„Hjálpaðu okkur Kevin Durant“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 09:30 Kevin Durant hefur ekkert getað spilað með Brooklyn Nets á tímabilinu þar sem hann er enn að jafna sig eftir að hafa slitið hásin í lok síðasta tímabils. Getty/Mike Lawrie Hún var sérstök forsíðan á New York Post í morgun en þar var hreinlega biðlað til einnar af stærstu körfuboltastjörnum heimsins til að hjálpa til við að fá unga fólkið í Bandaríkjunum til að hlusta í baráttunni við kórónuveiruna. Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni og lét sjálfur vita af því strax en það eru margir sem vilja nú sjá hann hjálpa til að sannfæra yngra fólkið til að virða samkomubann og stuðla með því að hægja á hraðri útbreiðslu veirunnar. Yfirskurðlæknirinn Dr. Jerome Adams er einn af þeim og New York Post slær upp viðtali við hann á forsíðu sinni í dag. The back page: HELP US, KD! https://t.co/t5DwOaxT8R pic.twitter.com/FJh8LWlWch— New York Post Sports (@nypostsports) March 20, 2020 Kevin Durant er frábær leikmaður en hefur ekki spilað eina mínútu á núverandi tímabili eða fyrir sitt nýja félag Brooklyn Nets af því að hann sleit hásin í úrslitakeppninni í fyrra. Læknirinn Jerome Adams vill að áhrifavaldar eins og Kevin Durant, Kylie Jenner og Donovan Mitchell bjóði sig fram til að sannfæra unga fólkið um að það verði að gera sitt í baráttunni við útbreiðsluna. „Ég á einn fimmtán ára og eina fjórtán ára og eftir því sem ég segi þeim oftar að gera ekki eitthvað því meira vilja þau gera það,“ sagði Dr. Jerome Adams í sjónvarpsviðtali í þættinum „Good Morning America“ sem New York Post slær svo upp. „Ég held að það sem við verðum að gera, og ég hef talað um þetta áður, er að biðla til áhrifavalda eins og Kevin Durant og Donovan Mitchell. Við verðum líka að fá Kylie Jenner og áhrifavaldanna á samfélagsmiðlum til að láta alla vita af því að þetta er mjög alvarlegt. Þetta verður ekki alvarlegra. Fólk er að deyja,“ sagði Dr. Jerome Adams. Surgeon General Dr. Jerome Adams on millennials and the coronavirus: We need to get our social media influencers out there and helping folks understand that look this is serious. https://t.co/M1e2wFmU6F pic.twitter.com/FNjZB12mKK— Good Morning America (@GMA) March 19, 2020 Sjö NBA leikmenn hafa greinst með kórónuveiruna en Rudy Gobert hjá Utah Jazz var sá fyrsti en fljótlega fékk liðsfélagi hans Donovan Mitchell þær fréttir að hann væri líka með veiruna. Kevin Durant var einn af fjórum leikmönnum Brooklyn Nets sem greindust og er stærsta nafnið af þeim sem hafa sýkst. Durant er með 11,8 milljónir fylgjenda á Instagram og Dr. Adams er að grátbiðja hann um að hjálpa til. Tölurnar frá Ítalíu sýna hvað geti gerst ef gripið er of seint inn í mikla útbreiðslu. „Við erum líka að sjá nýjar tölur frá Ítalíu sem benda til þess að unga fólkið sé líka í meiri hættu en við héldum áður. Hugsið um ömmu ykkar. Hugsið um afa ykkar. Hugsið um það að þið eruð að dreifa sjúkdómi sem gæti verið sá sem drepur þau,“ sagði mjög áhyggjufullur Dr. Jerome Adams. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira
Hún var sérstök forsíðan á New York Post í morgun en þar var hreinlega biðlað til einnar af stærstu körfuboltastjörnum heimsins til að hjálpa til við að fá unga fólkið í Bandaríkjunum til að hlusta í baráttunni við kórónuveiruna. Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni og lét sjálfur vita af því strax en það eru margir sem vilja nú sjá hann hjálpa til að sannfæra yngra fólkið til að virða samkomubann og stuðla með því að hægja á hraðri útbreiðslu veirunnar. Yfirskurðlæknirinn Dr. Jerome Adams er einn af þeim og New York Post slær upp viðtali við hann á forsíðu sinni í dag. The back page: HELP US, KD! https://t.co/t5DwOaxT8R pic.twitter.com/FJh8LWlWch— New York Post Sports (@nypostsports) March 20, 2020 Kevin Durant er frábær leikmaður en hefur ekki spilað eina mínútu á núverandi tímabili eða fyrir sitt nýja félag Brooklyn Nets af því að hann sleit hásin í úrslitakeppninni í fyrra. Læknirinn Jerome Adams vill að áhrifavaldar eins og Kevin Durant, Kylie Jenner og Donovan Mitchell bjóði sig fram til að sannfæra unga fólkið um að það verði að gera sitt í baráttunni við útbreiðsluna. „Ég á einn fimmtán ára og eina fjórtán ára og eftir því sem ég segi þeim oftar að gera ekki eitthvað því meira vilja þau gera það,“ sagði Dr. Jerome Adams í sjónvarpsviðtali í þættinum „Good Morning America“ sem New York Post slær svo upp. „Ég held að það sem við verðum að gera, og ég hef talað um þetta áður, er að biðla til áhrifavalda eins og Kevin Durant og Donovan Mitchell. Við verðum líka að fá Kylie Jenner og áhrifavaldanna á samfélagsmiðlum til að láta alla vita af því að þetta er mjög alvarlegt. Þetta verður ekki alvarlegra. Fólk er að deyja,“ sagði Dr. Jerome Adams. Surgeon General Dr. Jerome Adams on millennials and the coronavirus: We need to get our social media influencers out there and helping folks understand that look this is serious. https://t.co/M1e2wFmU6F pic.twitter.com/FNjZB12mKK— Good Morning America (@GMA) March 19, 2020 Sjö NBA leikmenn hafa greinst með kórónuveiruna en Rudy Gobert hjá Utah Jazz var sá fyrsti en fljótlega fékk liðsfélagi hans Donovan Mitchell þær fréttir að hann væri líka með veiruna. Kevin Durant var einn af fjórum leikmönnum Brooklyn Nets sem greindust og er stærsta nafnið af þeim sem hafa sýkst. Durant er með 11,8 milljónir fylgjenda á Instagram og Dr. Adams er að grátbiðja hann um að hjálpa til. Tölurnar frá Ítalíu sýna hvað geti gerst ef gripið er of seint inn í mikla útbreiðslu. „Við erum líka að sjá nýjar tölur frá Ítalíu sem benda til þess að unga fólkið sé líka í meiri hættu en við héldum áður. Hugsið um ömmu ykkar. Hugsið um afa ykkar. Hugsið um það að þið eruð að dreifa sjúkdómi sem gæti verið sá sem drepur þau,“ sagði mjög áhyggjufullur Dr. Jerome Adams.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira
Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22