Former Ajax player Abdelhak Nouri is no longer in coma after two years and nine months, his family has confirmed ??He can now sit in his wheelchair and communicate with his family.Amazing news ?? pic.twitter.com/wViiXdqZgv— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 26, 2020 „Hann hefur ekki verið lengi heima en við hugsum um hann núna. Það gengur miklu betur eftir að hann kom heim heldur en á sjúkrahúsinu. Hann veit hver hann er og kannast betur við sig þegar hann kominn innan um fjölskylduna,“ sagði Abderrahim. „Hann er ekki lengur í dái. Hann er vakandi. Hann sefur, hann hnerrar, hann borðar, hann ropar en hann fer þó ekki úr rúminu sínu. Hann er bara í rúminu og treystir mjög mikið á okkur. Hann hefur samskipti við okkur á góðu dögunum sínum, með augabrúnunum eða með því að brosa,“ sagði Abderrahim. Abderrahim sagði að þeir horfi á fótbolta með honum og það virðist hafa góð áhrif á hann. Abdelhak Nouri var hollenskur unglingalandsliðsmaður og var meðal annars valinn í úrvalsliðið á EM 19 ára sumarið 2016. Hann var líka valinn besti leikmaður hollensku b-deildarinnar tímabilið 2016-17 og var að reyna að vinna sér sæti í aðalliði Ajax þegar atvikið varð.
Hollenski boltinn Holland Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Sjá meira