Ástin (og neyðin) á tímum kórónuveirunnar Atli Viðar Thorstensen skrifar 20. mars 2020 16:00 Miðað við fréttaflutning undanfarinna vikna mætti halda að það sé kominn á heimsfriður, fátækt hafi verið útrýmt og allir hafi aðeins það eina hlutverk að kveða COVID-19 í kútinn. Enda þótt seinni hlutinn sé réttur, eða ætti að vera réttur, er sá fyrri það ekki. Því miður búa enn í dag milljónir barna, kvenna og karla við mikið fæðuóöryggi og sjá jafnvel fram á hungur næstu mánuði. Stríð geysa enn, fólk flýr umvörpum heimili sín og mikill fjöldi fólks býr enn við sárafátækt. Við hjá Rauða krossinum höfum oft bent á að Ísland sé ekki eyland að því leyti að það sem gerist út í heimi hefur með einum eða öðrum hætti áhrif hér heima. Skýrt merki um það er gosið í Eyjafjallajökli sem og ástandið sem við upplifum nú í tengslum við COVID-19. Veiran sem á sér uppruna hinum megin á hnettinum er nú svo útbreidd að það er víða ferðabann, landamærum lokað og r samkomubann á Íslandi. Allt þetta gerir það að verkum að fréttir rúma vart annað. Í þess konar ástandi er brýnt að sýna náungakærleika og ást því leiðin út úr neyðarástandi liggur fyrst og fremst í samstöðunni og samtakamættinum. Við erum sannarlega öll almannavarnir og við erum öll mannvinir. Þrátt fyrir að við á Íslandi búum við ákveðið neyðarástand eru verslanir enn opnar, það er friður og hér er heilbrigðiskerfið sterkt og öflugt. Því miður er ekki sömu sögu að segja um fátækustu ríkin og það má alveg fullyrða að COVID-19 hefur enn verri og neikvæðari áhrif á þau en okkur sem fæddumst á Íslandi eða í öðrum ríkum löndum. Við sem sú þjóð sem býr við hvað mestu hagsæld og öryggi í heiminum verðum hins vegar að átta okkur betur á heildarmyndinni og gera mikið meira og betur í að aðstoða fátækustu ríkin til bjargálna. Framlag Íslands til þróunarsamvinnu hefur alla tíð verið langt undir þeim markmiðum Sameinuðu þjóðanna sem stjórnvöld hafa stefnt að og stutt í hartnær hálfa öld. Það er ekki til eftirbreytni. Íslensk stjórnvöld hafa, fyrir það takmarkaða fé sem sett er í þróunarsamvinnu, staðið sig vel í að leggja áherslu á valdeflingu kvenna og menntun stúlkna, jafnrétti yfir höfuð og sjálfbærni. Það hefur ekki aðeins góð áhrif á baráttuna gegn loftslagsvánni heldur er líka besta leiðin til sjálfbærrar framþróunar fyrir fátæk ríki. Á tímum kórónuveirunnar er svo mikilvægt að gleyma ekki náunganum. Líka náunganum sem býr við sult annars staðar því öll deilum við þessari litlu plánetu. þar sem skakkaföll hér hafa áhrif þar og öfugt. Það er rétt að Ísland eitt og sér mun aldrei bjarga heiminum. En við getum sannarlega haft góð áhrif og ef við erum góð fyrirmynd og stöndum okkar vakt erum við einnig í betri aðstöðu til að hvetja önnur ríki til að fylgja fordæmi okkar. Þar hefur Ísland stórt hlutverk sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í því liggur líka ástin á náunganum og þannig getum við svarað neyð á tímum kórónaveirunnar þar sem þörfin er brýnust. Það hafa Mannvinir Rauða krossins sannarlega gert með framlögum sínum sem nýtast bæði til alþjóðlegra mannúðarverkefna en ekki síður til mikilvægra samfélagsverkefna hér heima, ekki síst á tímum sem þessum. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Miðað við fréttaflutning undanfarinna vikna mætti halda að það sé kominn á heimsfriður, fátækt hafi verið útrýmt og allir hafi aðeins það eina hlutverk að kveða COVID-19 í kútinn. Enda þótt seinni hlutinn sé réttur, eða ætti að vera réttur, er sá fyrri það ekki. Því miður búa enn í dag milljónir barna, kvenna og karla við mikið fæðuóöryggi og sjá jafnvel fram á hungur næstu mánuði. Stríð geysa enn, fólk flýr umvörpum heimili sín og mikill fjöldi fólks býr enn við sárafátækt. Við hjá Rauða krossinum höfum oft bent á að Ísland sé ekki eyland að því leyti að það sem gerist út í heimi hefur með einum eða öðrum hætti áhrif hér heima. Skýrt merki um það er gosið í Eyjafjallajökli sem og ástandið sem við upplifum nú í tengslum við COVID-19. Veiran sem á sér uppruna hinum megin á hnettinum er nú svo útbreidd að það er víða ferðabann, landamærum lokað og r samkomubann á Íslandi. Allt þetta gerir það að verkum að fréttir rúma vart annað. Í þess konar ástandi er brýnt að sýna náungakærleika og ást því leiðin út úr neyðarástandi liggur fyrst og fremst í samstöðunni og samtakamættinum. Við erum sannarlega öll almannavarnir og við erum öll mannvinir. Þrátt fyrir að við á Íslandi búum við ákveðið neyðarástand eru verslanir enn opnar, það er friður og hér er heilbrigðiskerfið sterkt og öflugt. Því miður er ekki sömu sögu að segja um fátækustu ríkin og það má alveg fullyrða að COVID-19 hefur enn verri og neikvæðari áhrif á þau en okkur sem fæddumst á Íslandi eða í öðrum ríkum löndum. Við sem sú þjóð sem býr við hvað mestu hagsæld og öryggi í heiminum verðum hins vegar að átta okkur betur á heildarmyndinni og gera mikið meira og betur í að aðstoða fátækustu ríkin til bjargálna. Framlag Íslands til þróunarsamvinnu hefur alla tíð verið langt undir þeim markmiðum Sameinuðu þjóðanna sem stjórnvöld hafa stefnt að og stutt í hartnær hálfa öld. Það er ekki til eftirbreytni. Íslensk stjórnvöld hafa, fyrir það takmarkaða fé sem sett er í þróunarsamvinnu, staðið sig vel í að leggja áherslu á valdeflingu kvenna og menntun stúlkna, jafnrétti yfir höfuð og sjálfbærni. Það hefur ekki aðeins góð áhrif á baráttuna gegn loftslagsvánni heldur er líka besta leiðin til sjálfbærrar framþróunar fyrir fátæk ríki. Á tímum kórónuveirunnar er svo mikilvægt að gleyma ekki náunganum. Líka náunganum sem býr við sult annars staðar því öll deilum við þessari litlu plánetu. þar sem skakkaföll hér hafa áhrif þar og öfugt. Það er rétt að Ísland eitt og sér mun aldrei bjarga heiminum. En við getum sannarlega haft góð áhrif og ef við erum góð fyrirmynd og stöndum okkar vakt erum við einnig í betri aðstöðu til að hvetja önnur ríki til að fylgja fordæmi okkar. Þar hefur Ísland stórt hlutverk sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í því liggur líka ástin á náunganum og þannig getum við svarað neyð á tímum kórónaveirunnar þar sem þörfin er brýnust. Það hafa Mannvinir Rauða krossins sannarlega gert með framlögum sínum sem nýtast bæði til alþjóðlegra mannúðarverkefna en ekki síður til mikilvægra samfélagsverkefna hér heima, ekki síst á tímum sem þessum. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun