Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2020 23:00 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Vísir/Getty Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur sakað fjölmiðla þar í landi um að ala á ótta fólks með umfjöllun sinni um kórónuveiruna COVID-19 og útbreiðslu hennar. Þetta sagði hann í ræðu þar sem hann reyndi að gera lítið úr alverleika veirunnar og áhrifanna sem hún hefur. Þetta gerði hann í ræðu sem sjónvarpað var um Brasilíu í gær. Þar kallaði hann einnig eftir því að bæjar- og ríkisstjórar í landinu drægju úr þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið í Brasilíu til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Líf okkar verða að halda áfram. Fólk verður að halda störfum sínum. Við verðum að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf,“ hefur BBC eftir Bolsonaro. Ræða forsetans olli mikilli reiði meðal Brasilíubúa. Raunar svo mikilli, að mótmæli gegn forsetanum spruttu út víða um landið. Þá sagði forsetinn að aðgerðir á borð við takmarkanir á almenningssamgöngum, samskiptum fólks og lokanir skóla og fyrirtækja væru til þess fallnar að skilja eftir sig „sviðna jörð.“ Neitar því að hafa greinst með veiruna sjálfur Þá bætti hann við að fólk yfir 60 ára aldri kynni að vera í hættu. Aðrir, þar á meðal hann sjálfur, hefðu ekkert að óttast. „Miðað við íþróttasögu mína hefði ég ekkert að óttast ef ég fengi veiruna. Ég myndi ekki finna fyrir neinu, þetta yrði í mesta lagi örlítil flensa.“ Fregnir hafa borist af því að Bolsonaro sjálfur sé með veiruna. Á síðustu dögum hafa 22 embættismenn, sem fylgdu forsetanum í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, greinst með veiruna. Bolsonaro hefur í tvígang hafnað því að hafa greinst með veiruna, án þess þó að leggja fram sannanir fyrir því. Leiðtogi brasilíska þingsins, Davi Alcolumbre, sagði í kjölfar ræðu Bolsonaro að Brasilíu skorti „alvarlega, ábyrga stjórn.“ Alcolumbre er sjálfur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur sakað fjölmiðla þar í landi um að ala á ótta fólks með umfjöllun sinni um kórónuveiruna COVID-19 og útbreiðslu hennar. Þetta sagði hann í ræðu þar sem hann reyndi að gera lítið úr alverleika veirunnar og áhrifanna sem hún hefur. Þetta gerði hann í ræðu sem sjónvarpað var um Brasilíu í gær. Þar kallaði hann einnig eftir því að bæjar- og ríkisstjórar í landinu drægju úr þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið í Brasilíu til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Líf okkar verða að halda áfram. Fólk verður að halda störfum sínum. Við verðum að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf,“ hefur BBC eftir Bolsonaro. Ræða forsetans olli mikilli reiði meðal Brasilíubúa. Raunar svo mikilli, að mótmæli gegn forsetanum spruttu út víða um landið. Þá sagði forsetinn að aðgerðir á borð við takmarkanir á almenningssamgöngum, samskiptum fólks og lokanir skóla og fyrirtækja væru til þess fallnar að skilja eftir sig „sviðna jörð.“ Neitar því að hafa greinst með veiruna sjálfur Þá bætti hann við að fólk yfir 60 ára aldri kynni að vera í hættu. Aðrir, þar á meðal hann sjálfur, hefðu ekkert að óttast. „Miðað við íþróttasögu mína hefði ég ekkert að óttast ef ég fengi veiruna. Ég myndi ekki finna fyrir neinu, þetta yrði í mesta lagi örlítil flensa.“ Fregnir hafa borist af því að Bolsonaro sjálfur sé með veiruna. Á síðustu dögum hafa 22 embættismenn, sem fylgdu forsetanum í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, greinst með veiruna. Bolsonaro hefur í tvígang hafnað því að hafa greinst með veiruna, án þess þó að leggja fram sannanir fyrir því. Leiðtogi brasilíska þingsins, Davi Alcolumbre, sagði í kjölfar ræðu Bolsonaro að Brasilíu skorti „alvarlega, ábyrga stjórn.“ Alcolumbre er sjálfur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira