„Hjálpaðu okkur Kevin Durant“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 09:30 Kevin Durant hefur ekkert getað spilað með Brooklyn Nets á tímabilinu þar sem hann er enn að jafna sig eftir að hafa slitið hásin í lok síðasta tímabils. Getty/Mike Lawrie Hún var sérstök forsíðan á New York Post í morgun en þar var hreinlega biðlað til einnar af stærstu körfuboltastjörnum heimsins til að hjálpa til við að fá unga fólkið í Bandaríkjunum til að hlusta í baráttunni við kórónuveiruna. Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni og lét sjálfur vita af því strax en það eru margir sem vilja nú sjá hann hjálpa til að sannfæra yngra fólkið til að virða samkomubann og stuðla með því að hægja á hraðri útbreiðslu veirunnar. Yfirskurðlæknirinn Dr. Jerome Adams er einn af þeim og New York Post slær upp viðtali við hann á forsíðu sinni í dag. The back page: HELP US, KD! https://t.co/t5DwOaxT8R pic.twitter.com/FJh8LWlWch— New York Post Sports (@nypostsports) March 20, 2020 Kevin Durant er frábær leikmaður en hefur ekki spilað eina mínútu á núverandi tímabili eða fyrir sitt nýja félag Brooklyn Nets af því að hann sleit hásin í úrslitakeppninni í fyrra. Læknirinn Jerome Adams vill að áhrifavaldar eins og Kevin Durant, Kylie Jenner og Donovan Mitchell bjóði sig fram til að sannfæra unga fólkið um að það verði að gera sitt í baráttunni við útbreiðsluna. „Ég á einn fimmtán ára og eina fjórtán ára og eftir því sem ég segi þeim oftar að gera ekki eitthvað því meira vilja þau gera það,“ sagði Dr. Jerome Adams í sjónvarpsviðtali í þættinum „Good Morning America“ sem New York Post slær svo upp. „Ég held að það sem við verðum að gera, og ég hef talað um þetta áður, er að biðla til áhrifavalda eins og Kevin Durant og Donovan Mitchell. Við verðum líka að fá Kylie Jenner og áhrifavaldanna á samfélagsmiðlum til að láta alla vita af því að þetta er mjög alvarlegt. Þetta verður ekki alvarlegra. Fólk er að deyja,“ sagði Dr. Jerome Adams. Surgeon General Dr. Jerome Adams on millennials and the coronavirus: We need to get our social media influencers out there and helping folks understand that look this is serious. https://t.co/M1e2wFmU6F pic.twitter.com/FNjZB12mKK— Good Morning America (@GMA) March 19, 2020 Sjö NBA leikmenn hafa greinst með kórónuveiruna en Rudy Gobert hjá Utah Jazz var sá fyrsti en fljótlega fékk liðsfélagi hans Donovan Mitchell þær fréttir að hann væri líka með veiruna. Kevin Durant var einn af fjórum leikmönnum Brooklyn Nets sem greindust og er stærsta nafnið af þeim sem hafa sýkst. Durant er með 11,8 milljónir fylgjenda á Instagram og Dr. Adams er að grátbiðja hann um að hjálpa til. Tölurnar frá Ítalíu sýna hvað geti gerst ef gripið er of seint inn í mikla útbreiðslu. „Við erum líka að sjá nýjar tölur frá Ítalíu sem benda til þess að unga fólkið sé líka í meiri hættu en við héldum áður. Hugsið um ömmu ykkar. Hugsið um afa ykkar. Hugsið um það að þið eruð að dreifa sjúkdómi sem gæti verið sá sem drepur þau,“ sagði mjög áhyggjufullur Dr. Jerome Adams. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Hún var sérstök forsíðan á New York Post í morgun en þar var hreinlega biðlað til einnar af stærstu körfuboltastjörnum heimsins til að hjálpa til við að fá unga fólkið í Bandaríkjunum til að hlusta í baráttunni við kórónuveiruna. Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni og lét sjálfur vita af því strax en það eru margir sem vilja nú sjá hann hjálpa til að sannfæra yngra fólkið til að virða samkomubann og stuðla með því að hægja á hraðri útbreiðslu veirunnar. Yfirskurðlæknirinn Dr. Jerome Adams er einn af þeim og New York Post slær upp viðtali við hann á forsíðu sinni í dag. The back page: HELP US, KD! https://t.co/t5DwOaxT8R pic.twitter.com/FJh8LWlWch— New York Post Sports (@nypostsports) March 20, 2020 Kevin Durant er frábær leikmaður en hefur ekki spilað eina mínútu á núverandi tímabili eða fyrir sitt nýja félag Brooklyn Nets af því að hann sleit hásin í úrslitakeppninni í fyrra. Læknirinn Jerome Adams vill að áhrifavaldar eins og Kevin Durant, Kylie Jenner og Donovan Mitchell bjóði sig fram til að sannfæra unga fólkið um að það verði að gera sitt í baráttunni við útbreiðsluna. „Ég á einn fimmtán ára og eina fjórtán ára og eftir því sem ég segi þeim oftar að gera ekki eitthvað því meira vilja þau gera það,“ sagði Dr. Jerome Adams í sjónvarpsviðtali í þættinum „Good Morning America“ sem New York Post slær svo upp. „Ég held að það sem við verðum að gera, og ég hef talað um þetta áður, er að biðla til áhrifavalda eins og Kevin Durant og Donovan Mitchell. Við verðum líka að fá Kylie Jenner og áhrifavaldanna á samfélagsmiðlum til að láta alla vita af því að þetta er mjög alvarlegt. Þetta verður ekki alvarlegra. Fólk er að deyja,“ sagði Dr. Jerome Adams. Surgeon General Dr. Jerome Adams on millennials and the coronavirus: We need to get our social media influencers out there and helping folks understand that look this is serious. https://t.co/M1e2wFmU6F pic.twitter.com/FNjZB12mKK— Good Morning America (@GMA) March 19, 2020 Sjö NBA leikmenn hafa greinst með kórónuveiruna en Rudy Gobert hjá Utah Jazz var sá fyrsti en fljótlega fékk liðsfélagi hans Donovan Mitchell þær fréttir að hann væri líka með veiruna. Kevin Durant var einn af fjórum leikmönnum Brooklyn Nets sem greindust og er stærsta nafnið af þeim sem hafa sýkst. Durant er með 11,8 milljónir fylgjenda á Instagram og Dr. Adams er að grátbiðja hann um að hjálpa til. Tölurnar frá Ítalíu sýna hvað geti gerst ef gripið er of seint inn í mikla útbreiðslu. „Við erum líka að sjá nýjar tölur frá Ítalíu sem benda til þess að unga fólkið sé líka í meiri hættu en við héldum áður. Hugsið um ömmu ykkar. Hugsið um afa ykkar. Hugsið um það að þið eruð að dreifa sjúkdómi sem gæti verið sá sem drepur þau,“ sagði mjög áhyggjufullur Dr. Jerome Adams.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22