Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2020 19:50 Á daglegum blaðamannafundi var spurt um réttindi þeirra sem tilheyra viðkvæmum hópum og eiga í aukinni hættu á að veikjast alvarlega vegna kórónuveirunnar. Ljósmynd/Lögreglan Í umræðum um réttindi fólks sem tilheyrir viðkvæmum hópum sagði sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi í dag að fólki með alvarlega sjúkdóma sé ráðlagt að fara í verndarsóttkví. Vísaði hann til alvarlegra lungnasjúkdóma en sagði þetta ekki eiga til dæmis við um hefðbundinn astma. „Við erum ekki að skipa fólki að fara í [verndarsóttkví], heldur erum við að biðla til fólks. Á því byggja allar okkar tillögur og ráðleggingar til fólks; að það finni það, skilji það og vilji gera þetta. Þannig erum við að gera þetta með alla viðkvæma hópa,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Þannig er fólk háð velvilja vinnuveitanda að halda launum í slíku verndarsóttkví, að því gefnu að það geti ekki unnið heima, enda er ekki hægt að fá veikindavottorð. Það staðfesti Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, á þessum sama fundi í dag. „Það er auðvitað hægt að skrifa vottorð þar sem staðfestist að einstaklingur sé með sjúkdóm en í sjálfu sér er fólk ekki veikt,“ sagði Óskar Reykdalsson. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Fréttastofu hefur borist bréf frá fólki sem tilheyrir þessum viðkvæmu hópum. Til dæmis frá fólki sem er á ónæmisbælandi lyfjum eða með öndunarfærasjúkdóma. Margir hverjir eru á atvinnumarkaði en vegna sjúkdóms síns vilja ekki vera meðal fólks. Einhverjir hafa bent á að það skjóti skökku við að þeir sem velji sjálfir að fara til útlanda í skíðaferð, jafnvel vitandi af hættunni og sóttkvískyldunni, fái laun í tvær vikur í sóttkví á meðan þeir sem eru í aukinni hættu vegna veirunnar fái ekki laun. Á upplýsingafundinum í dag sagði almannavarnateymið að málið væri í skoðun. Sömuleiðis sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ráðuneytið vera að skoða þessi mál. Fréttastofa mun fylgjast með framvindu mála næstu daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Í umræðum um réttindi fólks sem tilheyrir viðkvæmum hópum sagði sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi í dag að fólki með alvarlega sjúkdóma sé ráðlagt að fara í verndarsóttkví. Vísaði hann til alvarlegra lungnasjúkdóma en sagði þetta ekki eiga til dæmis við um hefðbundinn astma. „Við erum ekki að skipa fólki að fara í [verndarsóttkví], heldur erum við að biðla til fólks. Á því byggja allar okkar tillögur og ráðleggingar til fólks; að það finni það, skilji það og vilji gera þetta. Þannig erum við að gera þetta með alla viðkvæma hópa,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Þannig er fólk háð velvilja vinnuveitanda að halda launum í slíku verndarsóttkví, að því gefnu að það geti ekki unnið heima, enda er ekki hægt að fá veikindavottorð. Það staðfesti Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, á þessum sama fundi í dag. „Það er auðvitað hægt að skrifa vottorð þar sem staðfestist að einstaklingur sé með sjúkdóm en í sjálfu sér er fólk ekki veikt,“ sagði Óskar Reykdalsson. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Fréttastofu hefur borist bréf frá fólki sem tilheyrir þessum viðkvæmu hópum. Til dæmis frá fólki sem er á ónæmisbælandi lyfjum eða með öndunarfærasjúkdóma. Margir hverjir eru á atvinnumarkaði en vegna sjúkdóms síns vilja ekki vera meðal fólks. Einhverjir hafa bent á að það skjóti skökku við að þeir sem velji sjálfir að fara til útlanda í skíðaferð, jafnvel vitandi af hættunni og sóttkvískyldunni, fái laun í tvær vikur í sóttkví á meðan þeir sem eru í aukinni hættu vegna veirunnar fái ekki laun. Á upplýsingafundinum í dag sagði almannavarnateymið að málið væri í skoðun. Sömuleiðis sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ráðuneytið vera að skoða þessi mál. Fréttastofa mun fylgjast með framvindu mála næstu daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira