Algjör samstaða stjórnar- og stjórnarandstöðu um bótagreiðslur Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2020 11:07 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Önnur umræða um frumvarp um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli hófst á Alþingi í morgun og er reiknað með að frumvarpið verði að lögum í dag. Formaður velferðarnefndar segir vel gert í frumvarpinu miðað við aðstæður þar sem réttur sjálfstætt starfandi sé einnig tryggður sem og réttur foreldra barna í sóttkví til launa. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um greiðslu atvinnuleysisbóta til að vega upp á móti lækkuðu starfshlutfalli vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu kórónaveirunnar var lagt fram á föstudag fyrir viku. Það hefur tekið miklum breytingum í meðförum velferðarnefndar en í gærdag lagði félagsmálaráðherra fram breytingatillögur sem hækkuðu allar viðmiðanir frá upprunalega frumvarpinu. Þannig munu samanlögð laun og bætur þeirra sem eru með 400 þúsund og minna í laun síðustu þrjá mánuði fyrir fullt starf ekki skerðast næstu þrjá mánuði. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir það ekki gerast oft að allir flokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu standi saman að áliti við afgreiðslu mála úr nefnd. „Það tókst í þetta sinn þannig að nefndin stóð öll saman að þessu áliti þótt einhverjir séu með fyrirvara. En þá eru það smávægilegir fyrirvarar. Þetta skiptir rosalega miklu máli. Nefndin er náttúrlega búin að vinna núna sólarhringum saman frá því um helgina. Það skiptir rosalegu máli að finna þessa samstöðu,“ segir Helga Vala. Auk þessa að tryggja öllum framfærslu með blöndu skertra launa og bóta á móti, heldur réttur launafólks til að gera kröfu á Ábyrgðasjóð sér sem og til fæðingarorlofs og svo framvegis. „Miðað við aðstæður er verið að teygja sig ansi langt. Það er sérstaklega verið að tryggja þá sem hafa lægstu launin. Að það verði engin skerðing þar. Þeir sem eru hins vegar með hærri laun munu verða fyrir skerðingum. Þá erum við að tala um þá sem eru með tólf hundruð þúsund og yfir. Það er óhjákvæmilegt,“ segir formaður velferðarnefndar. Aðgerðirnar séu hugsaðar til að koma í veg fyrir fjölda uppsagna í þeirri von að þetta sé tímabundið ástand. Þá sé einnig hugað að sjálfstætt starfandi einstaklingum og þá miðað við ársuppgjör þeirra til skattayfirvalda sem og námsmanna. Einnig voru gerðar ráðstafanir varðandi fólk í sóttkví til réttar á launum, hvort sem það þarf að fara í sóttkví sjálft eða vegna barna sinna. „Þá er það atvinnurekandinn sem í rauninni sækir um að fá bætur vegna starfsmanna sem eru í sóttkví,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir 17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19 Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03 Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli hófst á Alþingi í morgun og er reiknað með að frumvarpið verði að lögum í dag. Formaður velferðarnefndar segir vel gert í frumvarpinu miðað við aðstæður þar sem réttur sjálfstætt starfandi sé einnig tryggður sem og réttur foreldra barna í sóttkví til launa. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um greiðslu atvinnuleysisbóta til að vega upp á móti lækkuðu starfshlutfalli vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu kórónaveirunnar var lagt fram á föstudag fyrir viku. Það hefur tekið miklum breytingum í meðförum velferðarnefndar en í gærdag lagði félagsmálaráðherra fram breytingatillögur sem hækkuðu allar viðmiðanir frá upprunalega frumvarpinu. Þannig munu samanlögð laun og bætur þeirra sem eru með 400 þúsund og minna í laun síðustu þrjá mánuði fyrir fullt starf ekki skerðast næstu þrjá mánuði. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir það ekki gerast oft að allir flokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu standi saman að áliti við afgreiðslu mála úr nefnd. „Það tókst í þetta sinn þannig að nefndin stóð öll saman að þessu áliti þótt einhverjir séu með fyrirvara. En þá eru það smávægilegir fyrirvarar. Þetta skiptir rosalega miklu máli. Nefndin er náttúrlega búin að vinna núna sólarhringum saman frá því um helgina. Það skiptir rosalegu máli að finna þessa samstöðu,“ segir Helga Vala. Auk þessa að tryggja öllum framfærslu með blöndu skertra launa og bóta á móti, heldur réttur launafólks til að gera kröfu á Ábyrgðasjóð sér sem og til fæðingarorlofs og svo framvegis. „Miðað við aðstæður er verið að teygja sig ansi langt. Það er sérstaklega verið að tryggja þá sem hafa lægstu launin. Að það verði engin skerðing þar. Þeir sem eru hins vegar með hærri laun munu verða fyrir skerðingum. Þá erum við að tala um þá sem eru með tólf hundruð þúsund og yfir. Það er óhjákvæmilegt,“ segir formaður velferðarnefndar. Aðgerðirnar séu hugsaðar til að koma í veg fyrir fjölda uppsagna í þeirri von að þetta sé tímabundið ástand. Þá sé einnig hugað að sjálfstætt starfandi einstaklingum og þá miðað við ársuppgjör þeirra til skattayfirvalda sem og námsmanna. Einnig voru gerðar ráðstafanir varðandi fólk í sóttkví til réttar á launum, hvort sem það þarf að fara í sóttkví sjálft eða vegna barna sinna. „Þá er það atvinnurekandinn sem í rauninni sækir um að fá bætur vegna starfsmanna sem eru í sóttkví,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir 17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19 Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03 Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19
Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03
Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35