Hvassviðri og úrkoma og gular viðvaranir í gildi víða um land Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2020 07:28 Spákort Veðurstofunnar fyrir hádegið í dag, eins og það leit út klukkan 7 í morgun. Veðurstofan Veðurstofan spáir að það gangi í sunnan 13 til 23 metra á sekúndu með morgninum þar sem hvassast í vindstrengjum norðvestanlands. Má búast við snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands, en víða rigningu á láglendi, og þurrt um landið norðaustanvert. Hitinn verður á bilinu 1 til 7 stig. Gular viðvaranir eru í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu í dag, en þar eru líkur á að færð spillist, sér í lagi á fjallvegum. Mun hægari suðlæg átt vestantil verður í kvöld með snjókomu og kólnandi veðri. „Hæg suðvestanátt og éljagangur í fyrramálið, en áfram hvasst og snjókoma eða slydda með köflum austanlands fram eftir degi. Vægt frost, en hiti 1 til 5 stig austantil. Vaxandi suðvestanátt eftir hádegi á morgun, 10-18 annað kvöld, og styttir upp og kólnar austanlands. Á sunnudag kemur svo næsta lægð með hvassviðri eða storm og talsverða hláku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings, en veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir landið allt á sunnudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og él, en 15-23 og snjókoma eða slydda með köflum austanlands fram eftir degi. Vægt frost, en hiti 1 til 5 stig austantil. Bætir í vind um kvöldið, og rofar til og kólnar austanlands. Á sunnudag: Gengur í sunnan hvassviðri eða storm með snjókomu eða slyddu, en síðar hláka um allt land með talsverðri rigningu sunnan og vestantil. Úrkomulítið á NA- og A-landi. Hiti 1 til 7 stig síðdegis. Á mánudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él eða slydduél, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti um og yfir frostmarki. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Minnkandi suðvestanátt. Él eða slydduél sunnan- og vestanlands, en áfram bjart norðaustantil. Vægt frost, en hiti að 4 stigum við suðurströndina. Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Veðurstofan spáir að það gangi í sunnan 13 til 23 metra á sekúndu með morgninum þar sem hvassast í vindstrengjum norðvestanlands. Má búast við snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands, en víða rigningu á láglendi, og þurrt um landið norðaustanvert. Hitinn verður á bilinu 1 til 7 stig. Gular viðvaranir eru í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu í dag, en þar eru líkur á að færð spillist, sér í lagi á fjallvegum. Mun hægari suðlæg átt vestantil verður í kvöld með snjókomu og kólnandi veðri. „Hæg suðvestanátt og éljagangur í fyrramálið, en áfram hvasst og snjókoma eða slydda með köflum austanlands fram eftir degi. Vægt frost, en hiti 1 til 5 stig austantil. Vaxandi suðvestanátt eftir hádegi á morgun, 10-18 annað kvöld, og styttir upp og kólnar austanlands. Á sunnudag kemur svo næsta lægð með hvassviðri eða storm og talsverða hláku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings, en veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir landið allt á sunnudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og él, en 15-23 og snjókoma eða slydda með köflum austanlands fram eftir degi. Vægt frost, en hiti 1 til 5 stig austantil. Bætir í vind um kvöldið, og rofar til og kólnar austanlands. Á sunnudag: Gengur í sunnan hvassviðri eða storm með snjókomu eða slyddu, en síðar hláka um allt land með talsverðri rigningu sunnan og vestantil. Úrkomulítið á NA- og A-landi. Hiti 1 til 7 stig síðdegis. Á mánudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él eða slydduél, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti um og yfir frostmarki. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Minnkandi suðvestanátt. Él eða slydduél sunnan- og vestanlands, en áfram bjart norðaustantil. Vægt frost, en hiti að 4 stigum við suðurströndina.
Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira