Stjórnarmenn WOW fengið nóg af „rangfærslum og aðdróttunum“ Stefáns Einars Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2020 14:45 Stefán Einar Stefánsson hefur flutt reglulegar fréttir af málefnum WOW air í viðskiptahluta Morgunblaðsins, auk þess að hafa skrifað bók um flugfélagið. Fyrrverandi stjórnarmenn í hinu fallna WOW air saka viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins um fréttaflutning sem ýmist sé efnislega rangur, byggður á endurteknu efni eða inniheldur „aðdróttanir sem nauðsynlegt er að bregðast við.“ Stjórnarmennirnir bregðast einmitt við fréttaflutningi hans í dag, í yfirlýsingu sem þeir sendu fjölmiðlum nú í hádeginu. Þar fara þeir hörðum orðum um skrif Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptaritstjóra og höfund bókarinnar WOW - ris og fall flugfélags sem gefin var út í fyrra. Skúli Mogensen, stofnandi flugfélagsins, hefur áður lýst óánægju sinni með bókina og sagt Stefán hafa farið með „ítrekaðar dylgur og ósannindi“ um málefni WOW. Sjá einnig: Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Stefán er skrifaður fyrir frétt sem birtist í Morgunblaðinu í dag og ber yfirskriftina „Sækja á 2,8 milljarða tryggingu.“ Fréttin hverfist um tilraunir slitabús flugfélagsins og kröfuhafa til að fá bætt tjón sem „þessir aðilar telja sig hafa orðið fyrir vegna ákvaðana stjórnenda og stjórnar WOW air,“ eins og það er orðað í fréttinni. Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, reyndi hvað hann gat að bjarga flugfélagi sínu. Þrátt fyrir andvökunætur og ótal símtöl tókst honum það ekki.Vísir/vilhelm „Undarlegt samhengi“ Umræddir stjórnarmenn hafa ýmislegt við fréttina að athuga og segja hana til að mynda setta í „undarlegt samhengi“ eins og það er orðað í fyrrnefndri yfirlýsingu. „Þar er því haldið fram að félagið hafi keypt stjórnendatryggingu á ögurstundu, sem er ekki aðeins villandi heldur beinlínis rangt. Á ögurstundu stendur fyrirtækjum ekki til boða að kaupa stjórnendatryggingar,“ skrifa stjórnendurnir. Hið rétta sé hinsvegar, að sögn stjórnarmannanna, að stjórn og stjórnendur WOW air hafi verið með stjórnendatryggingu „frá fyrsta degi og hún var reglulega endurnýjuð, eins og aðrar tryggingar félagsins.“ Þar að auki telja stjórnarmennirnir ekkert nýtt í skrifum Stefáns Einars, þetta sé í raun gömul frétt. Ekki aðeins sé eðlilegt að fólk sem telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna gjaldþrots leiti réttar síns heldur hafi verið leitað í umrædda stjórnendatryggingu á síðasta ári, um það leyti sem hún rann úr gildi. „Ekkert hefur hins vegar gerst í málinu síðan - engar frekari kröfur hafa verið gerðar né nokkrar umleitanir átt sér stað.“ Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður WOW air, er talsmaður stjórnarinnar hvað þessa gagnrýni varðar. Hún var á dögunum kynnt sem nýr forstjóri ORF Líftækni.orf Mótsagnakenndur Stefán Þar að auki telja stjórnarmennirnir að Stefán Einar sé í mótsögn við sjálfan sig. Orðalag hans um „veikburða tilraun til að forða félaginu frá gjaldþroti“ stangist þannig á við fullyrðingar hans sjálfs um stóræktar björgunartilraunir, sem birtist framar í sömu frétt. „Tilraunir til að bjarga WOW air voru ekki veikburða og virðist ætlun höfundarins sú að gera lítið úr þeim aðgerðum sem farið var í til að reyna að bjarga félaginu. Það hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir framtíð félagsins að allir skyldu leggjast á eitt um björgun þess. Þetta ætti að vera hverjum sem er ljóst þegar nánast öll flugfélög heims standa nú í viðamiklum björgunaraðgerðum. En því miður fór sem fór með ömurlegum afleiðingum,“ skrifa stjórnarmennirnir. Rangfærslur og endurtekið efni Þeir segja jafnframt „fjarri sannleikanum“ að stjórnin sé klofin og „hafi eytt undanförnum mánuðum í að undirbúa varnir sínar vegna fram kominna krafna,“ eins og haldið sé fram í Morgunblaðinu. „Ítrekaður fréttaflutningur viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og höfundar bókarinnar um fall WOW air af málinu byggir því ýmist á rangfærslum eða endurteknu efni.“ WOW Air Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Fyrrverandi stjórnarmenn í hinu fallna WOW air saka viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins um fréttaflutning sem ýmist sé efnislega rangur, byggður á endurteknu efni eða inniheldur „aðdróttanir sem nauðsynlegt er að bregðast við.“ Stjórnarmennirnir bregðast einmitt við fréttaflutningi hans í dag, í yfirlýsingu sem þeir sendu fjölmiðlum nú í hádeginu. Þar fara þeir hörðum orðum um skrif Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptaritstjóra og höfund bókarinnar WOW - ris og fall flugfélags sem gefin var út í fyrra. Skúli Mogensen, stofnandi flugfélagsins, hefur áður lýst óánægju sinni með bókina og sagt Stefán hafa farið með „ítrekaðar dylgur og ósannindi“ um málefni WOW. Sjá einnig: Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Stefán er skrifaður fyrir frétt sem birtist í Morgunblaðinu í dag og ber yfirskriftina „Sækja á 2,8 milljarða tryggingu.“ Fréttin hverfist um tilraunir slitabús flugfélagsins og kröfuhafa til að fá bætt tjón sem „þessir aðilar telja sig hafa orðið fyrir vegna ákvaðana stjórnenda og stjórnar WOW air,“ eins og það er orðað í fréttinni. Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, reyndi hvað hann gat að bjarga flugfélagi sínu. Þrátt fyrir andvökunætur og ótal símtöl tókst honum það ekki.Vísir/vilhelm „Undarlegt samhengi“ Umræddir stjórnarmenn hafa ýmislegt við fréttina að athuga og segja hana til að mynda setta í „undarlegt samhengi“ eins og það er orðað í fyrrnefndri yfirlýsingu. „Þar er því haldið fram að félagið hafi keypt stjórnendatryggingu á ögurstundu, sem er ekki aðeins villandi heldur beinlínis rangt. Á ögurstundu stendur fyrirtækjum ekki til boða að kaupa stjórnendatryggingar,“ skrifa stjórnendurnir. Hið rétta sé hinsvegar, að sögn stjórnarmannanna, að stjórn og stjórnendur WOW air hafi verið með stjórnendatryggingu „frá fyrsta degi og hún var reglulega endurnýjuð, eins og aðrar tryggingar félagsins.“ Þar að auki telja stjórnarmennirnir ekkert nýtt í skrifum Stefáns Einars, þetta sé í raun gömul frétt. Ekki aðeins sé eðlilegt að fólk sem telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna gjaldþrots leiti réttar síns heldur hafi verið leitað í umrædda stjórnendatryggingu á síðasta ári, um það leyti sem hún rann úr gildi. „Ekkert hefur hins vegar gerst í málinu síðan - engar frekari kröfur hafa verið gerðar né nokkrar umleitanir átt sér stað.“ Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður WOW air, er talsmaður stjórnarinnar hvað þessa gagnrýni varðar. Hún var á dögunum kynnt sem nýr forstjóri ORF Líftækni.orf Mótsagnakenndur Stefán Þar að auki telja stjórnarmennirnir að Stefán Einar sé í mótsögn við sjálfan sig. Orðalag hans um „veikburða tilraun til að forða félaginu frá gjaldþroti“ stangist þannig á við fullyrðingar hans sjálfs um stóræktar björgunartilraunir, sem birtist framar í sömu frétt. „Tilraunir til að bjarga WOW air voru ekki veikburða og virðist ætlun höfundarins sú að gera lítið úr þeim aðgerðum sem farið var í til að reyna að bjarga félaginu. Það hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir framtíð félagsins að allir skyldu leggjast á eitt um björgun þess. Þetta ætti að vera hverjum sem er ljóst þegar nánast öll flugfélög heims standa nú í viðamiklum björgunaraðgerðum. En því miður fór sem fór með ömurlegum afleiðingum,“ skrifa stjórnarmennirnir. Rangfærslur og endurtekið efni Þeir segja jafnframt „fjarri sannleikanum“ að stjórnin sé klofin og „hafi eytt undanförnum mánuðum í að undirbúa varnir sínar vegna fram kominna krafna,“ eins og haldið sé fram í Morgunblaðinu. „Ítrekaður fréttaflutningur viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og höfundar bókarinnar um fall WOW air af málinu byggir því ýmist á rangfærslum eða endurteknu efni.“
WOW Air Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira