Fær ekki að hitta eiginkonu sína til sextíu ára Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. mars 2020 21:30 Birgir Guðjónsson læknir Sigurjón Ólason „Enginn getur komið í staðinn fyrir ástvin“, segir maður sem hefur ekki fengið að hitta eiginkonu sína í nærri hálfan mánuð vegna heimsóknarbanns á hjúkrunarheimilum. Þau hjónin hafa verið saman í sextíu ár og segir hann aðskilnaðinn síðustu vikur hafa tekið verulega á. Eiginkona Birgis Guðjónssonar hefur síðustu misseri dvalið á hjúkrunarheimilinu Grund en hún er með alzheimer. „Ég er hjá henni alltaf eftirmiðdaginn og borða með henni um helgar. Þannig að ég hef séð hana hvern einasta dag síðan að hún lenti á stofnun sem eru næstum tvö ár núna,“ segir Birgir. Hefur ekki hitt hana í tvær vikur Fyrir um hálfum mánuði var sett á heimsóknarbann á sjúkrastofnanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það bann gildir meðal annars á hjúkrunarheimilinu Grund. Birgir hefur því ekki getað hitt eiginkonu sína síðan þá og hefur það reynst honum mjög erfitt. Birgir segist skilja það að settar séu takmarkanir á heimsóknir ættingja af ótta við smit. „Ég hefði tekið þátt í að skipuleggja takmarkanir. Það er sjálfsagt að tryggja það að fólk sé sæmilega heilbrigt. Bæði hversu oft og svona má koma en að útiloka svona alveg það er brútalt,“ segir Birgir. Hann segir ástand margra íbúa þannig að lausnir eins og snjalltæki nýtist lítið. Birgir er læknir að mennt og segir hann margt skjóta skökku við þegar kemur að banninu. Til að mynda fari fjöldi starsmanna inn og út af hjúkrunarheimilunum á meðan ættingjar fá ekki að koma inn. „Læknisfræðilega stenst þetta ekki því að þetta er bundið við mjög afmarkaða hópa en það er fjöldi annarra sem mun þurfa að ganga um og koma utan að og þá er eins mikil smithætta hjá þeim,“ segir Birgir. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar.Vísir/Egill Margir reiðir og sárir vegna bannsins Heimsóknabannið hefur áhrif á fjölda fólks um allt land en yfir tvö þúsund manns dvelja á hjúkrunarheimilum á landinu öllu. Þetta fólk fær ekki að hitta ættingja sína núna. „Flestir sýna þessu skilning. Margir eru reiðir, sárir, svekktir út í okkur og ég skil þær tilfinningar fullkomlega og hef samúð með þeim en á meðan að landlæknir og sóttvarnalæknir gefa út þessar leiðbeiningar um það að vera með heimsóknarbann þá hlýtum við því,“ segir Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundar heimilanna. Gísli segir að aðeins séu gefnar undanþágurnar frá banninu þegar fólk er komið í lífslokameðferð. Birgir sér ekki fram á að hitta eiginkonu sína næstu vikurnar. Hann óttast að henni geti farið aftur þar sem hún fær ekki að hitta fjölskylduna svona lengi. Þegar hún hitti hann síðast þá mundi hún varla nöfn barnanna þeirra þriggja. „Það er mikið af góðu starfsfólki og það er vel séð um hvern einstakling en það getur enginn komið í staðinn fyrir ástvin,“ segir Birgir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Heyrir daglega í fjölskyldu sinni í gengum síma vegna heimsóknarbanns Íbúi á Hrafnistu heyrir daglega í fjölskyldu sinni í síma meðan á heimsóknarbanni stendur vegna kórónuveirunnar. 9. mars 2020 20:39 Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Enginn getur komið í staðinn fyrir ástvin“, segir maður sem hefur ekki fengið að hitta eiginkonu sína í nærri hálfan mánuð vegna heimsóknarbanns á hjúkrunarheimilum. Þau hjónin hafa verið saman í sextíu ár og segir hann aðskilnaðinn síðustu vikur hafa tekið verulega á. Eiginkona Birgis Guðjónssonar hefur síðustu misseri dvalið á hjúkrunarheimilinu Grund en hún er með alzheimer. „Ég er hjá henni alltaf eftirmiðdaginn og borða með henni um helgar. Þannig að ég hef séð hana hvern einasta dag síðan að hún lenti á stofnun sem eru næstum tvö ár núna,“ segir Birgir. Hefur ekki hitt hana í tvær vikur Fyrir um hálfum mánuði var sett á heimsóknarbann á sjúkrastofnanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það bann gildir meðal annars á hjúkrunarheimilinu Grund. Birgir hefur því ekki getað hitt eiginkonu sína síðan þá og hefur það reynst honum mjög erfitt. Birgir segist skilja það að settar séu takmarkanir á heimsóknir ættingja af ótta við smit. „Ég hefði tekið þátt í að skipuleggja takmarkanir. Það er sjálfsagt að tryggja það að fólk sé sæmilega heilbrigt. Bæði hversu oft og svona má koma en að útiloka svona alveg það er brútalt,“ segir Birgir. Hann segir ástand margra íbúa þannig að lausnir eins og snjalltæki nýtist lítið. Birgir er læknir að mennt og segir hann margt skjóta skökku við þegar kemur að banninu. Til að mynda fari fjöldi starsmanna inn og út af hjúkrunarheimilunum á meðan ættingjar fá ekki að koma inn. „Læknisfræðilega stenst þetta ekki því að þetta er bundið við mjög afmarkaða hópa en það er fjöldi annarra sem mun þurfa að ganga um og koma utan að og þá er eins mikil smithætta hjá þeim,“ segir Birgir. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar.Vísir/Egill Margir reiðir og sárir vegna bannsins Heimsóknabannið hefur áhrif á fjölda fólks um allt land en yfir tvö þúsund manns dvelja á hjúkrunarheimilum á landinu öllu. Þetta fólk fær ekki að hitta ættingja sína núna. „Flestir sýna þessu skilning. Margir eru reiðir, sárir, svekktir út í okkur og ég skil þær tilfinningar fullkomlega og hef samúð með þeim en á meðan að landlæknir og sóttvarnalæknir gefa út þessar leiðbeiningar um það að vera með heimsóknarbann þá hlýtum við því,“ segir Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundar heimilanna. Gísli segir að aðeins séu gefnar undanþágurnar frá banninu þegar fólk er komið í lífslokameðferð. Birgir sér ekki fram á að hitta eiginkonu sína næstu vikurnar. Hann óttast að henni geti farið aftur þar sem hún fær ekki að hitta fjölskylduna svona lengi. Þegar hún hitti hann síðast þá mundi hún varla nöfn barnanna þeirra þriggja. „Það er mikið af góðu starfsfólki og það er vel séð um hvern einstakling en það getur enginn komið í staðinn fyrir ástvin,“ segir Birgir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Heyrir daglega í fjölskyldu sinni í gengum síma vegna heimsóknarbanns Íbúi á Hrafnistu heyrir daglega í fjölskyldu sinni í síma meðan á heimsóknarbanni stendur vegna kórónuveirunnar. 9. mars 2020 20:39 Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Heyrir daglega í fjölskyldu sinni í gengum síma vegna heimsóknarbanns Íbúi á Hrafnistu heyrir daglega í fjölskyldu sinni í síma meðan á heimsóknarbanni stendur vegna kórónuveirunnar. 9. mars 2020 20:39
Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50