Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2020 14:44 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Alma Möller landlæknir og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldurs kórónuveiru verða kynntar nú um helgina, í dag eða á morgun. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Á meðal aðgerða sem nú er skoðað að beita er að minnka heildarfjölda þeirra sem koma mega saman. Núverandi samkomubann felur í sér að ekki mega fleiri en hundrað koma saman á hverjum tíma. Víðir sagði að þetta myndi koma til með að hafa mikil áhrif á til dæmis verslanir. Þá er einnig verið að kanna hvort fyrirskipa eigi lokanir hjá fyrirtækjum sem halda úti starfsemi þar sem nánd er mikil. Þetta er starfsemi á borð við rakarastofur, nuddstofur og snyrtistofur, þar sem nánd er meiri en þeir tveir metrar sem miðað er við að fólk hafi á milli sín samkvæmt núverandi tilmælum sóttvarnalæknis. Þá kemur einnig til greina að herða reglur um skólahald. Víðir tók þó sérstaklega fram að börn hafa ekki verið að smitast jafnmikið og fullorðnir, líkt og sjá megi af útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þar séu fullt af börnum í sóttkví og jafnvel með einkenni en almennt ekki með veiruna. Í því samhengi vilja almannavarnir tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái forgang í skólana fyrir börn sín. Alltof oft hafi það komið fyrir að heilbrigðisstarfsfólk komist ekki í vinnuna vegna barna sinna sem ekki hafa komist í skólann. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45 64 staðfest smit til viðbótar Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru orðin 473. 21. mars 2020 11:14 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldurs kórónuveiru verða kynntar nú um helgina, í dag eða á morgun. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Á meðal aðgerða sem nú er skoðað að beita er að minnka heildarfjölda þeirra sem koma mega saman. Núverandi samkomubann felur í sér að ekki mega fleiri en hundrað koma saman á hverjum tíma. Víðir sagði að þetta myndi koma til með að hafa mikil áhrif á til dæmis verslanir. Þá er einnig verið að kanna hvort fyrirskipa eigi lokanir hjá fyrirtækjum sem halda úti starfsemi þar sem nánd er mikil. Þetta er starfsemi á borð við rakarastofur, nuddstofur og snyrtistofur, þar sem nánd er meiri en þeir tveir metrar sem miðað er við að fólk hafi á milli sín samkvæmt núverandi tilmælum sóttvarnalæknis. Þá kemur einnig til greina að herða reglur um skólahald. Víðir tók þó sérstaklega fram að börn hafa ekki verið að smitast jafnmikið og fullorðnir, líkt og sjá megi af útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þar séu fullt af börnum í sóttkví og jafnvel með einkenni en almennt ekki með veiruna. Í því samhengi vilja almannavarnir tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái forgang í skólana fyrir börn sín. Alltof oft hafi það komið fyrir að heilbrigðisstarfsfólk komist ekki í vinnuna vegna barna sinna sem ekki hafa komist í skólann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45 64 staðfest smit til viðbótar Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru orðin 473. 21. mars 2020 11:14 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45
64 staðfest smit til viðbótar Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru orðin 473. 21. mars 2020 11:14