Fá margar kvartanir vegna dónalegra viðskiptavina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 12:32 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnir almenning á að vanda sig í samskiptum. Það kemur honum á óvart hversu margar kvartanir hafa borist félaginu vegna þess að viðskiptavinir sýna verslunarfólki dónaskap. Vísir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að félaginu hafi borist töluvert af kvörtunum frá verslunum vegna þess dónaskapar sem viðskiptavinir sýna starfsfólki búðanna. Hann segir mun meira hafa borist af kvörtunum vegna þessa en reiknað var með í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. „Þannig að þetta hefur komið mér svolítið á óvart. En aftur á móti hefur maður skilning á því að fólk sé hrætt. Það er náttúrulega mikil óvissa sem er í samfélaginu, við vitum í sjálfu sér ekkert hvar þetta endar allt saman, varðandi dreifingu vírussins og fleira,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en hann vakti fyrst athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að nú sé mikið álag á mörgum og mikil óvissa, til dæmis vegna mögulegs atvinnumissis og óvissu um framfærslu vegna þess. „Því fylgir streita og þreyta og það styttist þráðurinn eitthvað við það. Það sem við erum að gera er að vekja athygli á þessu þannig að við gleymum ekki að það eru allir að leggja sig 100 prósent fram við að halda öllu gangandi sem hægt er að halda gangandi, sérstaklega verslun og þjónustu sem við teljum að sé sjálfsögð að sé til staðar fyrir okkur þótt tímarnir séu erfiðir. Við þurfum bara að standa okkur í samskiptum og passa vel upp á þetta,“ segir Ragnar. Allir hafa áhyggjur, líka manneskjan sem vinnur á kassanum Hann tekur þó fram að það sé mikill minnihluti fólks sem sýni starfsfólki verslana dónaskap. „Það eru þessir fáu sem setja svartan blett á heildina, það er það sem við erum að vekja athygli á. Að við verðum allavega að reyna okkar besta í að sýna bæði tillitssemi og vera dugleg að hrósa,“ segir Ragnar. Nóg hefur verið að gera í verslunum undanfarna daga. Ítrekað er þó bent á að nóg sé til af mat í landinu og mikilvægt að fólk hamstri ekki svo ekki komi upp nein vandamál.Vísir Hann bendir á að allir hafi áhyggjur, líka fólkið sem er að afgreiða á kössunum í búðinni. Það fólk sé að setja sig í mjög mikla hættu, eðli málsins samkvæmt, þar sem kórónuveiran sé bráðsmitandi. „Þá sérstaklega er þetta ekki á bætandi. Það er svo sárt að vera að leggja sig 100 prósent fram og jafnvel heilsu sína að veði að fá síðan í sig einhvern hreyting yfir einhverju sem þú getur voðalega lítið gert í.“ VR vilji því benda á þetta og hvetja almenning til þess að vanda sig í samskiptum og koma vel fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að félaginu hafi borist töluvert af kvörtunum frá verslunum vegna þess dónaskapar sem viðskiptavinir sýna starfsfólki búðanna. Hann segir mun meira hafa borist af kvörtunum vegna þessa en reiknað var með í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. „Þannig að þetta hefur komið mér svolítið á óvart. En aftur á móti hefur maður skilning á því að fólk sé hrætt. Það er náttúrulega mikil óvissa sem er í samfélaginu, við vitum í sjálfu sér ekkert hvar þetta endar allt saman, varðandi dreifingu vírussins og fleira,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en hann vakti fyrst athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að nú sé mikið álag á mörgum og mikil óvissa, til dæmis vegna mögulegs atvinnumissis og óvissu um framfærslu vegna þess. „Því fylgir streita og þreyta og það styttist þráðurinn eitthvað við það. Það sem við erum að gera er að vekja athygli á þessu þannig að við gleymum ekki að það eru allir að leggja sig 100 prósent fram við að halda öllu gangandi sem hægt er að halda gangandi, sérstaklega verslun og þjónustu sem við teljum að sé sjálfsögð að sé til staðar fyrir okkur þótt tímarnir séu erfiðir. Við þurfum bara að standa okkur í samskiptum og passa vel upp á þetta,“ segir Ragnar. Allir hafa áhyggjur, líka manneskjan sem vinnur á kassanum Hann tekur þó fram að það sé mikill minnihluti fólks sem sýni starfsfólki verslana dónaskap. „Það eru þessir fáu sem setja svartan blett á heildina, það er það sem við erum að vekja athygli á. Að við verðum allavega að reyna okkar besta í að sýna bæði tillitssemi og vera dugleg að hrósa,“ segir Ragnar. Nóg hefur verið að gera í verslunum undanfarna daga. Ítrekað er þó bent á að nóg sé til af mat í landinu og mikilvægt að fólk hamstri ekki svo ekki komi upp nein vandamál.Vísir Hann bendir á að allir hafi áhyggjur, líka fólkið sem er að afgreiða á kössunum í búðinni. Það fólk sé að setja sig í mjög mikla hættu, eðli málsins samkvæmt, þar sem kórónuveiran sé bráðsmitandi. „Þá sérstaklega er þetta ekki á bætandi. Það er svo sárt að vera að leggja sig 100 prósent fram og jafnvel heilsu sína að veði að fá síðan í sig einhvern hreyting yfir einhverju sem þú getur voðalega lítið gert í.“ VR vilji því benda á þetta og hvetja almenning til þess að vanda sig í samskiptum og koma vel fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira