Bítið í umsjón Heimis Karlssonar og Guðlaugs Helgasonar hófst í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni og hér á Vísi klukkan 6:50 í morgun. Fyrsti gestur þáttarins í dag var Róbert Aron Magnússon eigandi Reykjavík Streetfood, sem hyggst færa matarvagna sína inn í íbúðahverfin og koma þannig til móts við fólk á tímum kórónuveirunnar.
Ella Óskarsdóttir, starfsmaður ólympíunefndar í Madríd á Spáni, ræðdi svo stöðuna sem upp er komin í landinu með tilliti til veirunnar. Þá varð spjallað við Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts, um stöðu Póstsins á veirutímum.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mætti því næst í sett og fór yfir stöðu landbúnaðar í landinu. Þá komu Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og fóru yfir verkalýðsbaráttuna.
Sindri Sindrason sjónvarpsmaður á Stöð 2 og Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri Símans tóku svo fyrir fréttir vikunnar með þáttastjórnendum.
Amalía Ósk Sigurðardóttir Íslandsmeistari í ólympískum lyftingum og Kristín Dóra Sigurðardóttir, Íslandsmeistari í sömu grein árið 2019, mættu svo í myndverið og lyftu lóðum. Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tók svo lagið.