Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og verndun mannréttinda á tímum COVID19 Ellen Calmon skrifar 23. mars 2020 19:14 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um en þær varða fimmþúsundkallinn til allra eldri en 18 ára til að styrkja ferðaþjónustuna og svo barnabæturnar. Til stendur að greiða sérstakan barnabótaauka 1. júní 2020 með öllum börnum undir 18 ára aldri. Foreldrar með lægri meðaltekjur en 927 þúsund krónur á mánuði árið 2019 fá 40 þúsund krónur á hvert barn og aðrir 20 þúsund krónur. Þarf fólk með meðaltekjur sem nema um milljón eða meira á mánuði á þessum 20 þúsund krónum að halda? Munu tuttuguþúsund krónur breyta einhverju fyrir börnin þeirra? Ég held ekki. Þessi hluti aðgerðanna minnir mig helst á aðgerð í kjölfar efnahagshrunsins sem Miðflokksfólk, þá Framsóknarfólk, greip til og fólst í niðurgreiðslu húsnæðislána meðal annars til þokkalega vel stæðra einstaklinga. Kostnaður við þessar tvær framangreindar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar er um 4,6 milljarður króna samkvæmt slæðusýningu á vef stjórnarráðsins sem hægt er að skoða hér. Fimmþúsundkallinn minn í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun Ég vil setja minn fimmþúsundkall og sérstakar barnabætur í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun. Slík stofnun hefur verið á dagskrá stjórnvalda í mörg ár en ekki hefur verið vilji til að raungera, þrátt fyrir ítrekaða áminningu, meðal annars frá Sameinuðu þjóðunum. Það kostar kannski um 60 milljónir að koma á sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun. Nú eru viðkvæmir hópar í enn meiri hættu en áður. Meiri hætta að á þeim verði brotið og að þjónusta við þá verði skert. Börn, konur, fatlaðar konur, fatlað fólk, veikt fólk, aldrað fólk og fleiri eru þar á meðal. Stjórnvöldum ber þjóðréttarleg skylda til að koma á fót sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun í samræmi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Mannréttindi á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf Á Íslandi höfum við nú Mannréttindaskrifstofu Íslands sem er í raun frjáls félagasamtök líkt og Hundaræktarfélag Íslands. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur tvo starfsmenn og hefur engan veginn bolmagn né stjórnskipulega stöðu til að sinna öllum þeim verkefnum sem frjáls og óháð mannréttindastofnun á að sinna. Eigum við að búa við það að litið sé á eftirlit og vernd með mannréttindum á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf? Eftirlit og vernd mannréttinda er enn mikilvægari nú á tímum COVID19 en áður! Ellen Calmon er forman Mannréttindaskrifstofu Íslands, ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í European Women‘s Lobby. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um en þær varða fimmþúsundkallinn til allra eldri en 18 ára til að styrkja ferðaþjónustuna og svo barnabæturnar. Til stendur að greiða sérstakan barnabótaauka 1. júní 2020 með öllum börnum undir 18 ára aldri. Foreldrar með lægri meðaltekjur en 927 þúsund krónur á mánuði árið 2019 fá 40 þúsund krónur á hvert barn og aðrir 20 þúsund krónur. Þarf fólk með meðaltekjur sem nema um milljón eða meira á mánuði á þessum 20 þúsund krónum að halda? Munu tuttuguþúsund krónur breyta einhverju fyrir börnin þeirra? Ég held ekki. Þessi hluti aðgerðanna minnir mig helst á aðgerð í kjölfar efnahagshrunsins sem Miðflokksfólk, þá Framsóknarfólk, greip til og fólst í niðurgreiðslu húsnæðislána meðal annars til þokkalega vel stæðra einstaklinga. Kostnaður við þessar tvær framangreindar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar er um 4,6 milljarður króna samkvæmt slæðusýningu á vef stjórnarráðsins sem hægt er að skoða hér. Fimmþúsundkallinn minn í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun Ég vil setja minn fimmþúsundkall og sérstakar barnabætur í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun. Slík stofnun hefur verið á dagskrá stjórnvalda í mörg ár en ekki hefur verið vilji til að raungera, þrátt fyrir ítrekaða áminningu, meðal annars frá Sameinuðu þjóðunum. Það kostar kannski um 60 milljónir að koma á sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun. Nú eru viðkvæmir hópar í enn meiri hættu en áður. Meiri hætta að á þeim verði brotið og að þjónusta við þá verði skert. Börn, konur, fatlaðar konur, fatlað fólk, veikt fólk, aldrað fólk og fleiri eru þar á meðal. Stjórnvöldum ber þjóðréttarleg skylda til að koma á fót sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun í samræmi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Mannréttindi á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf Á Íslandi höfum við nú Mannréttindaskrifstofu Íslands sem er í raun frjáls félagasamtök líkt og Hundaræktarfélag Íslands. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur tvo starfsmenn og hefur engan veginn bolmagn né stjórnskipulega stöðu til að sinna öllum þeim verkefnum sem frjáls og óháð mannréttindastofnun á að sinna. Eigum við að búa við það að litið sé á eftirlit og vernd með mannréttindum á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf? Eftirlit og vernd mannréttinda er enn mikilvægari nú á tímum COVID19 en áður! Ellen Calmon er forman Mannréttindaskrifstofu Íslands, ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í European Women‘s Lobby.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun