Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 18:00 Hlynur Bæringsson og Ágúst Angantýsson lyfta bikarmeistaratitlinum fyrr í vetur. Vísir/Daníel Stjörnumenn hafa stofnað viðburð um miðjan næsta mánuð undir heitinu: Sláum „aðsóknarmetið“ en þetta er styrktarleikur körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Stjarnan er deildarmeistari annað árið í röð og vann einnig bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Garðbæingar hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar og þurft að bíða í eitt ár í viðbót til að breyta því. Það er ljóst á öllu að félög eru að reyna að hugsa út fyrir kassann og það má sjá á þessari sniðugu hugmynd Stjörnumanna. Nú er bara að sjá hvernig stuðningsmenn liðsins taka í þetta. „15. apríl næstkomandi ætlar meistaraflokkur karla í körfubolta, með ykkar hjálp, að slá „aðsóknarmetið“ í Mathús Garðabæjarhöllinni. Þetta verður „leikur“ sem ekki fer fram til styrktar deildinni og því öfluga starfi sem þar fer fram,“ segir í kynningu á viðburðinum inn á Tix.is. Stjörnuliðið ætlaði sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár en það verður ekkert að henni vegna kórónuveirunnar. Þetta þýðir eins og hjá öðrum félögum að Stjarnan hefur orðið fyrir miklum tekjumissi. „Það var alla farið að hlakka til úrslitakeppninnar sem verður svo ekki. Það hefur gífurleg áhrif á fjárhag deildarinnar enda er úrslitakeppnin langstærsta tekjulind ársins. Þetta leggst sérstaklega þungt á gjaldkerann og þessi „leikur“ er ekki síst fyrir hann,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Stjörnumenn stefna á að selja meira en fimmtán hundruð miða á leikinn en það hefur bara einu sinni gerst að fimmtán hundruð mann hafi komið á körfuboltaleik í Ásgarði og það var leikur fjögur í lokaúrslitum á móti Grindavík vorið 2013. „Þetta met ætlum við að slá með ykkar hjálp. Það var geggjað gaman, frábær mæting og sturluð stemming í vetur og okkur langar að upplifa það aftur á næsta tímabili en til þess þá þurfum við ykkar hjálp. Athugið að með því að kaupa hér miða ertu eingöngu að kaupa til að styrkja - þú færð ekki aðgöngumiða á neinn viðburð,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Stjörnumenn hafa stofnað viðburð um miðjan næsta mánuð undir heitinu: Sláum „aðsóknarmetið“ en þetta er styrktarleikur körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Stjarnan er deildarmeistari annað árið í röð og vann einnig bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Garðbæingar hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar og þurft að bíða í eitt ár í viðbót til að breyta því. Það er ljóst á öllu að félög eru að reyna að hugsa út fyrir kassann og það má sjá á þessari sniðugu hugmynd Stjörnumanna. Nú er bara að sjá hvernig stuðningsmenn liðsins taka í þetta. „15. apríl næstkomandi ætlar meistaraflokkur karla í körfubolta, með ykkar hjálp, að slá „aðsóknarmetið“ í Mathús Garðabæjarhöllinni. Þetta verður „leikur“ sem ekki fer fram til styrktar deildinni og því öfluga starfi sem þar fer fram,“ segir í kynningu á viðburðinum inn á Tix.is. Stjörnuliðið ætlaði sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár en það verður ekkert að henni vegna kórónuveirunnar. Þetta þýðir eins og hjá öðrum félögum að Stjarnan hefur orðið fyrir miklum tekjumissi. „Það var alla farið að hlakka til úrslitakeppninnar sem verður svo ekki. Það hefur gífurleg áhrif á fjárhag deildarinnar enda er úrslitakeppnin langstærsta tekjulind ársins. Þetta leggst sérstaklega þungt á gjaldkerann og þessi „leikur“ er ekki síst fyrir hann,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Stjörnumenn stefna á að selja meira en fimmtán hundruð miða á leikinn en það hefur bara einu sinni gerst að fimmtán hundruð mann hafi komið á körfuboltaleik í Ásgarði og það var leikur fjögur í lokaúrslitum á móti Grindavík vorið 2013. „Þetta met ætlum við að slá með ykkar hjálp. Það var geggjað gaman, frábær mæting og sturluð stemming í vetur og okkur langar að upplifa það aftur á næsta tímabili en til þess þá þurfum við ykkar hjálp. Athugið að með því að kaupa hér miða ertu eingöngu að kaupa til að styrkja - þú færð ekki aðgöngumiða á neinn viðburð,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum