Segir fólk á ofurlaunum við borðið sem beri enga virðingu fyrir vinnandi fólki Birgir Olgeirsson skrifar 24. mars 2020 15:23 Sólveig Anna á baráttufundi Eflingar í Iðnó fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Fundi samninganefnd Eflingar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara lauk 10 mínútum eftir að hann hófst í morgun. Annar fundur hefur ekki verið boðaður og segir formaður Eflingar hegðun Sambands íslenskra sveitarfélaga með miklum ólíkindum. Samninganefnd Eflingar tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að aflýsa verkfallsaðgerðum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá og með morgundeginum vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu mínútna fjarfundur Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus en verkfallið hófst mánudaginn 9. mars. Fundur samninganefndanna fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og var afar stuttur. „Viðlíka vinnubrögðum og þeim sem að samninganefnd sveitarfélaganna ástundar hef ég ekki kynnst. Ég er töluvert sjokkeruð eftir framferði þeirra á fundinum þar sem við lögðum fram vel útfært tilboð í samanburði við það sem við höfum þegar samið um bæði við Reykjavíkurborg og ríkið. Þessu tilboði var hafnað samstundis,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir langt á milli deiluaðila og enginn vilji til að nálgast sameiginlega lausn. Hún bendir á að bæjarstjórar þessara sveitarfélaga séu með þeim launahæstu í heimi og gert hafi verið lítið úr launakröfum Eflingarfólks. Hálaunafólk sem ráði ríkjum „Ég bara horfi á þennan hóp fólks sem að þarna ræður ríkjum. Þá dregst upp mynd af hálaunafólki, ofurlaunafólki sem ber nákvæmlega enga virðingu fyrir vinnandi fólki í þessum landi. Það er auðvitað ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það en það er bara hinn sári og erfiði sannleikur.“ Efling hefur samið við ríkið og Reykjavíkurborg og vill semja á sama grunni við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin þar eru sum ekki jafn stór og burðug og ríkið og Reykjavíkurborg en Sólveig segir það ekki skipta máli. „Þetta er ekki fjölmennur hópur sem verið er að semja fyrir. Þetta er einstaklega lágt launaður hópur þannig að ef viljinn væri fyrir hendi væri sannarlega hægt að leysa þessi mál hratt og örugglega. En því miður, eins og augljóslega og algjörlega hefur nú komið fram er enginn vilji. Nákvæmlega enginn vilji.“ Kjaramál Vinnumarkaður Verkföll 2020 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Fundi samninganefnd Eflingar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara lauk 10 mínútum eftir að hann hófst í morgun. Annar fundur hefur ekki verið boðaður og segir formaður Eflingar hegðun Sambands íslenskra sveitarfélaga með miklum ólíkindum. Samninganefnd Eflingar tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að aflýsa verkfallsaðgerðum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá og með morgundeginum vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu mínútna fjarfundur Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus en verkfallið hófst mánudaginn 9. mars. Fundur samninganefndanna fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og var afar stuttur. „Viðlíka vinnubrögðum og þeim sem að samninganefnd sveitarfélaganna ástundar hef ég ekki kynnst. Ég er töluvert sjokkeruð eftir framferði þeirra á fundinum þar sem við lögðum fram vel útfært tilboð í samanburði við það sem við höfum þegar samið um bæði við Reykjavíkurborg og ríkið. Þessu tilboði var hafnað samstundis,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir langt á milli deiluaðila og enginn vilji til að nálgast sameiginlega lausn. Hún bendir á að bæjarstjórar þessara sveitarfélaga séu með þeim launahæstu í heimi og gert hafi verið lítið úr launakröfum Eflingarfólks. Hálaunafólk sem ráði ríkjum „Ég bara horfi á þennan hóp fólks sem að þarna ræður ríkjum. Þá dregst upp mynd af hálaunafólki, ofurlaunafólki sem ber nákvæmlega enga virðingu fyrir vinnandi fólki í þessum landi. Það er auðvitað ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það en það er bara hinn sári og erfiði sannleikur.“ Efling hefur samið við ríkið og Reykjavíkurborg og vill semja á sama grunni við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin þar eru sum ekki jafn stór og burðug og ríkið og Reykjavíkurborg en Sólveig segir það ekki skipta máli. „Þetta er ekki fjölmennur hópur sem verið er að semja fyrir. Þetta er einstaklega lágt launaður hópur þannig að ef viljinn væri fyrir hendi væri sannarlega hægt að leysa þessi mál hratt og örugglega. En því miður, eins og augljóslega og algjörlega hefur nú komið fram er enginn vilji. Nákvæmlega enginn vilji.“
Kjaramál Vinnumarkaður Verkföll 2020 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira