Læknirinn sem varaði við kórónuveirunni hreinsaður af sök Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 10:28 Læknirinn Li Wenliang varaði við veirunni í desember. Weibo Þegar læknirinn Li Wenliang reyndi að vara við nýjum smitsjúkdómi sem var að herja á íbúa Wuhan í Kína, var ekki hlustað á hann. Þess í stað voru lögregluþjónar sendir heim til hans og var hann látinn skrifa undir bréf þar sem hann gekkst við því að setja fram falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Aðrir læknar sem Li hafði rætt við og höfðu sömuleiðis reynt að vara við veirunni urðu einnig fyrir refsingum. Yfirvöld í Kína hafa nú hreinsað Li sök, beðið fjölskyldu hans afsökunar og refsað lögregluþjónunum tveimur sem ræddu við hann, samkvæmt Kommúnistaflokki Kína. Aðgerðir sem þessar þykja frekar merkilegar þar sem Kommúnistaflokkurinn viðurkennir sjaldan sem aldrei að hafa gert nokkuð rangt og forsvarsmenn flokksins sætta sig ekki við gagnrýni og mótlæti. Þann 30. desember sendi Li öðrum læknum viðvörun og ráðlagði þeim að klæðast hlífðarklæðum. Hann smitaðist sjálfur af kórónuveirunni í byrjun janúar en það var ekki staðfest fyrr en þann 30. janúar. Li dó svo þann 6. febrúar. Eftir að Li dó varð hann táknmynd mikillar reiði í garð Kommúnistaflokksins. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á samfélagsmiðlum og var Kommúnistaflokkurinn meðal annars sakaður um þöggunartilburði. Margir börðust fyrir auknu tjáningarfrelsi en slíkar færslur voru þó fljótt fjarlægðar. Eins og AP fréttaveitan bendir á er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem Kommúnistaflokkurinn er sakaður um að hylma yfir eða taka illa á slysum, hamförum og slíku. Meðal annars varðandi fuglaflensuna 2003, eiturefnaleka árið 2005 sem mengaði neysluvatn milljóna og sölu mengaðrar barnamjólkur, svo eitthvað sé nefnt. Í öllum þessum tilfellum voru embættismenn flokksins sakaðir um að sitja á upplýsingum sem almenningur þurfti til að verja sig. Í mörgum þessara tilfella leyfði flokkurinn almenningi að ausa úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum í smá stund, áður en lokað var á alla umræðu og fjölmiðlar notaðir til að kaffæra alla gagnrýni. Þeir sem héldu áfram að gagnrýna fyrirvöld í Kína áttu á hættu á að lenda í fangelsi. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Þegar læknirinn Li Wenliang reyndi að vara við nýjum smitsjúkdómi sem var að herja á íbúa Wuhan í Kína, var ekki hlustað á hann. Þess í stað voru lögregluþjónar sendir heim til hans og var hann látinn skrifa undir bréf þar sem hann gekkst við því að setja fram falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Aðrir læknar sem Li hafði rætt við og höfðu sömuleiðis reynt að vara við veirunni urðu einnig fyrir refsingum. Yfirvöld í Kína hafa nú hreinsað Li sök, beðið fjölskyldu hans afsökunar og refsað lögregluþjónunum tveimur sem ræddu við hann, samkvæmt Kommúnistaflokki Kína. Aðgerðir sem þessar þykja frekar merkilegar þar sem Kommúnistaflokkurinn viðurkennir sjaldan sem aldrei að hafa gert nokkuð rangt og forsvarsmenn flokksins sætta sig ekki við gagnrýni og mótlæti. Þann 30. desember sendi Li öðrum læknum viðvörun og ráðlagði þeim að klæðast hlífðarklæðum. Hann smitaðist sjálfur af kórónuveirunni í byrjun janúar en það var ekki staðfest fyrr en þann 30. janúar. Li dó svo þann 6. febrúar. Eftir að Li dó varð hann táknmynd mikillar reiði í garð Kommúnistaflokksins. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á samfélagsmiðlum og var Kommúnistaflokkurinn meðal annars sakaður um þöggunartilburði. Margir börðust fyrir auknu tjáningarfrelsi en slíkar færslur voru þó fljótt fjarlægðar. Eins og AP fréttaveitan bendir á er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem Kommúnistaflokkurinn er sakaður um að hylma yfir eða taka illa á slysum, hamförum og slíku. Meðal annars varðandi fuglaflensuna 2003, eiturefnaleka árið 2005 sem mengaði neysluvatn milljóna og sölu mengaðrar barnamjólkur, svo eitthvað sé nefnt. Í öllum þessum tilfellum voru embættismenn flokksins sakaðir um að sitja á upplýsingum sem almenningur þurfti til að verja sig. Í mörgum þessara tilfella leyfði flokkurinn almenningi að ausa úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum í smá stund, áður en lokað var á alla umræðu og fjölmiðlar notaðir til að kaffæra alla gagnrýni. Þeir sem héldu áfram að gagnrýna fyrirvöld í Kína áttu á hættu á að lenda í fangelsi.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira