Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2020 09:58 Ítalskir hermenn á vaktinni vegna veirunnar um miðjan mánuðinn. Vísir/getty Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. Þá mun Ítölum byrja að berast aðstoð frá rússneska hernum í baráttunni við veiruna í dag. Aðgerðir hafa jafnframt verið hertar svo um munar í Langbarðalandi, sem farið hefur verst allra héraða á Ítalíu út úr faraldrinum. Ástandið á Ítalíu hefur versnað hratt síðustu vikur. Sjúkrahús eru yfirfull og í gær var tilkynnt um 793 dauðsföll af völdum veirunnar. Alls hafa því nær fimm þúsund látið lífið vegna veirunnar á Ítalíu. Ekki hafa fleiri dauðsföll vegna veirunnar verið skráð í landinu á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst þar fyrir um mánuði. Sjá einnig: Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti um hertar aðgerðir stjórnvalda gegn faraldrinum í ávarpi til ítölsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Hann sagði stöðuna sem upp er komin nú þá alvarlegustu sem Ítalir hefðu staðið frammi fyrir síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þá fyrirskipaði hann lokun allrar „ónauðsynlegrar“ starfsemi fram til 3. apríl næstkomandi hið minnsta. Nákvæm útfærsla á þessum hertu reglum verður kynnt í dag. Þá kvað hann verða tryggt að matvöruverslanir og apótek yrðu áfram opin. Öll íþróttaiðkun bönnuð Einnig var tilkynnt að Rússar myndu senda hermenn sína til Ítalíu í baráttunni við veiruna. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við Conte í gær og bauð fram aðstoð í formi sérfræðinga og farartækja sem sinnt geta sótthreinsun. Þá hefur öll íþróttaiðkun verið bönnuð utandyra í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur allra verst út úr faraldrinum. Bannið á jafnt við um íþróttaiðkun einstaklinga og hópa. Þá hefur notkun sjálfsala einnig verið bönnuð. Allar framkvæmdir í héraðinu hafa einnig verið stöðvaðar, fyrir utan sjúkrahúsframkvæmdir og vegavinnu. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir 793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. Þá mun Ítölum byrja að berast aðstoð frá rússneska hernum í baráttunni við veiruna í dag. Aðgerðir hafa jafnframt verið hertar svo um munar í Langbarðalandi, sem farið hefur verst allra héraða á Ítalíu út úr faraldrinum. Ástandið á Ítalíu hefur versnað hratt síðustu vikur. Sjúkrahús eru yfirfull og í gær var tilkynnt um 793 dauðsföll af völdum veirunnar. Alls hafa því nær fimm þúsund látið lífið vegna veirunnar á Ítalíu. Ekki hafa fleiri dauðsföll vegna veirunnar verið skráð í landinu á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst þar fyrir um mánuði. Sjá einnig: Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti um hertar aðgerðir stjórnvalda gegn faraldrinum í ávarpi til ítölsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Hann sagði stöðuna sem upp er komin nú þá alvarlegustu sem Ítalir hefðu staðið frammi fyrir síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þá fyrirskipaði hann lokun allrar „ónauðsynlegrar“ starfsemi fram til 3. apríl næstkomandi hið minnsta. Nákvæm útfærsla á þessum hertu reglum verður kynnt í dag. Þá kvað hann verða tryggt að matvöruverslanir og apótek yrðu áfram opin. Öll íþróttaiðkun bönnuð Einnig var tilkynnt að Rússar myndu senda hermenn sína til Ítalíu í baráttunni við veiruna. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við Conte í gær og bauð fram aðstoð í formi sérfræðinga og farartækja sem sinnt geta sótthreinsun. Þá hefur öll íþróttaiðkun verið bönnuð utandyra í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur allra verst út úr faraldrinum. Bannið á jafnt við um íþróttaiðkun einstaklinga og hópa. Þá hefur notkun sjálfsala einnig verið bönnuð. Allar framkvæmdir í héraðinu hafa einnig verið stöðvaðar, fyrir utan sjúkrahúsframkvæmdir og vegavinnu.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir 793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27
Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05
Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15